Vikan


Vikan - 07.03.1974, Side 9

Vikan - 07.03.1974, Side 9
Viö sáum ekki meira en þrjá metra framundan okkur. Þar byrgði skógurinn allt útsýni. Við þribja hvern metra skárum við greinilegt merki i tré. Það var eina leiðin til að villast ekki. Að öðrum kosti er hægt að ganga endalaust án þess nokkurn tima að átta sig á þvi, hvar maður er staddur. Vafningsjurtir, sem við hjuggum sundur, vöfðust aftur utan um trén fyrir aftan okkur og hóf u klifur sitt á nýjan leik. Engin blóm var að sjá. Ekkert nema skóginn. Þess vegna verður þessi skógur áþekkastur dýri. Og þetta dýr er gætt mikilli árásar- hvöt, sem það veitir útrás með þyrnum og vafningsþráðum og hvössum bambusoddum. Eftir fimm klukkustunda göngu höfðum við lagt um það bil tvo kílómetra að baki okkur. Ég var flækt i þyrnivöxnum þráðum, sem uxu út úr reyrpálma. Ég átti erfitt með að ná andanum, skalf i hnjánum og fötin limdust við likama minn. Þvi meir, sem ég leitaðist við að losna úr þessum heljar- greipum, þéim mun fastar þrengdu klær þyrnanna sér inn i klæði min og húð. Ég gat ekki méira og ég stóð i leðju upp að hnjám. John sagði við mig, aö ég skyldi drekka svolitið úr flöskunni minni. — Andaðu djúpt og drekktu rólega! Meðan ég drakk hjó hann á vafningsjurtirnar, sem ég var flækt i. Sumar þeirra voru eins sve.rar óg bprnshandleggur. — Pálmár eins og þessi, sagði hann, geta orðið allt að 300 metrar á hæð. Aður hélt ég, að stór fiðrildi, skrautlegir fuglar og orkideur væru i frumskóginum. Auðvitað er allt þetta i frum- skóginum, en við getum bara ekki séð það. Heimur orkideanna og fiörildanna er i 70 — 90 metra hæð yfir höfðum okkar og þaðan sést til himins. Seint siðdegis féll fyrsta monsúnregnið. Af þvi stafaði svo mikill hávaði, að við urðum að hrópa hvert til annars til þess að i okkur heyrðist. Um klukkan fjögur siðdegis skipaði John svo fyrir, að við skyldum taka hengirúmin úr fallhlifapokunum okkar. Þau urðu að hanga i minnst eins og hálfs metra hæð frá jörðu. I þjálfunarbúðunum hafði þetta ekki tekið okkur nema stundar- fjórðung. En þarna i frumskóg- inum tók það rúma klukkustund. tJr fallhlifarpokanum tókum við einnig poka, sem var ætlaður til varnar gegn regni og blóðsugum. Aðalhættan stafar ekki af tlgrisdýrum., slöngum eða filum. Þessi stórvöxnu dýr gru hættulitil miðað við öll skorkvikindin, sem eru stórhættulegir smitberar. JStórvöxnu villidyrin ráðast yfir- leitt ekki á menn, ef þau eru latin óáreitt. En smádýrin eru hættuleg. Neðan á blöðum trjánna úir og grúir af blóðsugum. Þær eru Það þarf að kunna aö hagnýta sér náttúruna. Hér aflar Ruth drykkj- arvatns úr vafningsjurt. mjög litlar og geta lifað i algerum þurrki i allt að tvö ár. Þau biða eftir tækifæri til þess að láta sig falla af blööunum og á húð fórnarlambs sins. Þaðan eru þær ekki lengi að komast i blóðið. Þær komast auðveldlega gegnum fatnað og þær geta leynzt I drykkjarvatni. Taki maður sopa af vatni, sem blóðsugur eru I, festa þær sig samstundis viö góminn. Að tveim klukku- stundum liðnum er blóösugan orðin á stærð við fingur, þvi að þá hefur hún belgt sig út á blóöi fórnarlambs sins. Verði höfuðið eftir, þegar blóð- sugurnar eru fjarlægðar úr holdinu, er hætta á bólgum. Sumar blóðsugur setjast að i slimhúð nefsins og i hálsinum. Gerist þaö, bolgnar slimhúðin upp og