Vikan


Vikan - 05.12.1974, Blaðsíða 16

Vikan - 05.12.1974, Blaðsíða 16
sætum á þilfarinu. Hann var leystur og hafður til taks, ef með þyrfti. 1 birtingu sáu skipsmenn, aö þeir höfðu strandað nokkuð fyrir innan svonefndan Tólfkarlabana. Og rétt fyrir utan þá var annað skip strandað. Þeir þekktu, að það var Jjilskipið Brúni frá Akureyri. Og þarna var þriðja skipið stranda. Það var þilskip- iö Vonin. Veörið fór batnandi, þegar leiö á morguninn. Július EA 6 hallaðist mikiö um fjöruna, og svo féll aö. Þeir höföu átt von á þvl, að skipið rétti sig, þegar hækkaði i, en I stað þess fossaöi nú sjórinn inn' i lestina. Skipið hafði brotnað, þótt ógjörningur væri að sjá skemmdir við þessar aðstæöur. Baldvin skipstjóri fyrirskipaði nú að sjósetja lifbátinn. Vegna mikils halla á skipinu gekk að illa, og um hrfð leit út fyrir að mennirnir kæmust ekki I land. Um siöir heppnaöist þeim þó að koma bátnum á flot. Þeir komust I land, og flestir gátu tekið eitthvaö með sér af fatnaöi. Skipið fylltist óöfluga, og þeir sáu eftir að hafa ekki bjargaö öllu lauslegu I land strax eftir strandið. Um það leyti er flestir skips- menn voru komnir upp I fjöru sáu þeir til mannaferða innar I firðinum. Þarna var hópur Flateyringa, sem kom nú til bjargar og hjálpar. Þeir gengu til Flateyrar, þarsem þeim var deilt niður á húsin. Þarna voru tveir til þrir menn á heimili, og þarna var skipbrotsmönnum auðsýnd ein- dæma gestrisni. Og þarna lágu þau þá bæði strönduö þilskipin Júlíus og Brúni, sem höföu staðiö I dokkinni á Akureyri fyrir réttum mánuöi. Es. Flóra haföi komiö til Reykjavikur 13. april. Skipið var á leið til Islands, miöja vegu milli Færeyja og Vestmannaeyja, þegar enskt herskip stöðvaöi það og skipaöi skipstjóra Es. Flóru aö sigla til Stornoway. Skipstjóri mótmælti og sýndi skjöl, sem sönnuðu aö ekkert upprunniö I Þýskalandi væri um borö. Þeim ensku varö hinsvegar ekki þokað, og svo varð að vera sem þeir vildu. Es. Flora lá I Stornoway i nokkra daga, án þess að skipiö væri rannsakað, og um siðir fékkst fararleyfi til Islands. Skipið hreppti versta veöur I hafi, og vegna allra þessara tafa var skipstjóra mikið i mun að stansa stutt i Reykjavik. Eftir stórviðri undanfarinna vikna var slmasamband milli landshluta lélegt. Þannig var sambandslaust milli Reykjavikur og Akureyrar, en hægt að koma skeytum milli staðanna um Seyðisfjörð. Nokkrir staðir á Vestfjörðum voru þó i simasam- bandi, og skipbrotsmenn af þil- skipinu Júliusi, sem nú höfðu dvaliö nokkra.daga á Flateyri, fréttu, aö Es. Flóra væri á noröurleið og myndi stansa á Isa- firði. Þangað urðu þeir þvi að komast. Fjórir þeirra höfðu komist i skipsrúm á Flateyri, og skipstjór- inn ákvað að fara til Reykjavlkur vegna heimilisástæöna. Þeir voru þvi tiu, sem ætluðu norður aftur. Þeir spuröu fólk á Flateyri, hve langt væri til Isafjaröar, og var svarað, að þaö væri tveggja skóa leiö. Um siðir lánaðist þeim að fá vélbát til þess að flytja sig til Isa- fjarðar, þar sem þeir komu sér fyrir I gistihúsinu. Es. Flóra fór frá Reykjavik aö- faranótt 15. april, þéttskipuð far- þegum. Fyrsti viðkomustaður vár Patreksfjörður, en siöan var haldið til ísafjaröar og komið þangað á mánudag. Meðal far- þega voru ýmsir þekktir athafna- menn. Þeirra á meöal Pétur Thorsteinsson kaupmaður. Tom- as Gislason verslunarstjóri á Sauðárkróki, Thorvald Krabbe verkfræðingur og Gunnar Einars- son prentari. Viðkoman á ísafiröi var stutt og þeir af Júliusi