Vikan - 05.12.1974, Blaðsíða 34
Flestir, sem leitt hafa hugann
að kenningum meistarans frá
Nasaret, hafa myndað sér ein-
hverja skoðun um það i hug-
anum, hvernig hann leit út,
meðan hann dvaldist hér á jörðu.
Fjöldi þessara hugmynda hefur
mótast í varanleg efni og orðið
að listaverkum. Þeim helgum
við nokkrar siður i tilefni
jólanna.
Fyrir nokkrum árum var
norskur listamaður fenginn til
þess að gera tillögu að altaris-
töflu i nýja kirkju, sem verið var
að reisa i norsku þorpi. Hann
gerði skissu, og henni var vel
tekið af arkitektinum, sem
teiknað hafði kirkjuna, sóknar-
prestinum og byggingameistar-
anum.
En þegar málið var lagt fyrir
sóknarnefndina, hafnaði hún
altaristöflu listamannsins. Skó-
smiðurinn i þorpinu var for-
maður sóknarnefndarinnar, og
hann staðhæfði, að maðurinn á
miðri myndinni væri ekki Jesús.
Og postularnir litu ekki út eins
og listamaðurinn hafði málað
þá.
Listamaðurinn bað þá
skósmiðinn að segja sér, hvernig
Jesús og lærisveinar hans hefðu
litið út. Hann var ekki seinn á sér
að svara: ,,Allir vita, hvernig
34 VIKAN 49. TBL.