þetta aðskotadýr veldur miklum kvölum. önnur mesta plágan eru maðkarnir. Til eru maðkar, sem smjúga gegnum mannshúð, án þess að þess sjáist nokkur merki. Þeir geta valdið dauða fórnar- lambs sins. Skýrslur WHO sýna, að fleira fólk lætur lifið árlega af völdum maðka en úr krabbameini. Við reyndum að vinna okkur eldivið úr trjánum. Við tálguðum bambustré næstum i sundur og meira að segja inni I miðju þess var nokkur raki. Loksins gáfumst við upp við þetta og rifum hluta úr útbúnaði okkar til þess að nota i uppkveikju. Viö höfðum gamalt, meters- langtskeldyr til kvöldverðar. Þaö var auðvelt aö flá það, en öllu erfiðara aö matreiöa þaö. Einn úr hópnum gat sér þess til, að það væri aö minnsta kosti 40 ára. Upi leið og við elduðum kvöld- verð hreinsuðumvið skordýrin af likama okkar. Ég hefði aldrei trúað þvi, að þessi skordýr gætu setzt eins viða og raun bar vitni, Þau voru meira að segja milli tánna á okkur. Við bárum salt eða joð á kvikindin og þá duttu þau af okkur. Logandi sigaretta kemur að sama haldi. Svo féll nóttin á. Hún var allt I einu komin án þess að gera nokkur eiginleg boð á undan sér. Hún var mjög myrk, þvi að I frumskóginum nýtur hvorki skins stjarna eða sólar. Um leið og nóttin féll á, upp- hófst gifurlegur hávaði I frum- skóginum. Fuglar góla eins og hundar og Gibbonaparnir hlæja tryllingslega. Hvert einstakt skorkvikindi leggur til sitt sérstaka hljóð. Það er eins og dyrabjöllur, 'vekjaraklukkur, veiðihorn og loftborar glymji allt i einu. Hávaðinn stendur i tólf klukk\i- stundir. Hópur eldflugna þýtur framhjá. Karlflugan getur sent frá sér ljós- geisla allt að áttatiu sinnum á minútu. Ljósgeisli þessi er óhemju skær og er til þess ætlaður að vekja athygli kven- flugunnar. Hún svarar með hvellu hljóöi. Þar sem ég lá i hengirúminu, gat ég ekki einu sinni greint höndina á mér, þó að ég héldi henni fyrir augunum. Svo svart var myrkrið. Eftir lágnættið fannst mér orðið mjög kalt, þó að hitinn væri 27 stig á Celsius. En ég var I rökum fötum og loftiö var mjög rakt, svo að mér var eins kalt og á kaldri haustnott I Norður-Evrópu. 1 ljósgeislanum frá vasaljðsirnr minu sá ég tvö rottuaugu stara á mig. Þau voru eins og grænir deplar I myrkrinu. Við sólarupprás hljóðnaði allt eins skyndilega og hávaðinn hafði hafizt. A öðrum degi æfinganna komum viö að árfarvegi og við lögöum langan veg að baki okkur þann dag — heila tiu kilómetra. Ar, ef þær eru ekki um of straumharöar eða leöjubornar, eru I rauninni eini færi vegurinn i frumskóginum. Ain breytti um stefnu við nokkra kletta. Við klifruðum meö erfiðsmunum yfir klettana með farangur okkar. Allt I einu komum við að hring- laga- svæði, sem var baðað i skæru sólarljósi. Það var „belukar”; en svo kalla jnnfæddir skógi rudda staöi, sem skógurinn er farinn að vaxa á aftur. 1 borgarastyrjöldinni i Malasiu haföi skógurinn verið ruddur þarna til þess aö fá Jendingarstaö fyrir þyrlur. Þess vegna eru trén þarna ekki orðin nema 10-12 metrar á hæð, svo að sólin nær að skina þarna. Við fórum þegar I stað úr blautum einkenningsbúningunum og hengdum þá til þerris. A þessum stað ætluðum viö aö elda okkur kvöldmat og hafast við um nóttina. Framhald á bls. 44 Þó aö ótrúlegt sé, má vinna vatn úr eyöimerkursandinum. 10. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.