Vikan


Vikan - 03.01.1974, Side 48

Vikan - 03.01.1974, Side 48
' • mig dreymdi Kengúra i buxum. Kæri draumráðandi. Ég ætla að biðja þig um að ráða fyrir mig eftirfar- andi draum: Mér fannst ég vera að ganga úti í heiði, sem er hér rétt hjá heimili mínu. Ég held, að ég haf i verið að elta einhverja krakka. Svo sneri ég mér við og gekk af stað heim, en á leiðinni sá ég svarta mús. Ég ætlaði fyrst að æpa, en hætti svo við það og hélt bara áf ram göng- unni eins og ekkert hefði i skorizt. Þegar ég á um það bil hundrað metra eftir ófarna að húsinu, mæti ég systur minni og hún slæst i för með mér heim. Allt i einu heyrast mikil læti, mér fannst það vera þrumur og það dimmdi og birti til skiptis. Við lögð- umst niður og systir mín fór að snökta, en ég reyndi að hugga hana og sagði: ,,Ætli þetta sé ekki bara sól- myrkvi." Samt var ég dauðhrædd sjálf. Rétt seinna sáum við litið dýr í buxum í námunda við okkur. Bratt sáum við, að þetta var kengúra. Mér fannst eins og kengúran væri grátandi, svo að ég kallaði á hana og sagði henni að koma til okkar og hún hlyddi kallinu og hjufraði sig upp að okkur. l þvi bili sáum við sólina hverfa bak við einhvern skuqqa a himninum og allt varð niðadimmt. Skyndi- lega fannst mer eins og við værum komnar heim með kenguruna og fórum að segja frá því, hvað fyrir okkur hafði komið. Við sögðum fólkinu heima, að við hetðum verið þarna fjögur, en ég get ómögulega munað hver sá fjórði var. Við vorum afskaplega ánægð með kengúruna og vorum helzt að hugsa um að kalla hana Hermann. Fynrfram þakkir, V H S Litla gæfu virðist hann boða þér við fyrstu sýn þessi draumur. Þú verður fyrir einhverju baktali, að öllum likindum ómaklegu, en þó er ekki hægt að fullyrða um það. Ættingi þinn einhver nókominn veikist alvarlega, en hann réttir við aftur og virðist komast til fullrar heilsu. Kenguran bætir fyrir öll slæmu táknin í draumnum og ekki sizt fyrir þá sök, að hún var grát- andi, en það styrkir góða merkingu hennar í draumnum. Að öllu samanlögðu virðist sem þú eigir við allmikla tímabunda erfiðleika að stríða á næstunni, en ef þú reynist manneskja til að mæta þeim sem ber, herðist þú með hverri raun og stendur loks með pálmann í höndunum. BARNAKERRA INN UM GLUGGA. Kæri draumráðandi. Mér þætti vænt um, ef þú réðir þennan stutta draum fyrir mig. Mér fannst eins og ég væri stödd uppi i Breiðholti á strætisvagnabiðstöð. Ég var í vist í Breiðholtinu í fyrra og var að passa lítinn strák þar. En í draumnum var önnur stelpa að passa hann og hún hljóp með barnið í kerru niður brekku. Svo sleppti hún kerrunni og hl jóp á eftir henni niður brekkuna. Rétt seinna rann kerran yf ir götuna og inn á grasf löt hinum megin göt- unnar. Þar brunaði hún beint á kjallaraglugga. Barnið þeyttist inn um gluggann og skarst í andliti. Það blæddi mikið úr barninu, enda var það allt skorið í framan. En þegar ég fór heim til drengsins daginn eftir, var hann ekkert meiddur, nema hvað hann var með glóðarauga. Þegar ég vaknaði, leið mér illa. Með fyrirfram þakklæti fyrir ráðninguna. Þórunn. Þú hefur eitthvert samvizkubit vegna þess, að þér finnst þú ekki hafa sinnt barninu nógu vel, þegar þú varst í vistinni, en þetta samvizkubit virðist vera óþarft. FLUGSLYS Draumráðandi. Hvað merkir að dreyma flugvélar, sem eru að farast? Mig dreymir svo oft, að ég sjái flugvél steypast niður. Stundum sfeypist hún niður logandi, en stundum fer hún skáhallt og reynir að lenda en tekst það ekki. Stundum veit ég, að hún er erlend. Einu sinni voru vélarnar tvær og þær lentu saman. Seinast þegar mig dreymdi þetta, fannst mér ég vera vakandi og hugsa: Það hlaut að koma að þessu. Mig hefur svo oft dreymt þetta. Þegar ég vakna af þessum draumum, er ég mjög máttfarin og þreytt, enda eru þetta mjög erfiðir draumar. Ég hef engin afskipti af f lugi og ekki heldur neinn, sem mér er nákominn. Ég hef oft f logið og f innst það mjög skemmtilegt og ekki finn ég til neinnar flughræðslu. Með fyrirfram þökk. K.V. Sannarlega eru þetta slæmar draumfarir, en ekki þarf að vera að þessi draumatákn boði þér neitt illt eða séu þéreða þínum fyrir líkamlegu tjóni. Flugslys getur haft mjög margar merkingar í draumi og fer eftir öðrum táknum draumsins, hvernig ber að ráða í það. Hitt er annað mál, að úr þvi þig hefur dreymt þetta oft á mismunandi hátt, þá getur draumurinn eins verið kominn á undirmeðvitundina og merking hans því nánast engin. En til þess að þú farir ekki alveg bónleið til búðar, þá getum við okkur til um tvær hugsanlegar ráðningar á þessu draumtákni þínu. önnur er sú, að þig langi til að takast á við eitthvað ákveðið verkefni en þorir ekki að leggja i það, vegna ótta við að þér mistakist. Hin er, að þú uppgötvir skyndilega að meðal vina þinna er einhver, sem þér er ekki sérlega trúr. 48 VIKAN l.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.