EA 6 flýttu sér um borö. Es. Flóra lagöi af staö það- an kl. 4 siðdegis mánudaginn 17. april. Næsti viðkomustaður var Hólmavik I Steingrimsfiröi. Þangað átti skipiö að sækja strandmenn af skipinu órion frá Siglufiröi, sem haföi rekið á land á Norðurfirði. Ferðin gekk vel til Hólmavikur, og veður var sæmi- lega gott. A Es. Flóru voru 1. far- rými og 3. farrými. Það var aftast i skipinu/yfir skrúfunni, og var heldur hávaöasamt, þegar skipiö erfiðaöi i þungum sjó og skrúfan kom uppúr. Eftir að Arni Kristjánsson skipstjóri á Orion og menn hans voru komnir um borö á Hólmavik var haldið af staö til Siglufjaröar. Meö skipinu voru nokkrir verkamenn, sem ætluöu að starfa við sildarverksmiöjuna Rauöku um sumariö. Þeir voru allir á 3. farrými. Stuttu eftir að Es. Flóra fór frá Hólmavlk skall á norðaustan stórhrið. Skipinu var haldið upp i veöriö og keyrt á fullri ferð til þess aö forðast íand- iö. Mikill varningur var á þilfari, meðal annars bryggjustaurar. Brátt varö stórsjór, og skipiö tók ótæpilega framanyfir. Dekklestin losnaði I þessum hamförum. Staurarnir slógust til og römbuöu i sjóunum og brutu og eyðilögöu, en hér varð að skeika að sköpuðu, þvi engin tök voru á að binda, meöan veöriö var I slíkum ham. Eftir að skipiö tók að erfiða I sjóunum varð sjóveiki almenn um borð. Verkamennirnir, sem voru á leið til Siglufjaröar, voru mjög illa haldnir og gátu sig hvergi hrært. Þeir lágu tveir og þrir i kojunum og voru nær dauöa en lffi. Tvær konur með litiö barn voru einnig á 3. plássi og voru mjög veikar. En það voru fleiri en farþegar, sem ekki þoldu sæ- rótið fyrir Norðurlandi. Hluti á- hafnar Es. Flóru hafði einnig veikst. Þegar þeir Jón Nielsson og Gunnlaugur Jóhannesson fé- lagi hans komu i eldhúsiö fréttu þeir hjá kokknum, að brytinn lægi fárveikur og matsveinninn stæði einn I baráttunni. Þeir Jón og Gunnlaugur buðu honum aöstoð sina og hjálpuðu til þá tvo sólar- hringa, sem veðriö geisaði. Kokk- urinn sagðist ekki geta borgað þeim hjálpina nema með einu móti, að halda þá vel i mat. Og þeim félögum fannst þessir ó- veöursdagar ein samfelld veisla, svo mikil voru viöbrigðin eftir skútulifið. A þriöja degi lægöi og birti upp rétt fyrir myrkur. Skipið var þá statt norðvestur af Grimsey. Sjór var enn þungur, þegar snúið var viö og stefna seít til Siglufjarðar. A Siglufirði fóru verkamenn- irnir og fleiri I land. Meöan skipiö stóö við voru fengnar fimm stúlk- ur úr landi til þess að þrifa far- rýmin, svo illa voru þau leikin eftir sjóveika farþegana. Það var svo aö kvöldi, sem Es. Flóra lagöi af stað til Akureyrar. Nú var rúmt á 3. farrými, og sjómennirn- ir af Júliusi EA 6 nutu ferðarinnar sem eftir var i hreinum vistar- verum. En ekki voru allir svo lánsamir, sem stunduöu sjóinn við Islands- strendur þessa vertiö. 1 fárviðr- inu, sem gekk yfir, þegar Július fékk á sig brotsjó við Tálknann, lentu margir bátar sunnan: og vestanlands i miklum hrakning- um. Og i þvi sama veðri fórst vél- bátur fyrir sunnan land með aílri áhöfn. Og þótt þessi veiðiför yröi endaslepp og ekki farin til fjár, komust þeir af Júliusi EA6 allir heilir heim að lokum. Helstu heimildir: Frásögn Jóns Kr. Nielssonar, Akureyri. Morg- unblaðið. tslendingur. — ÞO háfölr getaó sparað okkur að kaupa |ólatré, ég Mttl þaðlrálf yrra nlður I glösI — Ég vlldl ekkl láta þig kvartaeinutlnnl ennþá um að akkart vmrl I skónum þlnuml 16 VIKAN 49. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.