Vikan


Vikan - 03.01.1974, Síða 35

Vikan - 03.01.1974, Síða 35
upp a& húsinu og fyrr en varöi var hún farin a& hlaupa og háriö flaksa&ist aftur af henni i vindin- um. Ég fylgdi á eftir henni, en gekk hægt. Þegar kom aö húsinu, voru gar&dyrnar lokaðar. Ég minntist þess, að mér hafði veriö boöiö upp á kaffi, en lokaðar dyrnar virtust gefa til kynna, aö það boð stæði ekki lengur. Þegar ég var að setjast upp i bflinn, opnuöust aöaldyrnar og móðir Kari köm út. — Ég var að vona, að þér vilduð þiggja kaffi, áður en þér færuð, en þegar svona stendur á, er liklega bezt aö viö frestum þvi. Þakka yður fyrir innlitiö. Ég vissi ekki hverju ég átti aö svara. — Þakka yður fyrir að reyna að tala viö Kari, henni hefur þótt vænt um það. — Hún er mjög falleg stúlka, sagöi ég, — aö þvi leyti er hún ó- venjuleg. — Já,hún er falleg,sagði móðir hennar, — en nú verö ég aö llta eftir henni. Hún leit ekki einu sinni um öxl, þegar hún gekk inn og ég ók af stað og haföi þaö á tilfinningunni, að hér væri eitthvað öðruvisi en það átti að vera. Já, hér var ör- ugglega eitthvað bogið. Ég átti kunningja, sem bjó rétt hjá Austurhlið, skólabróöur. Ég hringdi til hans og þegar viö vor- um búnir að tala um daginn og veginn, sagði ég honum erindi mitt. — Austurhliö — ég hefi aldrei heyrt um þann staö getið. En ég skal sjá hvað ég get gert og svo læt ég þig vita. En blessaður, reyndu að gleyma þessu, ef þú heyrir ekki frá mér eftir nokkra daga. Ég sinnti störfum minum, en þar sem heilbrigðisástandið var svo gott, haföi ég nógan tima af- lögu, svo ég ók upp á hæðina, til að heimsækja mæðgurnar I „Tindinum”. En ég varð ekki litið hissa, þegar ég sá að hliðið var læst, meö keðju og hengilás. Það leit lika út fyrir aö húsiö væri mannlaust. Ég var miður min, þegar ég ók til bæjarins. Þegar ég kom heim, fann ég bréf frá vini minum fyrir austan. Ég las bréfið þrisvar sinnum og mér leið illa, þegar ég hugsaöi um mannlausa húsiö. Mér leið ónotalega, fannst að eitthvað hræðilegt gæti hafa skeð, svo ég flýtti mér aftur út i bilinn. Göturnar voru næstum mann- lausar, enda var nú komið gaml- árskvöld, svo fólk var eflaust inn- an dyra. Ég gaf mér ekki tima til aö njóta fegurðarinnar, en ég vissi að útsýniö af hæðinni hlaut aö vera unaðslegt i kvöldkyrrð- inni. Það var nú allt orðið snævi þakið og kvöldiö eins og skapaö fyrir ástfangið fólk. Ég vissi að klukkan tólf yrði allt uppljómað af flugeldum og hljómur myndi berast frá kirkjuklukkum og skipablistrum, fólk myndi skála, syngja og óska hvert öðru bless- unar á komandi ári. En þarná uppi, i þessu dapur- lpga húsi, „Tindinum’ , sætu tvær konur einar saman, bak við byrgða glugga. Ef grunur minn var réttur, þá'voru þær heima. Ég stöðvaði bilinn og klifraði yfir girðinguna. Ég varð að fara varlega, þvi að efst á brúninni voru gaddar, en ég notaöi tré til að komast yfir. Ég gekk yfir snævi þakta flötina að aðaldyrun- um, en gekk svo kringum húsið, að garðdyrunum. Ég baröi aö dyrum og varð undrandi, þegar frú Bergaker opnaði strax. Hún stóð þarna, tiguleg einsog aöal- persóna i harmleik. Ég gat ekki lesið neitt úr svip hennar, það var ekki hægt að segja hvort hún var ánægð eða óttaslegin yfir þvi að sjá mig. Það voru þreytudrættir á andliti henn- . ar, en samt var hún ótrúlega fög- ur. Viö virtum hvort annað fyrir okkur um stund. — Hliöíð var læst, sagði ég, — ég hafði áhyggjur af þvi. — Aö sjálfsögöu. Varir hennar bærðust varla. — Ég var ekki viss um að þið væruö hérna ennþá. — Viö erum á förum. Ég held við verðum að fara. Svo opnaði hún dyrnar. — Gjör- iö svo vel að koma inn. Einhver óþægindatilfinning greip mig, þegar ég gekk inn á eftir henni. — Þegar ég stakk upp á þvi, að þér töluðuö við