Vikan


Vikan - 07.03.1974, Qupperneq 17

Vikan - 07.03.1974, Qupperneq 17
Þrátt fyrir allt, sem á undan var gengið,.varð ég ánægð, þegar ég fékk leyfi til að fara heim til Tregarran. Nii gat ég séð Charles daglega og talað við hann og fundið öryggið viö nærveru hans. Ég reyndi að hugsa ekki um þá daga, þegar hann væri neyddur til að fara að heiman. Ég varð að leggja mig, strax eftir að ég var komin heim. Þrek- in, eldri kona, sem minnti mig allra helzt á fangavörö beið min. Það var systir Turner, sem átti að vaka yfir mér á nóttunni. 1 fyrstu var ég hrædd við hana, vegna þess að ég hélt aö það hefði verið fruTrendennis, sem hafði ráðið hana, en svo komst ég að þvi, mér til hugarhægðar, að það var Charles, sem hafði ráðiö hana upp á eigið eindæmi. 1 fyrstu var ég ákveðin i að afþakka alla hennar þjónustu, en svo sá ég að það var heimskulegt. Ég var lika svo lasburöa. Charles hafði flutt sig inn i næsta herbergi. Mér fannst mjög gott að vita af honum þar. Ég.komst fljótlega að þvi hve vel frú Trendennis hafði gengið fram.i þvi að breiða út um mig óhróðurinn. Gilbert læknir kom daglega og einu sinni heyrði ég hann segja við Charles að hann áliti að sjúkdómur minn væri frekar sálræns eðlis en likam- legs. Þaö var greinilegt að hann hafði látið blekkjastog trúði þvi fastlega, að ég hetöi tvivegis reynt að svipta sjálfa mig lifi og að taugar minar væru i mjög slæmu ásigkomulagi. Mér skyldist lika, að systir Turner var beinlinis ráðin til að gæta þess, að ég reyndi ekki fleiri sjálfsmorðstilraunir. Fyrstu tvær vikurnar eftir að ég kom heim til Tregarran aftur, sá ég aldrei neitt til tengdamóður minnar. Hún kom að visu upp fyrsta daginn og bauð mig vel- komna heim, en hún fann örugg- lega óvild mina og fór fljótlega frá mér. Nú, þegar ég var orðin svo viss um morðtilraunir henn- ar, var mér ekki mögulegt að látast fyrir henni, gat ekki einu sinni ávarpað hana vingjarnlega. Sá, sem kom þvi til leiðar, að ég hitti hana aftur og kom á stað nýrri óttatilfinningu hjá mér, var Charles. En þótt ég væri ákaflega leið yfir þvi, gat ég ekki ásakað hann. Hann vissi ekki betur og vildi mér aðeins vel. Hann þurfti nauðsynlega að fara til Exeter og myndi ekki geta komið heim fyrr en seint um kvöldið. Fram aö þessu hafði frú Bennett setiö hjá mér á daginn, þar til Charles kom heim og sat hjá mér þangað til systir Turner kom á kvöldin. En þetta kvöld vildi ég helzt fá að vera ein. Við morgunveröinn sagði hann: — Ég bað mömmu að sitja hjá þér i kvöld, Madeleine, og hún var mjög ánægö yfir þvi. Ég fann hvernig óttinn greip mig, eins og isköld bylgja. Hann hlautað hafa séð það, þvi að hann hrökk við og leit undrandi á mig. Ég varð að taka á þvi semgat,til að láta ekki heyrast á mæli minu. — Ég get svo vel verið ein, Charles. Ég hefi alls ekki i huga að svipta mig lifi. Ég veit ekki hvað þú hugsar né hversvegna alltaf er einhver til að hafa gætur á mér, .dag og nótt. Þetta er bók- staflega hlægilegt. Ég hefi aldrei reynt aö svipta mig lifi, hvað sem móöir þin kann aö hafa sagt. Ég vil helzt fá að vera ein i kvöld, Charles. En mér var vitaskuld sjálfri full vel ljóst, að það var vita gagnlaust fyrir mig, að berjast gegn þessari konu, sem var sjúk og að dauða komin. Hún notaði þetta lika sem vopn með þvi gat hún þvingað Jackson, til að gera allt sem hún vildi, þvingað hann til að þegja yfir öllu og koma i veg fyrir að sonur hennar sæi hlutina i réttu Ijósi. og nú, þegar hann minnti mig á, að ég yrði að reyna að vera góö við hana og sýna henni tillit, þótt það væri kannski erfitt og að það væri leiðinlegt ef óvinátta væri milli okkar, þegar hún kveddi þennan heim, var það eins og rödd þessarar grimm- lyndu konu talaði i gegnum hann. Ég féll i faðm hans og gat ekki haldið aítur af tárunum. Hann klappaði mér bliðlega. — Svona nú, — svona nú, ástin min Þú verður að skilja að eng- inn vill þér neitt illt. öllum þykir vænt um þig og gera allt til að hjálpa þér. Þú verður að skilja það. Hann bað mig um það, að láta að minnsta kosti einS óg mér væri vel til hennar. Hann var jafn elskulegur og þolinmæði hans var takmarkalaus. Hann sagöist skilja vel, að þetta tal hennar um viögang Trendennis ættarinnar færi i taugarnar á mér, en ef ég vildi nú bara reyna að láta þaö ekki hafa áhrif á mig. Hverju gat ég svarað? Ég kinkaði kalli og þorði varla að leiða hugann að þvi, hvað þetta gæti kostað mig. Um kvöldið snerti ég varla matinn og frú Bennett hristi dauflega höfuðið, þegar hún fór með bakkann frá mér. — Þér borðið minna en spör- fugl, frú. Þér i\áiö aldrei heilsu með þessu. Viljið þér nú ekki reyna að boröa nokkra munnbita i viðbót. — Nei takk. — Viljið þér þá ekki fara að sofa núna? Það er alltof erfitt að sitja hérna i stólnum þangað til frú Turner kemur. Þér getið talað við hana, þó að þér séuð komin i rúmiö. En ég ætiaði alls ekki að vera komin rúmið, þegar frú Trendennis kæmi. Þótt ég væri veikburða, þá var ég ekki eins hjálparvana, ef ég sat i stólnum. Stundvislega klukkan hálf átta heyrði ég fótatakið fyrir utan dyrnar. Frú Bennett tók prjónana sina og spurði hvort mig vantaði Framhald á bls. 36 10. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.