Vikan


Vikan - 24.01.1974, Side 7

Vikan - 24.01.1974, Side 7
 Mao á;göngunni löngu” nokkurs konar leirrúm. 1 þvi svaf öll fjölskyldan. Nokkrar krukkur undir saltað kálmeti, eitt eða tvö eggjárn og ein hrifa var allt, sem flestir bændanna áttu. Margir þeirra áttu ekki einu sinni dráttardýr. Ég sá oft tvo menn beita sér fyrir plóginn, þegar akrarnir voru plægðir. Japanirnir höfðu haft mest allan búpeninginn á burt með sér. Bændurnir urðu sjálfir að troða vatnshjólin. Hins vegar var ég, eini útlend- ingurinn, vel sett. Stjórnin sá mér fyrir helli með ritvél og oliu- lampa. I augum flestra þar um slóðir voru þessir gripir heilt furðuverk. Ég vann i tannviðgeröar- stofnun, sem ekki var staðsett i helli, heldur i peningshúsi. Hús- búnaðinn hafði smiður nokkur úr borginni smiðað. Þar fór mest fyrir stól, gerðum úr tré og járni. Fyrri hluta dagsins leiðbeindi ég nemendum minum, en siðdegis vann ég við læknishjálpina. t rauninni var miklu meiri þörf á augna- eða hitabeltissér- fræðingi en mér. Margir sjúkling- anna þjáðust af sjúkdómum, sem Magdalena Robitscher-Hahn ásamt aðstoðarkonu, túlki og matreiðslumanni i Jenan. Magdalena Robitscher-Hahn býr nú i Frankfurt. ég þekkti ekki nema úr ke'nnslu- bókunum. Samt sem áður var heilbrigðisástand fólksins á „rauða” svæðinu i tniklu betra ásigkomulagi en á yfirráðasvæði Schang-Kai-scheks. Þar drógust allir ibúar heilu þorpanna upp. Læknarnir á sjúkrahúsunum, þar sem allir sjúklingar fengu meöhöndlun og umönnun sér að kostnaðariausu, voru undan- tekningarlaust duglegir og lögðu sig alla fram. Þeir höfðu ráöið niðurlögum margra alvarlegra sjúkdóma og ungbarnadauði hafði minnkaö til mikilla muna. Einu sinni vorum við boöin til málsverðar hjá stjórninni. Sjú Teh, hershöföingi, yfirmaður Rauöa hersins, tók á móti okkur. Mao Tse-tung og Sjú En-lai voru þar lika. Af þessu tilefni klæddust þeir ekki venjulegu bláu einkennisbúningunum, heldur brúnum i þeirra stað. Þessir búningar voru sniðnir úr fyrsta dúknum, sem ofinn var i Jenan. Þetta var i eina skiptið, sem ég sá tilbreytingu i klæðaburöi. Yfirleitt voru allir i eins bláum bómullarfötum eða fóðruðum jökkum. Engin merki eða oröur voru til. Það var þvi harla erfitt að gera greinarmun á bónda, lækni, prófessori og rithöfundi. Mao Tse-tung geislaði af rósemi og jafnaðargeði, sem hafði áhrif á alla viöstadda. 1 rauninni er andlit hans ekki sér- lega kinverskt. Vitaskuld hefur Framhald á bls. 26 4. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.