Vikan


Vikan - 25.07.1974, Síða 39

Vikan - 25.07.1974, Síða 39
þeirljósbjarma út um gluggann á einhverju bóndabýlinu. Fenning sagði. Allir þessir sumarkofar. Hvernig i fjandanum... — Ef hann er þar, þá finnum við hann. Ljósið skein á vatnið og daufa þokuna, sem steig upp frá þvi. Vegurinn bugðaðist eftir bakkanum. Lögregluþjónninn hægði á. sér. Það lágu mörg hjólaför inn i skóginn, eftir sumargestina. Fenning sneri út af veginum og ók eftir útvöðnum slóða. — Þessi liggur vist að einum skúrnum, sagði hann. Bfllinn kom að hvitmáluðu húsi á bakkanum ökuljósin skinu fram hjá þvi og út á vatnið. Húsið var ljóslaust og allt harðlæst. Þar var enginn bill og grasið kring um innganginn var óbælt. — Nú! sagði Fenningog það var likast þvi sem hann væri að bölva. Hann sneri bilnum við og ók hægt áleiðis að veginum. Þeir fundu annan mjóan stig milli trjánna, og komu svo að öðru húsi. — Enginn hér! En sé hann ekki hérna við vatnið, þá hvar? En Viktor er hér einhvers staðar. En þa sáu þeir yfir vatnið ljóskeilu, sem hreyfðist hægt áfram, en hvarf siðan. — Sástu þetta, Elgur, sagði Fenning. Það hlýtur að vera billihn hans. Ljósið kom aftur fram, likast klunnalegum fingri. Svo var það horfið aftur. Fenning sneri bilnum við og ók eftir þvi, sem vondur stigúrinn leyföi. Þegar hann kom á veginn, setti hann bilinn á fulla ferð án þess að- skeyta um beygjurnar. Enn sáu þeir ljósin i hinum bflnum. Nú voru þau komin nærri. Fenning snerti flautuna. Hljóðið var eitthvað framandlegt og óhugnanlegt i næturkyrrðinni. Þeir sáu ljósið gegn um skóginn, en nú var þar kyrrt. Þegar þeir komu fyrir næsta horn sáu þeir Moline lækni. Hann var farinn út úr bilnum og hljóp nú til þeirra og veifaði báðum höndum. Fenning stanzaði og læknirinn kom hlaupandi til hans. — Ert þetta þú, Rósa? Elgur steig út úr bilnum og Fenning á eftir honum. — Elgur! kallaði læknirinn. Hann stóð i bjarmanum af ljósinu og skelfingin skein út úr honum. — Hvað hefur komið fyrir hana Rósu? — t guðs bænum. Lew reyndu að taka þig saman. Rósa kom ekki hingað. Við vitum ekkert, hvar hún er. Fenning sagði: — Við finnum hana á morgun. — A morgun getur það verið um seinan. Elgur greip i handlegg læknisins. — Taktu þig saman. Hvað um hana Mildred Sorren? Hvað ætlarðu að gera með hana? — Ég veit, að hún er tæpt komin, En... — En fjandinn hafi það, þú verður að koma þangað núna. Ef Rósa hefur á annað borð ætlað að ná séri karlmann i nótt, þá er það að minnsta kosti búið og gert. Hún hefur ekki verið neitt að biða eftir þér.. — Þetta máttu ekki segja, Elgur. Segðu þetta ekki. Ég vil fá hana aftur. Ég má ekki missa hana. — Þú missir hana aldrei. Svo heppinn verðuðu aldrei. Læknirinn reyndi að gera gott úr þessu. — Þér er nú illá við hana. Þú þarfnast hennar ekki eins og ég geri. Elgur snéri sér að Fenning.— Ég vona, að þú farir aldrei að segja neinum, hvernig læknirinn ber sig. — Ég er þögull eins og prestur, sagði Fenning. — Og ég náði i þetta meðal fyrir þig. læknir. Það er heima hjá Sorren. Við skulum koma okkur þangað. Elgur sagði: — Ég skal verða lækninum samferða til baka. Læknirinn reyndi að komast burt. Hann hriðskalf. — Lofaðu mér að gá i hinum kofunum, Elgur. Ég verö að finna hana. Vogar- merkift 24. sept. — 22. okt. Þú getur lagt merki- legu máli lift þitt á einkar skemmtilegan hátt á mánudags- kvöldifi og þá skalt þú ekki setja þig úr færi afi gera þaö. Einhverj- ar blikur eru á lofti á vinnustafi, en þær hjafina von bráöar. Dreka- merkift 24. okt. — 22. nóv. Einhver úifúö hefur risiö milli þin og ná- granna þinna og skaltu reyna aö veröa fyrri til aö jafna á- greininginn, þvi aö annars getur hann haft óbætanlegar af- leiöingar, bæöi fyrir þig og nágrannana. Bogmanns- merkift 23. nóv. — 21. öes. Þessi vika er einkar skemmtileg hjá þeim, sem fæddir eru milli tiunda og fimmtánda dags desembermán- aöar og þeir eiga eftir aö minnast þessara daga lengi. Hinir eiga lika skemmtilegar stundir i þessari viku. •Hann pabbi hennar sagði, að hún hefði farið burt með einhverjum. Einhverjir menn komu hingað meö honum Viktor.... — Karlskrattinn er erkilygari. Það veiztu. Það versta, sem getur hafa átt sér stað, er, að