Vikan


Vikan - 07.03.1974, Side 29

Vikan - 07.03.1974, Side 29
gosið var þar. Það mátti svo litið út af bera til þess að ekki þyrfti að spyrja frekar um þá, sem staddir voru i eynni og þó var eins og eng- inn gerði sér raunverulega grein fyrir hættunni. Þegar ég kom fyrst til Eyja eftir að gosið hófst og sá eldstólpana standa upp úr gignum rétt við bæinn, fannst mér þetta svo óraunverulegt, að mér flaug i hug mynd á tjaldi. Mér fannst einhvern veginn svo fjarstæðukennt, að svona gæti gerzt i byggð. Ég hafði séð eldgos áður, en á þau horfði ég með allt öðru hugarfari. — Að lokum langar mig til að spyrja þig að þvi Ölafur, hvað þú tækir þér fyrir hendur, ef þú hætt- ir störfum hjá sjónvarpinu? — Mér þykir sennilegt, að ég haldi mig við það svið, þar sem ég hef varið starfsævi minni fram að þessu, það er að segja fjölmiðlun. Með þvi móti myndi ég nýtá þá reynslu, sem ég hef öðlast með störfum að blaða- og frétta- mennsku, kvikmyndagerð og fleiru og þá þekkingu sem ég hef aflað mér um ýmsa þætti fjöÞ miðlunar hér heima og erlendis. En þá er aðeins spurningin, á hvaða vettvangi heppilegast væri að starfa, eftir að ég hætti hjá Sjónvarpinu, — en það vona ég að verði, áður en sjónvarpsáhorf- endur verða orðnir hundleiðir á mér. v. Helzt vildi ég geta sinnt sem flestum þáttum fjölmiðlunar jöfnum höndum ef ég breyti til á annað borð, og i stað þess að flytj- ast á aðra fréttastofnun, — hefði ég áhuga á að vinna við fyrirtæki, sem annaðist alhliða fjölmiðl- unarþjónustu fyr-ir ýmsa aðila. Þar gætu manni gefizt tækifæri til að „matreiða” mismunandi efni i það form, sem hentaöi hverju sinni, eftir þvi á hvaða vettvangi það ætti að bírtast. Þetta gætu verið ákveðnir og takmarkaðir þættir upplýsingamiðlunar, sem unnir væru i samvinnu við sér- hæft fólk á hverju sviði, en starfs- vettvangur sliks fyrirtækis væri mun viðtækari en almennt tiðkast til dæmis hjá auglýsingastofum hér á landi. Sem dæmi mætti , nefna undirbúning • upplýsinga- herferba um ákveðin mál, þar sem samverkandi væri fréttatil- kynningar,'greinar, viðtöl, aug- lýsingar i ýmsu formi og jafnvel stuttar fræðslukvikmyndir. A vegum sliks fyrirtækis gæfist manni jafnvel kostur á að annast vinnslu og útgáfu timarita eða bæklinga, sem ýmis félagasam- tök og stofnanir þurfa að gefa út, en eiga i erfiðleikum með að gera á eigin spýtur vegna skorts á sér- þekkingu og reynslu á þessu sviði. Og svo kæmi náttúrlega til greina að gera kvikmyndir fyrir Sjón- varpið. — En er slikt fyrirtæki til hér á landi? — Nei, ekki ennþá, — en hver veit nema það væri grundvöllur fyrir starfsemi þess. gildi um mig og alla aðra, sem urðu vitni að gosinu i Heimaey, að ég hef aldrei orðið eins snortinn við vinnslu frétta og þegar ég kom til Vestmannaeyja meðan Úlafur cins og við þekkjum hann úr sjónvarpinu. miðlum. Sums staðar erlendis hefur verið farið út á þá braut að skipta fréttatimum milli góðra og slæmra frétta, en vonandi verður þess aldrei þörf hér. — Hver er eftirminnilegasta frettin, sem þú hefur komið á framfæri? — Ég á erfitt með að nefna eina sérstaka frétt, en ég held að sama 10. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.