Vikan


Vikan - 05.12.1974, Blaðsíða 28

Vikan - 05.12.1974, Blaðsíða 28
SYKURSNAUÐUR 100 grömm af óblönduðum safa í inniheldur 1 aðeins 105 I hitaeiningar Þaö var veriö að dansa úti i garöinum, gamlir menn ýttu ung- um stúlkum aftur á bak i sifellda hringi, en þaö fólk sem yngra var og betur meö á nótunum, tók þétt utan um hvort annaö eins og tizka var og hélt sig meir afsiðis i horn- unum. Margar ungu stúlknanna dönsuöu einar eða fengu að gripa i trumbu eöa banjó hjá hljóm- sveitinni. Um miðnætti hafði ká- tinan enn áukizt. Vinsæll tenór- söngvari haföi sungið á itölsku og viökunn kontraaltósöngkona haföi sungiö jazz. Milli atriða brugöu ýmsir á leik i garðinum, meö alls konar uppátækjum, meöan ómur af glöðum og á- hyggjulausum hlátri barst upp i sumarhimininn. Tvær stúlkur, sem seinna kom á daginn aö voru stúlkurnar i gulu kjólunum, fluttu leik á sviöinu, þar sem þær komu fram i barnafötum, og kampavin- iö var boriö fram i glösum á stærð viö mundlaugar. Tungliö færðist æ hærra upp á himininn, og úti á sundinu merlaði þrlhyrningur úr silfruöum smáflögum, sem sýnd- ust titra i takt við hvella hljóma banjósins i garðinum. Ég var enn I för meö Jordan Baker. Viö sáium viö borð ásamt manni á aldur við mig og f jörugri stelpu, sem skellihló af minnsta tilefni. Mér var tekiö að lika lifið. Ég haföi nú drukkið úr tveimur kampavinsglasanna, sem voru á Thule Framleiddur úr hreinum appelsínusafa stærö við mundlaugar, og um- hverfið hafði tekið breytingu fyrir augum minum og var orðið fullt af mikilvægi, og dýpri merkingu. Þegar hlé varð á glaumnum, leit maðurinn á mig og brosti. — Ég kannast við andlitið á þér, sagði hann kurteislega. — Varst þú ekki I Fyrstu deild i striðinu? — Jú, ég var I Tuttugustu og áttundu fótgönguliðssveit. — Ég var i Sextándu, þar til i júni, nitján hundruð og átján. Ég vissi að ég hefði séð þig einhvern tima áður. Viö ræddum nokkra stund um votu og gráu litlu sveitaþorpin i Frakklandi. Augljóst var að hann bjó hér nærri, þvi hann sagði mér frá þvi að hann hefði fest kaup á flugbáti og ætlaði sér að reyna hann morguninn eftir. — Viltu koma með mér, laxi. Viö förum niður að ströndinni hér við sundið. — A hvaða tima? — Hvenær sem þér hentar. Ég ætlaði að fara að spyrja hann að nafni, þegar.Jordan leit til min og brosti. — Skemmtir þú þér vel núna? spurði hún. — Miklu betur. Ég sneri mér aftur að hinum nýja kunningja minum. — Þetta er óvenjulegasta samkvæmi, sem ég hef komið i. Ég hef ekki einu sinni séð gest- gjafann. Ég bý þarna handan við, F.Scott Fitzgerald og... Ég benti i átt að gerðinu, sem reyndar sást ekki — og þessi Gatsby sendi bilstjórann sinn til min með heimboð. Eitt andartak leit hann á mig, eins og hann skildi ekki hvað ég var að fara. — Ég er Gatsby, sagði hann allt I einu. Thule BLANDAÐUR AVAXTA Appelsín og ananas — Hvað þá'. brauzt upp úr mér. — Ég bið afsökunar... — Ég hélt að þú vissir það, laxi. Ég er hræddur um að mér hafi oröið á sem gestgjafa. Hann brosti, fullur skilnings, — já, meira en það. Þetta bros var svo sjaldgæflega fullt samúðar og hughreystingar, aðslikt bros geta menn vart búist við að sjá oftar en f jórum eða fimm sinnum á æf- inni. t þessu brosi var fólgin, — eða sýndist vera fólgin, — öll sú vitneskja um heiminn sem máli skipti, og allt i einu var þessu brosi beint að þér einum, i af- dráttarlausri vissu um að allt væri sem skyldi. Þarná var allan þann skilning að finna, sem þú gazt óskað þér, þá trú á sjálfan þig sem þú þurftir á að halda og einmitt það álit á þér, sem þú gazt óskað þér af nokkurs manns hálfu. Og nákvæmlega þá hvarf brosið, — og ég virti fyrir mér myndarlegan og hraustlegan ná- unga, sem liklega hafði - einn eða tvo um þritugt og sem svo hagaði ræðu sinni formlega, að minnstu mátti muna að það væri hlægilegt. Nokkru áður en hann sagði til nafns sins, hafði mér fundist hann velja hvert sitt orð af nákvæmni. Andartaki eftir að herra Gatsby sagði til sin, flýtti þjónn sér að borðinu með skilaboð um að það væri simi til hans frá Chicago. Hann bað okkur að hafa sig af- sakaðan, með litilli hneigingu. — Ef þig vantar eitthvað, skaltu bara biðja um það, laxi, sagöi hann við mig. — Afsakið, — ég kem aftur seinna. Þegar hann var farinn, sneri ég mér strax aö Jordan, þvi ég mátti til að láta undrun mina i ljós. Ég hafði búizt viö að herra Gatsby væri þrekinn maður og rjóður á miöjum aldri. — Hver er hann? spurði ég. — Veiztu það? — Hann er bara maður, sem heitir Gatsby. — Hvaöan er hann, á ég við. Og hvað gerir hann? — Ert þú nú byrjaður á þessu lika, svaraöi hún og brosti dauf- 28 VIKAN 49. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.