Vikan


Vikan - 07.03.1974, Síða 16

Vikan - 07.03.1974, Síða 16
Erfinginn 8 hluti Ekkert vopn, ekki einu sinni yfirvofandi dauði hennar sjálfrar, gat komið tengda- móður minni i þvi, að hviká frá ofsóknum i minn garð. Nú stóð hún þama frammi fyrir mér og ógnaði mér með því, að hún ætlaði að láta loka mig inni á geðsjúkra- húsi..... Það liðu tveir dagar þar til Lydia Trendennis héimsótti mig á sjúkrahúsið. Hún kom með Charles og hafði meðferðis bæði blóm og sælgæti og engin manneskja hefði geta verið ástúðlegri. Ég óskaði þess inni- lega, að ég gæti losnað við tor- tryggni mina i hennar garð, mig langaði til að losna við grun- semdir minar,um að hún væri völd að óhöppum minum. Mér fannst það vera sviksemi við Charles, að imynda sér slikt um móður hans, en samt sem áður gat ég ekki losnað við þetta. Það var þvi bein afleiðing af þessu hugarvili minu, að ég var taugaóstyrk og ég veit vel að það kom greinilega i ljós. Ég talaði alltof hratt og hló lika of hátt. Þangað til ég heyrði það sjálf og þagnaði skyndilega. Til að afsaka mig, sagðist ég hafa fengið ákafan höfuðverk. — Þú verður að fyrirgefa mér, vina min, sagði hún bliðlega. — Mig langaði bara svo mikið til aö sjá þig og gleymdi bvi alveg hve veik þú hefur verið. En nú skal ég láta þig i friði. Ég er svo ánægð yfir þvi, að þér er að skána og að við fáum þig bráðum heim aftur. Hún leit á Charles. — Við verðum að passa hana vel, blessunina litlu. Charles sat hjá mér svolitið lengur, svo ég fékk tækifæri til að minnast á Jackson, án þess að hún heyrði til okkar. Mig langaði nefnilega til að tala við Jackson i einrúmi og sagði Charles að ég • vildi gjarnan hitta hann. — Hann bjargaði svo sannar- lega lifi minu, mig langar til að þakka honum lifgjöfina. Jackson kom daginn eftir. ^Mér brá, þegar ég sá hann, hann leit út fyrir að vera tiu árum eldri. ' Þessi magri maður, sem venju- lega gekk beinn og keikur, var nú hokinn og augun voru rauðrennt, eins og hann hefði lengi verið svefnvana. Ég bauð honum sæti á stól við rúmið mitt og spurði hann hvernig honum liði. Hann reyndi að brosa. — Mér liður ágætlega. Enég ákviðaðláta hann ekki komastupp með undandrátt. Nú ætlaöi ég að neyða hann til að tala við mig i einlægni. Ég bað hann að segja mér nákvæmlega hvað hefði skeð þarna um kvöldið. Hann sagðist hafa farið fram i eldhúsið, skrúfað fyrir aðalleiðsluna á gasinu og setzt svo viö að lesa dagblöðin. Hann var rétt búinn að lita yfir þau, þegar frú Trendennis hringdi á hann. — Hringdi hún... svona seint? • — Já, frú. Hún veit að' ég fer alltaf seint i rúmið. Hún sagöi að sér væri illt i höfðinu og baö mig að laga fyrir sig te. Ég opnaði þá fyrir gasiö og setti ketilinn yfir. Ég lá grafkyrr, næstum ótta - slegin yfir þvi sem hann segði næst. — Svo fór ég inn til hennar meö teiö. Hún sat i einum af stóru hægindastólunum og mér fannst hún ákaffega föl.Þegar ég ætlaði að fara, kallaði hún til min og... Rödd hans várð þvogluleg af geðshræringu. Hún hafði þá beðið hann að ná i tebolla handa sjálf- um sér og drekka henni til sam- lætis. Hún sagði að sig langaði til að ræða við hann um Tregarran, þar sem þau hefðu bæði verið þar Svo lengi og væru nú að verða gömul saman. Hún hafði talað nokkuð lengi. Hann sagði að lik- lega gæti éggertmér i hugarlund, hve ánægður hann hefði verið yfir þvi hve vingjarnleg hún var við hann. Það mátti ennþá heyra ánægjuna i rödd hans. Hún bauð mér að setjast i ann- an hægindastól andspænis sér. Hún var eiginlega mjog ólík sjálfri sér. — Hvernig? — Hugsandi....kannski svolitið döpur. Hún fór að tala um eldri son sinn, sem hefði dáið allt of ungur, um sina eigin æsku. Ég hef aldrei séð hana neitt lika þvi, sem hún var. Þau höfðu setið þarna og talað saman i næstum tvær klukku- stundir. Allan þennan tima var opið fyr- ir gasið og það streymdi út i her- bergið, þar sem ég lá sofandi. Klukkan var orðin tvö, þegar hann loksins fór frá henni. Hann bar tebakkann fram i eldhúsið og skrúfaði fyrir gasið. Það hafði sennilega bjargað lifi minu. Það var miskunnarlaust að pina hann til að tala um þetta, en ég varð að gera það, ég varð að vita vissu mina. — Og hvað skeði svo, Jackson? Hann hafði haft áhyggjur af gasinu og gengið um gangana, til að vita hvort allt væri i