Vikan - 07.03.1974, Blaðsíða 25
Tina Turner, The sexational
Mrs. T, hefur nú um árabil verið
haldgott myndaefni fyrir ljós-
myndara. Hún hefur ásamt
manni sinum, Ike, verið i fremstu
viglinu i Bandarikjunum nú um
nokkurra ára bil. Það er hins veg-
ar ekki tónlistin, sem skipað hef-
ur fyrsta sætið hjá þeim, þvi allir
eru sammála um að hún sé ann-
ars flokks, heldur er það The
sexational Mrs, Turner, sem
menn, undirstrikað menn, sem
menn hafa komið að sjá. Við nán-
ari athugun á myndinni ætti að
vera hægt að gera sér i hugárlund
hvers vegna. Ike og Tina Turner.
eru fædd i Bandarikjunum
og hafa, eins og áður sagði, verið
nokkuð framarlega þar, sérstak-
lega á sviðinu. En i Englandi og
Evrópu hafa þau átt mun meiri
vinsældum að fagna. Er það mest
að þakka litilli plötu, sem kom frá
þeim árið 1966. Þar voru þau
með lagið River Deep, Mountain
High. Lagið hlaut gifurlegar vin-
sældir i Evrópu, en varð aldrei
mjög vinsælt i Bandarikjunum.
Producer i þvi laginu, þ.e sá sem
stjórnaði upptökunni, var sá
margfrægi Phil Spector, sem
seinna átti eftir að verða heims-
frægur fyrir samstarf sitt með
Bitlunum og fleirum. En það er
sem sagt vegna Tinu, sem þessi
mynd er birt. Hún klæðir sig yfir-
leitt eins litið og hægt er á sviði.
Menn ferðast fleiri hundruð kiló-
metra, aðeins til þess að horfa á
fnjaðmirnar á henni sveiflast i
takt við músikina, sem Ike, mað-
urinn hennar, framleiðir á bak
við hana á sviðinu. Hver skildi
trúa þvi, að hún eigi aðeins eitt
eða tvö ár i fertugt.
edvard sverrisson
3m
músík með meiru
10. TBL. VIKAN 25