Vikan


Vikan - 07.03.1974, Síða 32

Vikan - 07.03.1974, Síða 32
ANÆGDUR ÞRÍHYRNINGUR Smásaga eftir Tourneville JAFNSKJÓTT og systurnar hittust, föðmuðust þær og kysstust. Sú dökkhærða, Lára, hafði komið til Parisar á einu af þessum sifejldu ferðalögum sin- um, og eins og hún var vön, lét hún það verða sitt fyrsta verk að hringja til Lovisu. ,,Það var nú einskær tilviljun, að þú skyldir hitta mig”, sagði Lovisa, ,,þvi ég er alveg á förum til Geneve. Starf mitt á vegum Sameinuðu þjóðanna er alltaf að aukast.” ,,Og Bernard er ekkert leiður yfir, að þú skulir alltaf vera á ferð og flugi?” spurði Lára, um leið og þær settúst við borð og kölluðu á þjón. „Bernard veit fullvel, að ég þrái að neyta hæfileika minna”, sagði Lára og bíosti. „Hann vill mér einungis það bezta. Hann er alveg einstakur eiginmaður”. , ,,Já”, anzaði Lára og kinkaði kolli. ,,hann er frábær maður. Og auk þesser hann svo myndarleg- ur”, bætti hún við. ,,En þú hefur nú alltaf verið svo smekkleg, elsku systir”. ,,Ætli við höfum nú ekki haft svipaðan smekk?” sagði Lovisa og brosti. ,,Það höfðum við alltaf, þegar við vorum telpur, man ég. Okkur geðjaðist að sömu litum, sömu blómum, sama matnum, sömu kjólunum...” ,,Og sömu strákunum!” tók systir hennar fram i fyrir henni. „Þeim líka, já...” Segðu mér, eruð þið ekki að hugsa um aÖ eiga börii?” spurði Lára. „Nei”, svaraði Lovísa, „mér finnst ég einhvern veginn ómögu- lega getað hugsað mér að standá i þvi að ala upp börn...” ÞJÓNNINN færði þeim kaffið, og andartak urðu þær að fella talið. Hver sá, sem gengið hefði framhjá þeim, mundi hafa haldið, að þær væru góðar vinkonur, en alls ekki systur, svo ólikar voru þær i sjón. Samt sem áður — eða ef til vill þess vegna — höfðu þær alltaf verið óaðskiljanlegar, þeg- ar þær voru litlar, og þær höfðu alla tíð verið fjarska samrýndar. Þær skrifuðust alitaf á. En engu slður en þær voru ólikar að ytra útliti, voru þær ólikar i sér: það haföi faðir þeirra, hershöfðing- inn, vitað upp á hár á sinum tima. Hann hafði spáð fyrir þeim, þegar þær voru seytján ára og alveg ný- komnar úr klausturskólanum i Sviss. „Telpur minar”, sagði hers- höfðinginn, „ég er alveg handviss um, hvað fyrir ykkur á að liggja. Lára á fyrir sér að giftast, senni- lega innan tiðar, vonandi auðug- um manni. En þangað til úr þvi verður, þarf hún að læra eitthvað, og mér hefur hugkvæmzt, að hún eigi að leggja stund á tungumála- nám”. „Ég hef ákaflega gaman af tungumálum”, sagði Lára, sem var einkar auðsveip dóttir. „Og hvað um framtið mina?” spurði ljóshærða dóttirin Lovisa. „Þú átt að brjótast áfram i lif- inu”, sagði hershöföinginn. „Þú ert hæfileikum gædd. Þú teiknar og málar og ert listræn. Ég þekki engan, sem er eins laginn að klippa út jólaskraut og þú. Þess vegna hef ég innritað þig i teikni- skóla hér i Pafis”. „En hvað það var fallega gert af þér elsku pabbi minn”, sagði Lovisa. „En verður Lára ekki lika hér i borginni?” „Nei, Lára á að fara til Lundúna”, sagði hershöfðinginn. „t Lundúnum talar fólk ensku, hef ég heyrt. Hún fer þangað eftir hálfan mánuð. Ég hef gengið frá þvi öllu”. „En, pabbi”, mótmælti Lára, „þú ætlar þó ekki að fara að senda mig til þessa ljóta, leiðin- iega og votviðrasama lands, þar sem fólkið lifir á steiktum fiski og þambar ónýtt te með houm?” „Það verðurðu að sætta þig við”, svaraði hershöfðinginn' mynduglega. „En þú skalt fá að birgja þig upp af lötum hér i borginni, áður en þú ferð. Ég skal skrifa ávisun handa þér”. Þetta hressti nú ögn upp á skapið i Láru. AUÐVITAÐ fór allt þetta alls ekki eins og hershöfðinginn hafði hugsað sér. Lára, sem átti að gift- ast, varð sú þeirra, er sá fyrir sér sjálf, en Lovisa lagði hins vegar dráttlistina á hilluna og giftist búsáhaldakaupmanninum Bernard, sem gerðist pjáturvöru framleiðandi. Lára, sem átti aö lára tungumál i Lundúnum, fékk áhuga á listdansi og gerðist þjálfuð dansmær, sem dansaði