Vikan


Vikan - 05.12.1974, Blaðsíða 18

Vikan - 05.12.1974, Blaðsíða 18
tonjom a& skyggnast í bókmenntir voru það alltaf leikbókmenntir, sem eg valdi mér, og þangað sótti ég rit- gerðarefnin. Ég fór feikilega mikið i leikhús og .sá flestar, ef ekki allar, sýningar ( Paris á þess- um árurn. Ég sat álltaf á efstu svölum, i ódýrustu sætunum, og ég áttaöi mig ekki á þvi, fyrr en ég kom aftur til Frakklands löngu seinna, að ég hafði aldrei séð franskt leikhúsnema ofan frá. En nú er öldin önnur og maður orðinn svo góðu vanur, að mér finnst ekkert gaman að fara i leikhús nema sitja sem fremst I salnum. — Svo gerðist það, þegar ég var nýkomin heim frá námi, að ég hitti Guðlaug Rósinkranz á götu. Hann var nágranni okkar á upp- vaxtarárum minum á Asvalla- götunni. Hann spurði mig, hvort mig vantaði ekki vinnu, og þegar ég kvað svo vera, sagðist hann vilja fá mig i vinnu hálfan daginn, þvi hann vantaði einhvern til að vera i bókasafni Þjóðleikhússins og sjá um leikskrána. Ég fór heim, hugsaði mig um og sló til. Tilboð um að vinna i leikhúsi var allt of spennandi til að geta hafn- að þvi, og ég hlaut að geta fundið eitthvað að gera hinn helminginn af deginum. — Þetta urðu fyrstu beinu við- skipti min við leikhúsið. A árun- um, sem ég vann á bókasafninu, kynntist ég vinnubrögðum innan leikhússins, og ekki dofnaði áhug- inn viö það. Bókasafnið var staö- sett miðja vegu milli skrifstof- unnar og leiksviðsins, i nábýli við búningsherbergin og rétt hjá hljóðmanni, svo mér gafst gott tækifæri til að fylgjast með þvi, sem fram fór. Ég horfði mikið á æfingar og man eftir mörgum góðum morgninum, þegar ég ,,Viö vorum óskaplegt hugsjónafólk og gengum fyrir dyr framámanna...” Ef spurt er, hver Vigdis Finn- bogadóttir sé, geta liklega flestir Islendingar, sem komnir eru til vits og ára, gefið eitthvert svar við þvi. Hvert svarið verður er ekki alveg hægt að fullyrða en lik- lega yrði sagt að hún væri leik- hússtjóri i Reykjavik, konan, sem kennt hefði frönsku i sjónvarp- inu, eða jafnvel að hún væri kona, sem alltaf væri að flækjast fyrir austan fjall með halarófu af út- lendingum á eftir sér. Það er á þessum þremur sviðum, i leik- húsinu, kennslunni og ferðamál- unum, sem hún hefur einkum beitt sér. Um leið hefur hún þó haft augu og eyru opin, fyrir öðru, sem er að gerast i kringum hana og reynt að mynda sér sjálfstæð- ar skoðanir á flestum málum, enda er fátt, sem henni leiðist meira en að sjá, hve landar henn- ar margir eru sinnulausir og fúsir til að láta mata sig á skoðunum. Þegar Vikan fór fram á að fá að spjalla dagstund við Vigdisi var af mörgu að taka, en það sem okkur lék mest forvitni á i þetta skipti var.að heyráhvernig leiðir hennar hafa legið irin á þessi þrjú svið, sem i fljótu bragði virðast ólik, og hvernig þau hafa tengst saman i lifi hennar. Er það kenn- arinn ihenni, sem er svo sterkur, aö hann lætur sér ekki nægja kennslustofuna, heldur þarf lika að ná til ferðamanna og leikhús- gesta? Eða er i henni innibyrgður leikari, sem fær útrás fyrir fram- an skólanemendur og ferða- menn? Og hefur hún einhvern tima leikið sjálf? Þegar við vorum sestar niður innan um blomin i ibúð Vigdisar, og Astriður litla kjördóttir hennar búin að sýna mér bangsana sina og farin að dunda með kubba horfði Vigdis um. stund út um gluggann áður en hún svaraði: — Nei, ég hef aldrei leikið og aldrei fundið þörf fyrir að leika á sviði. En aftur á móti held ég, að allir kennarar sem ná einhverj- um árangri i starfi, séu að ein-_ hverju leyti leikarar. Það að standa uppi við púlt og kenna, er i raun og veru að leika: koma til skila einhverri þekkingu, sem maður hefur komið sér upp. Mað- ur stendur þarna fyrir framan hóp fólks og veröur að gæta þess, að það verði aldrei 'dautt augna- blik i þeirri skemmtan, sem raun- verulega á að fara fram, þegar verið er að kenna eitthvað, þvi kennsla er ekki góð kennsla, nema hún sé skemmtileg. — Kenqarinn, leiösögumaðurinn og leikarinn eiga það svo sameigin- legt, að þeim þykir öllum gaman að miðla, koma á framfæri ein- hverju, sem i þeim býr. ein- hverju, sem þeir hafa lært eða upplifað og finnst sjálfum skemmtilegt. — Hvernig er þessi mikli áhugi þinn á leikhúsinu til kominn? — Leiklistaráhugi minn er sprottinn fyrst og fremst af bók- menntaáhuga. Ég fór til Frakk-. lands aö loknu stúdentsprófi, end- ur fyrir löngu, og hafði þá það markmið að lesa franskar bók- menntir. Og einhvern veginn æxl- aðist það þannig — ég hef enga skýringu á þvl — að þegar ég fór 18 VIKAN 49. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.