Vikan


Vikan - 07.03.1974, Side 36

Vikan - 07.03.1974, Side 36
Winther ÞRIHJOLIN vinsælust og bezt. Varahlutaþjónusta Spítalastíg 8 - Slmi 14661 - Pósthólf 671 Erfinginn Framhald af bls. 17. eitthvaö og svo sagði hún, að ég yrði að fara i rúmið i siðasta lagi klukkan niu. Frú Trendennis stóð grafkyrr innan við dyrnar, þangað til frú Bennett var farin út og ég fann dökk augu hennar hvila á mér. — Ég lofaði Charles i morgun, að ég skyldi sitja hjá þér, þangað til hann kæmi heim, sagði hún. — Sú er ástæðan fyrir þvi að ég kom til þin. — Ég veit það, sagði ég eins ró- lega og mér var mögulegt. — Viltu ekki fá þér sæti? — Þakka þér fyrir. Hún settist i stól sem stóð milli rúmsins og dyranna. Þegar ljósið féll á andlit hennar, sá ég að hún var orðinn ennþá magraTi Það var eins og kjóllinn héngi á öxlum hennar og hálsin var orðinn enn- þá hrukkóttari. Hún sat bein i stólnum og engin sérstök svip- brigöi voru sjáanleg á ásjónu hennar. Hvorug okkar sagði nokkurt orö um hrið. Ég átti von á þvi, að hún myndi reyna að koma mér i uppnám, til að geta frekar sannaö mál sitt um taugaástand mitt. En hún horföi aðeins á mig og lokum get eg ekki þagaö leng: ur. — Hvað ertu að horfa á? spurði ég. — Finnst þér kannski undar- legt, að ég skuli vera ennþá á lifi? Að þér hafi ekki tekizt að kála mér? Hún brosti og brosið iýsti kaldri fyrirlitningu. — Það er ekki óalgengt, að fólk sem gengur með sjálfsmorðs- hugsanir, kveljist lika af of- sóknarbrjálæði, sagði hún. — Ég er lengi búin að verða vör við þessh áttar viðleitni hjá þér. Ég held við verðum að fara að taka þetta alvarlega. — Hvað áttu við með þvi? — Ég á við það, að hæli fyrir taugaveiklað fólk myndi henta þér vel vina min. Ég skal tala um það við Charles.... Hún var en.nþá eins og grimmd- in uppmáluð, þar sem hún sat og ég sagði það við hana. Ég bók- staflega öskraði upp yfir mig, sagði að hún ætlaði að koma mér fyrir kattarnef, áður en hún sjálf hrykki upp af. Ætti hún ekki held- ur að reyna að komast i sátt vð guð og menn? Þá fór hún að hlæja, lágt en uggvænlega lymskulega. — Guö! Mikill dæmalaus bjálfi geturðu verið. Ég hefi nú ekki mikinn áhuga á slikum barna- skap. — En... Röddin sveik mig andartak. Ég sá i sjónhendingi hvernig hún.sá það nú fyrst i skýru ljósi. Hún trwði alls ekki á guð, eða yfirleitt nokkuð annað og heldur ekki á lif eftir dauðann. Og hún var að dauða komin.... — Já, ég sé að þú skilur þetta allt saman núna. Það er rétt hjá þér, ég trúi ekki á lif eftir dauð- ann. Það er aðeins einskonar framhald lifsins, sem ég trúi á, eini möguleikinn til að lifa eftir dauðann og það er i börnum sin- um og barnabörnum, ættarbönd, ættarblóðið, sem aldrei má fjara út. Þetta er það eilifa lif, sem er miklu mikilvægara en sú himna- rikisvist, sem tr-úaðir bjálfar leggja allt sitt traust á. Hún var nú staðin upp og'stóð fyrir framan mig. — Þú sérð nú kannski hvað þú hefur gert mér, sagði hún. — Ast min og tryggð til fjölskyldu minn- ar er ekkert hégómamál. Það eru min trúarbrögð og þetta hefur þú tekið frá mér. Ég hrökk sannarlega i kút og ofboðsleg hræðsla greip mig. — En þér er nú orðin ljós sekt þin, Madeleine, hélthún áfram. — Þessvegna hefur þú tvisvar reynt að svipta þig lifi, er það ekki rétt? Þaö væri liklega það bezta sem þú getur gert úr þessu. Við hefð- um ekki átt að gera svona mikið til að bjarga þér. Ég var bókstaflega oröin mál- laus. En hönd min, sem ég studdi á borðið, hafði nú fundið nokkuð handbært, — litla silfurbjöllu, sem ég reyndar hafði aldrei notað, vegna þess að ég hafði ekki þurft á henni að halda. Nú var ég biiiii að ná henni og hristi hana ákaft, svo hljómur hennar glumdi um herbergið Næstum þvi á sömu stundu voru herbergisdyrn- ar opnaðar og Jackson kom inn, hinn háttvisi þjónn fram i fingur- góma. — Voruð þér að hringja, frú? En ég sá allt annað en þessa spurningu i angistarfullu augna- ráði hans. Frú Trendennis sneri sér reiðilega við. — Við þurfum ekkert á yður að halda, Jackson, þér getið fariö. En hann haföi ekki af mér aug- un. — Nei, farið ekki. Verið hér kyrr. — Já, sjálfsagt frú. Svo varð stutt og þrúgandi þögn, sem frú Trendennis rauf eftir stundarkorn. — Ég sagöi að þér gætuð farið! Við viljum alls ekki hafa yður hér. Skiljiö þér það? Hann leit fram hjá henni, beið þvi, sem ég myndi segja og taugaspennan, sem lýsti úr aug- um hans gaf til kynna, hve mikiö þetta myndi kosta hann. En ég gat ekki þyrmt honum. Til þess var ég alltof óttaslegin. — Komið inn, Jackson. Þetta er mitt herbergi og ég býö hingað hverjum sem mér þóknast. Ef það hentar ekki frú Trendennis, þá getur hún bara fariö. Ég gleymi ábyggilega aldrei svipnum á henni, þegar hún skundaði til dyra.: : ’ . — Þetta er i fyrsta sinn .á æv- inni, ,sem mér er visað' á dyr vegna vesæls þjóns, sagði hún, — Aumkunarlegs gamals marins, sem ég I miskunn minni hefi haldið hér á heimilinu, þótt hann sé fyrir löngu orðinn einskis nýt- ur. Ég tala um þetta við Charles um leið og hann kemur heim i kvöld. Hún leit með fyrirlitningu á Jackson um leið og hún gekk út og skellti á eftir sér hurðinni. Hann stóð grafkyrr, rétt eins og eldingu hefði slegið niöur i hann og á ásjónu hans \a r hryggðarsvipur. Sögulok i næsta blaði. RENNIBRAUTIR Rennibrautir aftur fáanlegar með útskornu millistykki. Fylla þarf út 125x46 cm. Sendum I póstkröfu. Greiðsluskilmálar. (Athugiðl Kaupum einnig 'stramma, útfylltan). NÝJA BÓLSTURGERÐIN Laugavegi 134, sími 16541. 36 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.