Vikan


Vikan - 07.03.1974, Page 14

Vikan - 07.03.1974, Page 14
Blóðtappi. — Dóttir min liggur ennþá á sjúkrahúsi, eftir aðgerð á ein- hverju, sem læknarnir kölluðu phlebothrombosis. Hvað er það læknir? Frúin var að sjálfsögðu mjög á- hyggjufull, svo ég flýtti mér að skýra þetta út fyrir henni: — Það er blóðtappi i æð, i þessu tilviki fastur við æðavegginn. Stundum myndast þessir blóðtapp- ar við innspýtingu i æð og svo að sjálfsögðu af ýmsum öðrum orsök- um. Ég hef séð blóðtappa i æð und- ir hendinni á hraustum, ungum manni og var hægt að rekja ástæð- una fyrir þvi, að hann hafði ofreynt arminn við að mála loft, en alls ekki vanur slikum hreyfingum áð- ur. Ef blóðtappar koma i djúpæðar, þá er það miklu alvarlegra mál, eins og allir vita. Eidra fólki er hætt við blóðtöppum, bæði vegna aukins blóðþrýstings og veiklun á slagæðum. Hættan er kannski ekki eins mik- il fyrir þann likamshluta, sem blóðtappinn kemur i, vegna þess að oft og jafnvel oftast er hægt að lækna það, ekki sizt nú, þegar hjarta-og æðaaðgerðir eru orðnar svo algengar eins og raun ber vitni. Það getur verið að litlir blóð- tappar geri ekki svo mikinn usla, en séu þeir stærri, þá geta þeir or- sakað svo margt, sem ekki er hægt að telja i þessum pistli. Eftir að sjúklingur hefur náð sér, getur áhrifanna gætt lengi og þau lýsa sér oft i þvi, að ökklarnir þrútna og meltingartruflun, upp- þembu, auk annarra óþæginda. Rúmliggjandi sjúklingar ættu að minnsta kosti að hreyfa sem mest fætur og ökkla. Eftir uppskurði er það venjan, að lyfta fótunum upp, til að koma blóðrennslinu betur af stað og nú eru uppskurðarsjúkling- ar yfirleitt drifnir fram úr rúmun- um næstum um leið og þeir vakna eftir svæfingu. Það er þvi miður staðreynd, að æðasjúkdómar eru orðnir alltof al- gengir og óteljandi lyfjategundir notaðar til þess að þynna blóðið og koma i veg fyrir æðastiflur, sér- staklega i kransæðum, en það verður aldrei gert, nema undir ströngu lækniseftirliti. Aðalatriðið er að hreyfa sig eins og hægt er og fyrir sjúklinga i afturbata, að láta hafa gætur á blóðinu. Stundum er sjúklingum, sem koma heim eftir legu á sjúkrahús- um gefnar töflur og önnur lyf, sem eiga að fyrirbyggja blóðtappa og þynna blóðið, en þá verður lika að athuga vel, að taka þau ekki i of stórum skömmtum, þá þynnist blóðið of mikið og getur verið erfitt að stöðva blóðrennsli úr sárum. URÍDAGBOK LÆKNIS Framhald af bls. 13. séð þarna ofan frá hálsinum. Dóttir hans Hausers var þarna núna, i einhverju þessara gráu húsa. 1 hverju þeirra? Ulrich Kunzi var of ldngt i burtu til þess að geta staðgreint húsin. Gaman hefði honum þótt að fara þangaið niður meðan þess var kostur. En sólin hafði horfið á bak við hinn háreista Wildstrubel-tind, og unglingurinn hvarf aftur til kof- ans. Hari gamli var að reykja, en þegar hann sá félaga sinn koma inn, stakk hann upp á aö þeir slægju i slag, og þeir settust hvor á móti öörum með borðið á milli sin. Þeir spiluðu lengi algengt spil, sem kallað er „brisque”, þá snæddu þeir og gengu siöan til sængur. Næsti dagur var svipaöur hin- um fyrri, þeiöur og kaldur, og snjórinn hafði ekki aukist. Gasp- ard gamli notaði seinni ,hluta dagsins til þess að horfa á ernina og aðra sjaldgæfa fugla, sem voru svo fifldjarfir að voga sér upp til þessara freðnu hæða. En Ulrich fór sinar reglubundnu feröir niður á Gemmi-hálsinn til þess að horfa á þorpið. Að þvi búnu spiluðu þeir á spil, köstuðu tengingum eða léku dóminó, og töpuðu eöa unnu agnar ögn, aðeins til þess að auka á áhugann fyrir leiknum. Einn morgun vakti Hari félaga sinn. Svifandi og bjartur skýja flóki hellti i hljóðri þögn yfir þá hvitu löðri og huldi þá brátt i kaf- þykkri, dökkri úðaskikkju. Þessu fór fram i fjóra sólarhringa. Þeir urðu að taka slagbranda frá gluggum og hurð, og grafa göng út frá húsinu og höggva spor til þess að komast yfir þessa isings- breiðu, sem tólf stunda frost hafði gert harða eins og granit jökul- öldunnar. Þeir voru eins og fangar, og voguðu sér varla út úr skýli sinu. Þeir höföu skipt með sér verkum og inntu þau af höndum reglu- iega. Ulrich átti að fægja og þvo og annast allt, sem laut að hrein- læti. Hann klauf lika brennið, en Gaspard Hari sauð matinn og annaðist um eldinn. Þegar reglu- bundnu og tilbreytingarlausu starfi þeirra lauk spiluðu þeir löngum á spil eða köstuðu tening- um, þeim varð aldrei sunduroröa, en voru alltaf rólegir og mjúkir á manninn. Þeir voru jafnvel aldrei óþolinmóðir eöa i slæmu skapi, aldrei hraut styggðaryröi af vör- um þeirra, þvi að þeir höföu lagt inn á viðskiptareikninginn mikla þolinmæði fyrir vetursetuna uppi á háfjöllum. Stundum tók Gaspard gamli riffilinn sinn og fór út til þess að svipast um eftir gemsum, og það vildi til að hann vann á einni og einni. Þá var mikið um dýrðir i gistihúsinu á Schwarenbach, og þeir gæddu sér á nýju keti. Morg- un nokkurn lagði hann af stað eins og venjulega. Frostmælirinn sýndi átján stiga frost úti, og þar sem sólin var ekki komin upp, bjóst veiðimaðurinn viö aö koma dýrunum á óvart i nánd viö Wild- strupel, og Ulrich fór ekki á fætur

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.