Vikan


Vikan - 05.12.1974, Blaðsíða 31

Vikan - 05.12.1974, Blaðsíða 31
á svipinn eins og óheillaboði og hvæsti: — Þú lofaðir! i eyrað á honum. En það voru ekki aðeins óstýri- látir eiginmenn, sem ófúsir voru til heimferðar. 1 þessum sal gaf einnig að lita tvo átakanlega drukkna menn og konur þeirra, argar mjög i skapi. Konurnar röktu raunir sinar hver fyrir ann- arri og brýndu raustina nokkuð. — Alltaf þegar hann sér að ég skemmti mér vel, vill hann fara heim.- — Aldrei á æfinni hef ég vitað aöra eins sjálfselsku. — Við förum alltaf fyrst af öll- um. — Rétt eins og við. — Jæja, en við erum meðal þeirra síöustu i kvöld, sagði ann- ar mannanna auðmjúklega. — Hljómsveitin er farin fyrir hálf- tlma. Þrátt fyrir röksemdir kvenn- anna, sem ekki áttu.orð yfir aöra, eins mannvonzku, endaði þessi deila á þann veg aö báðar konurn- ar voru bornar spriklandi út i nóttina. Meöan ég beið eftir hatt inum minum i forstofunni, opnuðust dyrnar á bókasafninu og Jordan Baker og Gatsby komu saman út. Hann var að segja eitthvað við hana að skilnaöi, en ákafinn i fasi hans varð óvænt að hæglátri kurt- eisi, þegar einhverjir komu til hans aö kveðja. Félagar Jordan kölluðu óþolin- móðir til hennar frá útidyrunum, en hún dokaði við um sinn, þar sem hún þurfti að taka i höndina á hinum og þessum. — Allt átti maður nú eftir að heyra, hvislaði hún að mér. — Hvaö vorum við lengi þarna inni? — Um það bil klukkutima. — Það var... alveg furðulegt, endurtók hún hvað eftir annað, likt og utan við sig. — En ég sór þess dýran eið að segja ekki frá neinu, þótt ég standi hér og sé bú- in að gera þig dauðforvitinn. Hún geispaði hátignarlega framan i mig. — Góöi komdu og littu til min... I simaskránni... nafnið er frú Howard... frænka min. Hún var þegar á hraðferð burtu með- an hún talaði. Hún lyfti brúnni hönd til kveðju, um leið og hún hvarf inn i hópinn viö dyrnar. Ég fyrirvarð mig dálitið fyrir að hafa staðið svo lengi viö i fyrsta skipti sem ég kom hér, þegar ég slóst i hóp siöustu gesta Gatsby, sem stóðu i hóp i kringum hann. Mig langaði að segja hon- um frá að ég hefði verið að leita hans fyrr um kvöldið og enn vildi ég biöja velvirðingar á að hafa ekki þekkt hann, þegar við mætt- umst I garðinum. — Minnstu ekki á það, sagði hann ávitándi. — Leiddu ekki huga að þvi framar, laxi. Þetta kumpánlega ávarp sýndist þegar jafn kunnuglegt og höndin, sem hann sló nú, hughreystandi á öxl mér. — Og gleymdu ekki að á morgun klukkan niu ætlum við að reyna flugbátinn. Þjónninn birtist fyrir aftan hann: — Simtal við yður frá Phila- delphiu, herra. — Allt i lagi, ég kem rétt strax. Segið þeim að ég komi... Góða nótt. — Góða nótt. — Góöa nótt. Hann brosti til min, — og skyndilega var eins og sú hending, að ég skyldi hafa orö- ið meðal þeirra, sem síöastir fóru, öðlaðist alveg sérstaka þýð- ingu, eins og það heföi alltaf verið ákveðiö. En þegar ég gekk niður þrepin varö ég var við að ævintýri þessa kvölds voru ekki enn á enda. Fimmtiu fet frá dyrunum lýstu ljós heillar tylftar bifreiða upp staö,þar sem hin ferlegasta sjón blasti við. t skurði hjá vegarbrún- inni lá nýr luktur bill, sem ekið hafði úr hlaði, tveim minútum áð- ur. Aö visu stóð hann á réttum kili, en eitt hjólanna var undan. Veggjarútskot nokkurt sýndist vera orsök hjólmissins, og hafði útskotið vakið þó nokkra athygli tólf bllstjóra, sem safnast höfðu saman hjá þvi, til að skoða það. Hins vegar höfðu þeir yfirgefið bíla sina á miðjum veginum, og mátti þvi heyra ráman og óm- striöan söng úr hornum bila irra sem hvergi komust og jók ttá á hina miklu ringulreiö. Maöur I siðum rykfrakka hafði skreiðst út úr bilflakinu og stóð hann nú á veginum miðjum og léit ýmist af bilnum á hjólið, eða af hjólinu á viöstadda, álfalegur og utangátta á svip. — Sjáið þið til, sagði hann til út- skýringar. — Billinn fór niður i skurðinn. Þessi staðreynd hlaut aö vera honum óþrotlegt furðuefni, og þegar ég hafði áttað mig á hvar ég hefði áður hitt svo einlæga undrun fyrr, var fljótlegt að bera kennzl á manninn, — þetta var vökumaður sá, sem ég hafði fyrr rekizt á i bókasafni Gatsby. — Hvernig vildi þetta til? Hann yppti öxlum. — Ég ber ekkert skynbragð á vélmenningu, sagði hann einarð- lega. — En hvernig vildi þetta til? Ókstu á vegginn? — Spyrjið mig ekki að þvl, sagði uglueygur, og þvoði hendur slnar af öllu saman. — Ég veit mjög llt- ið um akstur, — næstum ekki neitt. Þetta kom bara fyrir, og meira veit ég ekki. — Jæja, en ef þú ert lélegur bil- stjóri, ættirðu ekki aö reyna að setjast undir stýri að nóttu til. — En ég reyndi það heldur ekki svaraði hann viðskotaillur. — Ég reyndi það ekki einu sinni. Þögn sló á hóp þeirra, sem næstir voru. — Ertu aö hugsa um að fremja sjálfsmorð? — Þú ert heppinn að það fór ekki nema eitt hjól, — þú sem bæði ert lélegur bilstjóri og reyndir ekki einu sinni aö aka. — Þið skiljið mig ekki, útskýrði sökudólgurinn. — Ég ók ekki. Það er annar maður I bilnum. Skelfingin, sem greip menn, eftir þessa útskýringu, fékk loks útrás I langdregnu andvarpi um leið og dyrnar á bilnum lukust upp,hægtog rólega. Manngrúinn, — það var nú orðinn manngrúi — gekk ósjálfrátt einu skrefi aftar, og þegar dyrnar höfðu alveg lok- izt upp, varö draugaleg þögn. A Teppi yfirallt gólfið-eða stök teppi Teppavöruhúsið PERSÍA Skeifan 11 - sími 85822 49. TBL. VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.