Vikan


Vikan - 05.12.1974, Blaðsíða 10

Vikan - 05.12.1974, Blaðsíða 10
Ævintýraheimur barnanna. Walt Disney's útsaums myndir og í fyllt, sem settar eru í ramma. * , KtA* | í r ; i i m mF ; Einnig mikill fjölrii af öðrum barnamyndum í grófan stramma, áteiknað og úttalið. Fyrir stúlkur og drengi, frá 6-9 ára. - Tilvalið til gjafa. Skólavörðustíg 13a Sími 19746 - Pósthólf 58 Reykjavík Sendum litmyndalista i pústi et osKaö er. Dósturinn Sjúkraliði og fleira Hæ, Póstur minn! Ég vil byrja á aö þakka fyrir allt gott i Vikunni. Hér koma svo nokkrar spurningar. 1. Hvaða menntun þarf til að komast i: a) hjúkrunarnám, b) sjúkraliðanám? 2. Hvað er hjúkrunarnámið langt, og hvað er sjúkraliðanámið langt? 3. Hvaða menntun þarf til að geta orðiö flugfreyja? Er eitt- hvert aldurstakmark? 4. Hvað lestu úr skrjftinni? Ég vona, að ég fái svar við þessum spurningum. Bless, Póst- ur minn. Daddý 1. Menntunarskilyröi til hjúkrunarnáms er aö hafa lokið landsprófi eða námi á hjúkrunar- sviöi I framhaidsdeildum gagn- fræöaskólanna. Sjúkraliöanemar þurfa aðeins að hafa lokiö skyldu- námi. 2. Hjúkrunarnámið tekur 3 ár, sjúkraliöanámið 1 ár 3. Umsækjendur um flugfreyju- störf þurfa aö vera orönir 20 ára og hafa góöa almenna menntun og gott vald á ensku og einhverju ööru tungumáli, helst Noröur- landamáli, þýsku eöa frönsku. Skriftin bendir til þess, aö þú hafir mikla ábyrgöartilfinningu. Á tvær ruslakörfur Kæri Póstur! Mig langar til að fá vitneskju um hjúkrun, ef þú vilt vera svo vænn að svara nokkrum spurn- ingum fyrir mig. Hvað þarf ég að vera gömul til að fá inngöngu i hjúkrunarskól- ann? Hvaða menntun þarf ég að hafa? Hvað tekur námiö langan tima? Mér þætti vænt um, ef þú vildir vera svo góður að svara þessu fljótlega, þvi að það liggur á, þegar námið er annars vegar. Svo er það, sem allir spyrja um og lfka ég: Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni? Hvað heldur þú, að ég sé gömul? Ég er viss um, að þú lætur þetta ekki falla undir skrifborö og ofan I bréfa- körfu, þvl ég hef litla trú á henni, þótt ég eigi sjálf tvær! Þin einlæga Dún Svör viö spurningum þinum um hjúkrunarnám færöu i svörum minum viö næsta bréfi á undan, nema hvaö þvi má bæta viö, að hjúkrunarnemar skulu hafa náö 18 ára aldri. Skriftin er hreint ekki falleg, en þaö getur nú lag- ast, þvl ég giska á, aö þú sért ekki nema 15 ára. Skriftin gefur ann- ars til kynna, aö þú sért skapgóð og dugleg stúika. En til hvers I ó- sköpunum þarftu tvær ruslakörf- ur? Mér nægir alveg ein, en hún er reyndar ákaflega rúmgóö. Enn um kanann Kæri Póstur! Það er nú dálitiö erfitt að skrif- ast á i gegnum þig um áhugamál liðandi stundar þvi að það tekur svo langan tima að fá bréfin birt. En ég get nú ekki stillt mig um að leggja orð i þann umræðubelg um kanasjónvarpið, sem Atli nokkur opnaði fyrir nokkrum vikum og einhver Erla svarar svo i Póstin- um i 43. tbl. Mér finnst algjörlega óþolandi sú meinloka, að allir hljóti að vera kommar, eins og Erla segir, sem eru á móti kana- sjónvarpinu. Satt er það, komm- arnir hafa hæst og eru orðljótastir i garð kananna, en ég vil mót- mæla þvi harölega, að við séum öllálitin kommúnistar, sem erum á móti þessu kanasjónvarpi. Ætti að nægja i þessu sambandi að benda á prýðilega grein, sem Sig- urlaug Bjarnadóttir, alþingis- maður, skrifaði i Morgunblaðið snemma i október, þar sem hún setti einmitt á svo skýran hátt fram sjónarmið okkar, sem telj- um kanasjónvarpið ólöglegt. Það stóð heldur ekki á þvi, að kanaað- dáendurnir tækju við sér og skrif- uðu hverja greinina af annarri til varnar kanasjónvarpinu. Þetta virðist mikiö hitamál á báða bóga, og helsti gallinn við allar þessar umræður, hvar sem þær fara fram, er sá, að fólk talar aldrei út frá sömu forsendu. And- stæðingar kanasjónvarpsins eru ekki á móti kanasjónvarpinu sem sliku, það á bara ekki rétt á sér hér á Islandi, þar eð Islensk lög heimila ekki öðrum en ríkinu að reka útvarp og sjónvarp. Þið kanasjónvarpsaðdáendur byrjið á vitlausum enda. Berjist fyrir þvi, að útvarps- og sjónvarps- rekstur sé gefinn frjáls á Islandi, og þá þurfið þið ekki lengur að skrökva þvi að sjálfum ykkur, að takmörkun kanasjónvarpsins sé skerðing á persónufrelsi, svo að maður bregði nú fyrir sig þessu útjaskaða orði. Og ég held menn ættú svona hver fyrir sig i ró og næði að hugsa um, hvað orðiö frelsi þýöir. Vilja menn virkilega leggja þá merkingu i oröiö frelsi, að ALLT sé leyfilegt? Eigum við þá engin lög að hafa? Eru lög ekki skerðing á persónufrelsi? Jæja Póstur góður, ég læt þá staöar numið hér, en mig langar að lokum að láta það álit mitt i ljósi, að Vikan sé allgott heimilis- blað. Ég finn það helst að henni, að hún tekur svo langan tima i vinnslu, að t.d. svona merkis- þættir eins og Pósturinn tapa dá- litið gildi slnu. Og ykkur hlýtur að vera taisvert þröngur stakkur skorinn, þegar þið þurfið að vinna efnið svona langt fram i timann. En hvað um það, ég óska Vikunni langra lifdaga og vona, að hún eigi eftir að þykkna svolit- ið, svo að rúm verði fyrir fjöl- breyttara efni. Með bestu kveðju og þökkum, ef af birtingu þessa bréfs verður. Sjöfn Skrifið eða hringið. - Svo eruð þið auðvitað velkomnar. OPIÐ A LAUGARDÖGUM FRA 9-12.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.