ekki einungis viðsvegar i Evrópu, heldur einnig i ýmsum skauta- revium. t hvert sinn, sem hún kom við i Paris, heimsótti hún Lovisu og mann hennar. Hún tók þátt i áhyggjum þeirra og fögnuði, fræddist um, hvernig gengi að innrétta nýja einbýlishúsið þeirra og hve hátt hlutabréfin i pjáturvöruverksmiðjunni væru skráð i kauphöllinni. t hvert sinn, sem systurnar hittust, var fögnuður þeirra jafn ferskur og innilegur, og þegar þær voru saman, var eins og þær yrðu aftur börn. Þá trúðu þær hvor annarri fyrir leyndarmálum sinum, striddu hvor annarri og dáðust hvor að annarri. Það fyrsta, sem þær sögðu, þegar þær hittust, voru venjulega gullhamrar hvor um aðra* „En hvað þú litur vel út, elsku Lovisa!” „Nýi hatturinn þinn fer þér al- veg framúrskarandi vel, Lára...” „Ertu búin að velja þér púður með öðrum litblæ? Þessi litur er reglulega flott..!” ,,Ó, hvað ég öfunda þig af greiðslunni þinni...” Síðan spurði Lára: „Hvernig liður honum Bernard? Ég vona, að hann sé góður til heilsu”. En Bernard varð aldrei mis- dægurt. t ÞETTA sinn svaraði Lovisa spurningunni um Bernard þannig: „Hann kemur og sækir þig hingað á hótelið, þegar hann kemur af skrifstofunni. Hann seg- ist ætla að bjóða þér til miðdegis- verðar i splunkunýju og geysilega dýru veitingahúsi”. „Nér”, svaraði svaraði Lára, öldungis forviða, „en ætlar þú þá ekki að borða með okkur?” „Þvi miður verðég að fara með siðdegislestinni til Geneve” and- varpaði Lovisa. „Skyldan kallar. Við höfum einhver ósköp að gera. Við erum að undirbúa nýju, stóru ráðstefnuna, sem þú hefur sjálf- sagt lesið um. En hann Bernard hefur lofað að annast um þig, og þú átt að búa hjá okkur”. Lára varð léttbrýn, þegar hún heyrði þetta, en sagði: „Er það nú viðeigandi.þegar þú ert ekki heima?” „Hvað áttu eiginlega við?” 'spurði Lovisa og fór að skelli- hlæja. „Heldurðu, að ég sé af- brýðisöm við systur mina?” „Bernard er mjög traustvekj- andi maður”, sagði Lára, „en ég skal ekki neita þvi, að ég vil held- ur sofa i gestaherberginu ykkar en i einu af þessum andstyggilegu hótelrúmum... Ég er alveg orðin dauðleið á þessum bannsettum hótelum”. „Ég skal segja þér nokkuð”, mælti Lovisa og tók yfir um §yst- ur sina. „Ég ætla að láta þig fá lykil að húsinu okkar. Ég er sann- færð um, að hann Bernard hefur ekkertá móti þvi. Þá geturðu litið á húsið okkar.eins og heimili þitt, þegar þú kemur til Parisar, og þá geturðu reitt þig á, að þú færð gott rúm, þó ég sé i Geneva og hann Bernard sé ef til vill i söluferð úti á landi”. „Það kann ég nu varla við að þiggja”, sagði Lára. „Lykilinn færðu, undir eins og ég hef látið búa hann til”, sagði Lovisa. Hún leit á úrið sitt. „Æ, klukkan er orðin svo margt. Ég verð þvi miður að þjóta af stað. En hann Bernard kemur sem sagt og sækir þig. Vertu nú góð við hann, þvi hann á það skilið”. „Ég skal vera honum eins og systir”, sagði Lára hugsi og lag- færði hárið á sér. Og systurnar föðmuðust og kysstust að skilnaðí. ÞREM mánuðum siðar sátu þær Lára, Lovisa og Bernard að miðdegisverði i vistlegu húsinu skammt frá Boulogneskóginum. Lovisa, sem var alveg nýkomin frá Geneve, hellti i glösin, þegar þau vorú komin að eftirmatnum. „Elsku Lárá min”, sagði hún og brosti góðlátlega, ,,ég er svo glöð yfir þvi, að þér finnst eins og þú sért heima hjá þér hérna i hús- inu og ég sé engarwveginn eftir þvi, að ég lél þig á sinum tima fá lykil að ibúðinni. En þvi miður hef ég orðiðþess vör-, að þú ert dálitið hirðulaus”. „Hirðulaus?” sagði Lára.,,Ég sem hélt, að ég væri svo reglu- söm”. „Ef til vill ættum við að segja gleymin” sagði Lovisa og tók sig á. „Viltu eina appelsinu i viðbót? Eða heldur ferskju?” Lára tók sér ferskju og rétti Bernard siðan ávaxtaskálina. „Af hverju finnst þér ég vera gleymin?” spurði hún. „Æ, bara af þvi að ég fann áðan morgunskóna þina — rúskinns- Framhald á bls. 37 32 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.