hún hefði náð sér í karlmann. Og það eru konur vanar að lifa af. Farðu nú upp í bilinn. Læknirinn dróstaf stað Það var llkast þvi sem væri hann beinlaus. Hann reikaði I spori eins og gamalmenni. — Ég hefði ekki átt að yfirgefa hana Mildred. En ég gat bara ekki neitt meira fyrir hana gert. Nú er það bara á guðs valdi eða sjúkdómsins eða hvað það nú er. Ég var búinn að gera það sem ég gat. — Vertu ekki að blekkja sjálfan þig Lew. Þú gerðir ekkert. — Ég veit það. En ég gat ekki að þvi gert. Það var eitthvað sem greip mig. Kviði. Ég hef aldrei vitað annað eins. Ég varð bara að halda mér i hreyfingu. Svona áhyggjur geta steindrepið mann. Hann renndi sér inn i bilinn og Elgur á eftir honum. Fenning var þegar búinn að snúa sinum bil, og hávaðinn i honum, smádó út. Það eru eftir einir tveir kofar sem ég komst ekki i. — Nei. Lew. Nú hættir þú að leita. Komdu þér af stað. Mér liður orðið skár. Það er ekki eins hræðilegt, nú þegar þú ert hjá mér. En áður. Allt var svo grátt og dapurlegt. Mér hefði verið hægara að deyja. Þú skilur ekki, hvað ég elska hana. — Ég trúi þvi varla Lew? Þú þarfnast hennar bara. Til þess að styðjast við. Til þess að breiða yfir veikleikann þinn og svo kallarðu það ást, eins og okkur hættir til að gera. Það var eins ,og læknirinn hefði ekki heyrt til hans. Hann setti bflinn i gang og hafði vandlega auga með veginum, rétt eins og hann byggist við að koma auga á Rósu. Á leiðinni sagði hann: — Ég hefði vel getað dáið af allri þessari hræðslu. Blóðið getur setzt fyrir i heilanum. Elgur sagði: — Rósa er ekki annað en hreinasti hænsnamatur og þú ert farinn að gefa henni rétt á að fyrirlita þig. — Mér er sama þó hún fyrirliti mig. Bara ef hún fer ekki frá mér. Þú hefur enga hugmynd um, hvernig ástin er. — Ast getur snúizt upp I hatur — hefur þér aldrei dottiö það i hug? Jafnvel orsakaö morö. Haítu bara áfram að kalla þetta ást Þú ert ofhræddur til þess að nefna tilfinningar réttu nafni. Sá sem verður fyrir slikri ást heldur áfram aö halda, að það sé ást en veit hins vegar ekki, að hnifur biður reiðubúin til aö skera hana á háls. En við skulum hætta þessu kjaftæði og koma okkur áfram. Hann Fenning er kominn langt á undan. Þegar læknirinn og Elgur komu heim til Sorrens, loguðu þar öll ljós. Tvö börn sváfu á legubekk, þar sem þeim hafði verið komið fyrir yfir nóttina. I svefnher- berginu, við hliðina á stofunni lágu hin- börnin sofandi I tvilyftum kojum. Mennirnir gengu gegn um stofuna og inn i svefnherbergiö. Fenning, Sorren og frú Wetch, stóðu við fótagaflipn á rúminu. Hjartað i lækninum hætti að slá. Þau, sem við rúmrð stóðu, snéru sér við — Sorren gekk til læknisins. — Þú hefur þá komizt alla leið. Fenning sagði, mér, að bfllinn hefði eitthvað verið i ólagi. Læknirinn svaraði þessu engu. Hann gekk að rúmi konunnar og greip höndina á henni. Hún var heitog þurr — ekkiköld, ekki rök! Það var eins og hjartað i honum lifnaði við aftur. Þegar hann kom inn i herbergið hafði hann verið eins og ringlaður af viðbjóöi á sjálfum ser. Hann hafði gengið eins og blindandi -En nú fór hann að fá fulla sjón, og hann sá hreyfinguna á hálsinum og brjóstinu á henni, og andardráttinn. Hann tók um úlnliðinn á henni en hún var hann bara ekki viss um æðasláttinn af þvi að hans eigin hjartsláttur ruglaði fyrir honum. Framhald I næsta blaði. Geitar- merkift 22. des. — 20. jan. Nú leikur allt i lyndi hjá þér og_ leiöindin, sem þú varöst aö liöa i siöustu viku, eru al- gerlega rokin út i veö- ur og vind. Reyndu aö gera allt, sem þú get- ur, til aö viöhalda góöa skapinu, þvi aö þaö er gulls igildi. Vatnsbera- merkið 21. jan. — lfl f.-hr Nánir vinir þinir leita á náöir þinar og þá gefst þér tækifæri til að reynast sannur vin- ur i raun. Þetta tæki- færi skaltu ekki láta ganga þér úr greipum, þvi aö vinir þinir munu iauna þér hjálp- ina margfalt siöar. Fiska- merkift 20. febr. — 20. marz Nú virðist margt benda til þess aft loks sé komið aö þvi, aft gamli draumurinn þinn rætist og þú getir veitt þér allar þær lystisemdir, sem þig er búiö aö dreyma svo lengi um. Gakktu samt hægt inn um gleöinnar dyr. 30. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.