Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 10
Kvöldið var dásamlega fagurt,
allt umhverfið tindraði og snjór-
inn virtistsjálflýsandi. Fólkið var
á fljúgandi ferð, fram og aftur, og
snjórinn þyrlaðist undan skiðun-
um. Við Julian virtum þetta allt
fyrir okkur og hann hélt um axlir
mér. Snjórinn var allt i kringum
okkur og innra með mér fann ég
þessa innri glóð og var það ljóst,
að Julian fann það lika. Mér var
funheittog ég vissi að ég var rjóð,
bæði af kuldanum og þessum nýja
innri hita, og þegar Julian lagði af
stað niður Devils Drop, fylgdi ég
eftir. Ég tók beygjurnar alveg
eins og Julian og fannst það alls
ekki erfitt, enda gat ég notað förin
hans. Mér fannst ég vera örugg'
og sterk og fær i flestan sjó. beg-
ar við komum niður á jafnsléttu,
beið Shan okkar þar.
— Hefurðu séð Stuart? spurði
ég.
Hún svaraði stuttaralega: —
Hvar heldurðu að hann sé? Að
sjálfsögðu einhversstaðar þarna
uppi. Liklega milli stjarnanna.
Þegar hann er þarna uppi i hæð-
unum, snertir hann yfirleitt ekki
jörðina. Julian, ég er með hræöi-
legan höfuðverk. Viltu koma með
mér inn i skiðaskálann?
— Viltu kannski fara heim?
spurði hann og var aftur kominn
með allan hugann við systur sina.
— Nei, náðu b'ara i borð fyrir
okkur og pantaðu kaffi. Ef ég tek
eina aspirintöflu batnar mér
strax. Ég vil ekki eyðileggja á-
nægjuna'fyrir þér.
— Vilt þú koma inn liká? spurði
Julian mig, um leið og hánn
beygði sig niður, til að taka af sér
skiðin.
Ég hristi höfuðið. Ég vildi held-
ur vera útj og horfa á fólkið i
brekkunum* blanda mér 1 fjöld-
ann og njóta þess að vera á skið-
um. Finna ánægjuna hjá hinu
fólkinu og gleyma áhyggjunum
um stund. Gleyma áhyggjum
minum af Stuart. Þegar þau voru
farin inn, fór ég af stað aftur, ýtti
méráfram meðskiðastöfunum og
naut kvöldloftsins. Ég haföi
aldrei getað gert þetta áður en ég
hit.ti Julian. Nú var ég lika orðin
heilluð af þessari veröid.
Ég hrökk við, þegar Clay
renndi sér upp að hliðinni á mér.
Hann greip um arm minn, til að
stöðva mig.
— Ég þarf að tala við þig, sagði
hann.
Ég horfði á hann efablandin. —
Shán var með höfuðverk. Julian
verður liklega hjá henni stundar-
korn, en svo kemur hann aftur til
min.
— Það er ekki vist að það verði
fyrsta kastið. Ég bað Shan að
lokka hann frá þér og halda i hann
um stund, svo ég gæti talað við
þig. Taktu af þér skiðin, ég veit
um stað, þar sem við getum talað
saman i næði.
Hann leiddi mig upp að litlu
timburhúsi meö háu þaki og þeg-
ar hann opnaði dyrnar, sá ég að
þetta var kapellan. Rauðaviðar-
veggir náðu upp unþir þak, en þar
voru rimlar, til að koma skiðum
fyrir. Hálnipokum var raðað upp
I staö bekkja, báðum megin við
ganginn i miðjunni. begar Clay
lokaði dyrunum að baki okkar,
Ipwwifr
■ý&y 's - í a > :í
Hrævareldur
ll.hluti Eftir Phyllis A. Whitney
10 VIKAN 10. TBL.