Vikan


Vikan - 03.01.1974, Page 33

Vikan - 03.01.1974, Page 33
a&ist þátturinn út i islenska popp- heiminn og nefndist pistillinn Róstur i Islenska rokkinu. Kom fram óánægja með ósamheldni popparanna, en þátturinn varð að lokum sáttur við sjálfan sig og skilgreindi islenskan poppheim með góðu og gildu máltæki. Eins dauði er annars brauð. Leið svo til loka júlimánaðar. Jóhann G. Jóhannsson átti myndárlegt viðtal við þáttinn I upphafi ágúst og lýsti þvi yfir, að hann væri eiginlega einn af þeim mönnum sem gætu ekki talað, nema viðmælandinn hefði inspir- andi áhrif á hann, og énnfremur aðhann þyrfti töluverðan kraft til að vera gáfaður. Nú, hann var spurður um það, hvernig gengið hefði I upptökunni úti, hvernig hann hefði getað áorkað öllu þessu með fullt af erlendu sessionfólki og þar fram eftir göt- unum. Þá svaraði hann bara stutt og laggott. „Blessaður, þetta var allt saman klika maður”. — Og þá vissum við það. Og Jóhann var áhyggjulaus i London I sex vikur við upptökur, þvi eins og hann sagði sjálfur: „Ami borgaði”. Og þá var það SAM koma i Klúbbnum. Pelican og Writing On the Wall voru aðalnúmerin, en Eik kom og fram með Tilfinn- ingu. Kom fram i greinarkorni um SAM komuna i 37. tbl„ ósk um aö Pelican mætti halda flugi og þótti það ekki fráleit bæn fyrir fugla. Bassaleikarinn i Writing On the Wall var með ýmsar kúnstir á sviðinu með gitarinn sinn og var það álit þáttarins að þannig lagað hátterni ætti að banna innan sextán. Þá átti þátturinn viðtal við Writing On the Wall. Þeir sögðu að íslendingar væru merkilegir með sig og væru liklega flestir drykkjusjúklingar. Einn þeirra hefði verið að ganga úti um miðja nótt, þegar fólk þusti út úr einu húsi i bænum og bauð honum i partý, en hann var ekki alveg til með að fara i partý til einhverra ókunnugra og lét það i ljós, en þá dró fólkið hann bara inn I hús og þröngvaði honum til að drekka vip. Og þegar þátturinn heyrði þetta, andvarpaði hann og sagði: „Ja. þeir eru gestgjafar I fyrsta klassa tslendingar”. Aðspurðir um hver væri besti söngvarinn, sem þeir hefðu heyrt i hérlendis, svöruðu þeir þvi til að það væri rótar-i einnar hljómsveitarinnar, sem þeir höfðu af tilviljum heyrt taka lagið fyrir dansleik. Hurfu þeir siðan af landi brott og dróst ' þá sala á viský saman um helm- ing og kvenfólki fór fjölgandi á götum borgarinnar. Þá var Maggi Kjartans staddur innan fjögurra veggja við upp- töku i Lonogdon og voru þau skrif byggð á dagbókarkroti frá þvi um sumarið, er 'þáttiirinn fylgdist með þessu framtaki þeirra Suðurnesjamanna. Sagði i þættin- um, að sveitamaður af Suður- nesjum og harðsviruð útgáfa af malbiksfólki ætti sér ekki undan- komu auðið i ys og þys stórborg- arinnar. Allir yrðu ósjálfrátt stressaðir og sannaðist það fljot- lega eftir komuna til Lonogdon þvi jafnvel segulband, sem fengið hafði að fljóta með, varð stressað. En meðal við þessu öllu var heil- brigt skemmtanalif i henni Lon- ogdon, pöbbar og piur, allt i hæfi- legum skömmtum þó. En slikt er ekki hollt okkur1 tslendingum, þvi eins og svo trúverðuglega segir i greininni um Lonogdon-dvölina i 43. tbl.: „Burt úr skarkala heims- borgarinnar, heim i kyrrðina og heilnæma loftið, fátækt fslenskrar tónlistarmenningar, blasir við þunglyndi sækir að”. Og þá var allt i einu kominn nóvember og frost á Fróni. Einar Vilberg kom að máli við þáttinn og upplýsti að Tónlistarskólinn væri uppeldisstöð fyrir sinfóniuna og að honum hefði verið neitað um inngöngu i skólann vegna þess að hann kynni ekkert i námsefni skólans og væri ekki talinn likleg- i • til afreka rricó sinfóniuhljóm- sveitinni, ertda enginn i hans familiu tengdur sinfóniunni eða öðrum æðri tónmenntastofnunum þjóðarinnar. Þættinum barst og bréf, þar sem bréfritari sagðist geta hrósað þættinum miklu meira heldur en hann gerði. Hins vegar væri reynsla bréfritara sú, að væri þessum ágæfu poppskrif- urum lands og þjóðar hrósað að ráði, þá væri búið þeirra ágæti. Og þátturinn þakkaði pent fyrir að fá að halda hæfileikum sinum til að setja á þrykk frambærilegt popp. I næsta þætti, sem var siðasti þáttur i nóvember, upplýstist að Litið eitt væri brot af öllum sem maður kynntist. í viðtali við þátt- inn sögðust þau i Litið eitt gripa lögin sin úr loftinu, og að Hall- grimur Pétursson sálmaskáld og snillingur hefði væntanlega snúið sér i gröfinni oftar en einu sinni, þegar þau i Lítið eitt voru að æfa lag, er samið hafði verið við Heil- ræðavisurnar hans Hallgrims og átti að fara á væntanlega L.P.- plötu þeirra. Einnig kom fram sú uppástunga, að gefa vekjara- klukku með hverri plötu, en ekki var tekið fram hvort menn mættu eiga von á Hallgrimi eftir að klukkan sú hefði hringt. Annars væri ekkert nema gott eitt um svo góða gesti að segja, nu á þessum timum meydómsuppljóstrana og afturgöngumiðilsrithöfundajóla- bóka. Þá kom jólablaðið og þátturinn þakti tvær opnur með vinsælda- kosningu. Ginnti stjórnandi þátt- arins fólk til þátttöku með þvi að bjóða þvi að smakka á þvi er i tónlistarpottinum kraumaði á s.l. ári og hét hverjum þeim er þyrði að smakka og hefði sama smekk og hann, fjölmörgum hljómplöt- um i verðlaun. Smökkuðu fjöl- margir, en enginn nennti að setja á sig smekkinn. Lýkur þar með annál ársins 1973, með þökk fyrir lesturinn. Gleðilegt ár. es. Ö edvard sverrisson 3m músfk með meiru 1. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.