lagi. Þeg- ar hann kom að dyrunum á her- berginu min, fann hann gaslykt- ina. Hann barði að dyrunum og kallaði til min/ en fékk ekkert svar. Þegar hann fann að dyrnar voru læstar, varö hann órrólegur. Frú Trendennis var alls ekki komin i rúmiö og hún hafði hjálpað honum að vekja þjónustufólkið. Svo höfðu einhver þeirra hjálpast að við að brjóta upp dyrnar og fundið mig liggj- andi á gólfinu við hliðina á rúm- inu. Hann forðaðist að lita i augu min. Ég sagði: — Ég held að þér hafið ekki at- hugað neitt af hinum herbergjun- um, Jackson, þér genguð beint upp til min, er það ekki rétt? Hann varð náfölur og svaraði ekki. — Maðurinn minn heldur að ég hafi ætlað að svipta mig lifi. Það halda það allir. En þér haldið það eklji, Jacksoh. Er það? Hann hristi höfuðið en sagði ekki neitt. — Ég veit að þér haldið það ekki, sagði ég. — Þér hélduð það heldur ekki i fyrra skiptið, þegar ég var næstum drukknuð. Yður grunaði eitthvað, — alveg eins og i þetta sinn. Það er allt annað, sem þér haldið. Hann hristi höfuðið og vonleys- ið var mjög auljóst. — Nei, frú, mig grunaði ekki neitt. — Jú, ég veit það. Og ég veit hvað það var. Þér þekkið frú Trendennis betur en nokkur ann- ar, jafnvel miklu betur en hennar eigin sonur. Ég veit að yður grunaði margt, eftir að það var ljóst, að ég gæti ekki eignazt barn og þér voru hræddur við það, sem hún gæti fundið upp á. Þér vissuð að hún myndi reyna að ráða mig af dögum. — Nei, frú, þetta megið þér ekki segja. — Jú, Jackson. Hún fór upp i herbergið mitt til að opna gas- kranann. Hún þóttist ætla að sækja þetta albúm og hún fór i leiðinni inn til min Hann saup hveljur. — Nei, sagði hann, — þetta hlýt- ur að hafa verið af slysni. Það getur alls ekki verið, að hún hafi gert þetta..... — Hvers vegna segið þér þá ekki eins og hitt fólkið, Jackson? Að ég hafi sjálf skrúfað frá gas- inu, til að svipta mig lifi. Hann hristi ennþá höfuðið. Hann sat þarna og fól andlitið i höndum sér og ég sá að tár runnu milli greipanna og ég sá að hann titraði. Ég kenndi sárlega i brjósti um hann. Þetta hlaut lika að vera hreinsunareldur fyrir vesalings gamla manninn! Hann leit svo hægt upp og beint á mig. — Hvað hafið þér hugsað yður að gera, frú? — Ég ætla að segja Charles þetta. Ég á ekki annarra kosta völ. Hún reynir örugglega að myrða mig einu sinni ennþá og ég get alls ekki látið það ganga svo langt. Hún er tillitslaus og vond manneskja. — Nei, hún er ekki vond manneskja, sagði hann,—En hún er helsjúk, hún á kannski aðeins nokkrar vikur eftir ólifaðar. Hún er lika mjög óhaming-jusöm, sjúk á sálinni, en hún er ekki vond. Ég hefi þekkt hana alla hennar ævi og ég veit það. Segið ekki frá þessu, frú ég bið yður um að gera það ekki. Herra Charles er einka- sonur hennar. — En ef hann fær nú ekki að vita það.... — Haldið þér að yður takist nokkurn tima að sannfæra hann um að móðir hans geti gert sig seka um slikt athæfi, að hún geti framið morð? Verður það ekki frekar ásökun á þann sem segir honum það? Mér var ljóst, að hann hafði á . réttu að standa. Nei, ég gat ábyggilega aldrei fullvissað hann um slikt. Ég sá nú hve djöfullega Lydia Trendennis hafði ofið þennan vef. Það var lika örugglega hún og engin önn- ur, sem hafði breitt út orðróminn úm ófrjósemi mina. Svo hafði hún komið fólki til að trúa þvi hve óhamingjusöm ég væri vegna þess. Með slóttugheitum hafði hún lengið alla, jafnvel Charles, til að trúa þessu, trúa þvi,að taug- ar minar væru i megnasta ólagi, já, að ég væri orðin sjúk á sálinni og niður brotin. Ég gat að visu höfðað til þess, sem Jackson hafði sagt mér, en myndi Charles trúa honum frekar en móður sinni? Nei, aldrei að ei- lifu. Það eina, sem fengist við það, yrði örugglega að Jackson yrði einfaldlega sagt upp starf- inu. Hún myndi i reiði sinni leggj- ast á þennan gamla mann, sem hafði þjónað henni alla hennar æfi. Og hann elskaði hana og Tre- garran ofar öllu á þessari jörö og það myndi riða honum að fullu. Nei, mér voru allar bjargir bannaðar. Aður en ég horfði i biðjandi augu hans, var mér ljóst, að ég gæti ekkert gert i málinu. Ég varö að halda mér saman. Hann skildi það lika Hann stóð upp og hneigði sig, án þess aö segja nokkurt orð. Svo var hann horfinn. 16 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.