Kari, þá hafði ég gleymt hve viðkvæm hún er. Mér skjátlaðist hrapallega. Hún hefur verið eins og umskiptingur siöan. Ég held hún imyndi sér, að hún sé ástfangin af yður. — Er það svo slæmt? spurði £g. — Undir venjulegum kringum- stæðum fyndist mér þaö dásam- legt, sagði hún. — En fyrir Kari, sem er andlega trufluð, getur það veriö hættulegt. Hún horfði nú beint á mig: — Ég sagði yður ekki allan sann- leikann um dóttur mina. Ég sagði, að hún væri ekki eins og aðrar stúlkur, en það var ekki all- ur sannleikurinn. Hún snerti örið á gagnauganu með hendinni og ég sagði: — Hvernig skeði þetta? Hún lét strax hendina falla og hrukkaöi ennið. Svo andvarpaði hún. — Ég ætlaði ekki að láta yöur vita þetta, en það er liklega bezt að ég leysi frá skjóöunni. Þaö er nú samt eitt gott við þetta ör, — Framhald á bls. 37 Völva Vikunnar Framhald af bls. 31 Ýmsir merkir viðburðir verða i Evrópu á árinu. Ég þykist sjá fyrir jarðarfarir a.m.k. tveggja stórmenna. önnur er tengd konungafólki, hin er útför merks þjóðarleiðtoga, og andlát hans hefúr miklar breytingar i för með sér fyrir viðkomandi þjóð, og innbyrðis átök verða i stjórn- málum landsins. Ég get ekki sagt þetta nánaf, mér er ómögu- legt að spá svona blátt áfram dauða vissara persóna með nafni og öllu. Þessar upplýs- ingar verða þvi að nægja. Brúðkaup ársins verður að þessu sinni haldið i Sviþjóð, það verður konunglegt brúðkaup að sjálfsögðu og mikið um dýrðir. í þvi sambandi koma upp háværar deilur i landinu um niðurfellingu konungdómsins, en ekkert afráðið um það á þessu ári. Yfir Danmörku er ekki bein- linis bjart, en ekki vil ég skýra það nánar, nema það verða mikil átök á stjórnmálasviðinu. Anna og Mark Philips eignast sitt fyrsta barn. Við fáum fréttir frá Irlandi, framan af slæmar, en skárri, þegar á liður. 1 rauninni þykist ég sjá hilla undir einhvers konar lausn i hinni erfiðu baráttu íra, en það er aðeins byrjun á ein- hverju meira og vonandi betra. Löndin fyrir botni Miðjarðar- hafsins verða enn sem fyrr mikið i fréttunum, og ekki sé ég, að um varanlegar úrlausnir á þeirra vandamálum verði að ræða. Þar er allt grátt fyrir járnum og gifurleg spenna, en ekki tel ég, að um yfirlýst strið verði að ræða i likingu við það, sem varð á siðasta ári. En það verður greinilega mjög erfitt að halda umsaminn frið. Nú á þessu augnabliki, þegar ég sit hér og reyni að sjá fyrir at- burði ársins 1974, skelfur allur Iheimurinn af ótta við ógnarvopn jAraba, oliusölubannið. Ég vildi geta sagt að þeir sliðruðu þetta skelfilega vopn á þessu ári, en það verður aðeins til hálfs, þeir munu reyna til þrautar að kúga sem flestar þjóðir til fylgis við sig á þennan hátt, og það tekur meira en eitt litið ár að finna svar við þvi. Afleiðingarnar veröa margvislegar, breytt viðhorf i atvinnumálum, aukið atvinnuleysi og þar fram eftir götunum. Olia hækkar vitanlega mikið i verði, en þrátt fyrir allt þetta vinna Arabar engan endanlegan sigur i baráttunni við Israela. Og oliuvandamálið verður til þess, að stórstigar framfarir eiga sér stað á sviði orkumála, fundin verður upp aðferð til að spara oliuna og nýta ana betur en nú er gert, auk ess sem skriður kemst á athug- anir á öðrum orkumöguleikum. Þannig verður þetta ægilega vopn ekki eingöngu til ills. Oliuvandamálið kemur ekki til með að valda okkur tslendingum teljandi erfiðleikum, þó það snerti okkur vissulega að nokkru marki, og okkur er óhætt að horfa björtum augum til framtiðarinnar. Málefni og at- burðir á innlendum vettvangi verða meira spennandi fyrir okkur en það, sem gerist úti i heimi, og ég held við munum ekki minnast ársins 1974 með neinni gremju, frekar ánægju. 1. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.