Vikan


Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 31

Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 31
MIÐDEGISVERÐURINN i EINU FORMI Auðvelt er að nýta allskonar afganga á eftirfarandi hátt. Allt mögulegt er hægt að leggja i smurt eldfast form. T.d. má taka kjötbollur eða buff i sósu og brytja smátt og drýgja með steiktum lauk og setja i form til skiptis með soðnum kartöflum sem skornar eru i sneiðar og kar- töflulag haft efst. Þá má einnig setja baunir inn á milli eða bl. 'grænmeti og setjið smjör- likisbita ofan á. Einnig má nýta svona alls konar pylsur og kjöt- farsafganga á þennan máta. Fylgist með að ekki þornj i forminu. Ef það virðist ætla að þorna i forminu má setja teninga- soð i fatið. Ef eitthvað er ekki soðið sem notað er i svona afgangamat, þarf að áætla lengri steikingartima. LJÓS BAUNASÚPA 2 msk. hveiti 2 msk. smjörliki eða smjör 1 liter soð 1/2 dós niðursoðnar baunir 1/2 laukur salt pipar 2 eggjarauður 2 msk. rjómi steinselja Meðlæti: franskbrauð, smjör rifinn ostur. Bakið súpuna upp á venjulegan máta. Allt sett úr baunadósinni úti, ásamt fintsöxuðum lauk, salti og pipar og látið sjóða um stund. Hrærið saman eggjarauðu og rjóma og þeytið þvi úti súpuna rétt áður en hún er borin fram. 1 stað þess að bera fram brauð og smjör á hefðbundinn hátt, eru að þessu sinni skornir. niður fransk- brauðsteningar og brúnaðir létt i smjöri á pönnu og rifna ostinum stráð yfir. SOÐKRAFTUR MED PAPRIKU OG EGGI Byrjið með að steikja rauða pap- riku i 1/2 msk. smjöri i potti. Hún á ekki að brúnast. Hellið á 1 ltr. áf kjötkrafti. Látið sjóða. Setjið eitt- hvað grænt úti t.d. steinselju og gjarnan skvettu af sherry. Berið fram með eggi, annað hvort lin- soðnu, harðsoðnu, eða soðnu i soðinu. Berið brauð með. EGGJAKAKA Aætlið 1 egg á mann og 1 msk. af vatiii eða rjóma, ögn af salti. Sláið vél i sundur. Setjið smjör- bita á pönnu og hafið ekki of sterkan hita. Látið hræruna stifna dálitið fyrst. Þegar massinn er aðeins byrjaður að stifna, farið þá með gaffli eftir botninum, þá rennur það sem ekki er stifnað niður á botninn. Þegar eggja- kakan er stifnuð að neðan og eins og kremkennd að ofan má setja i hana fyllingu t.d. einhverskonar afganga. Þá má brjóta hana saman og fylla með einhvers- konar góðri berjasultu. 4. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.