Vikan


Vikan - 05.12.1974, Blaðsíða 15

Vikan - 05.12.1974, Blaðsíða 15
þeir sáu fjallstind upp úr sortanum. Þeir ræddu um, hvaða fjall þetta myndi vera, en enginn treysti sér til þess að kveða upp öyggjandi dóm. Það varð að ráði að biðja Pétur Ólafsson matsvein að koma á þilfar. Hann hafði lengi verið til sjós á Vestfjörðum og þekkti hverja gnipu. Pétur kom upp og sagöi um leið, að hér væri ekki um að villast. Þeir væru staddir út og suður af Kóp, nesinu milli Arnar- fjarðar og Tálknafjarðar. Frá þvi að norðanfárviðrið skall á hafði skipið rekið undan þvi alla leið suður i Patreksfjarðarflóa. Baldvin skipstjóri ákvað nú að leita hafnar á Patreksfirði. Mannskapurinn var kallaður á þilfar. Nú fengu lika þeir yngstu að koma á þilfar, en skipstjóri, hafði skipað þeim að vera niðri þangað til. Þeir komu upp fokku og tvirifuðu og létu þririfað stór- seglið standa. Messanseglið var einnig rifað og nú var hver maður á sinum stað til þess að aka seglum. Tveir menn við stýrið, þeir Jónas Hallgrimsson stýri- maður og Vilhjálmur Grimsson. Þegar hér var komið hafði dregið nokkuð úr veðrinu og þeim gekk vel að snúa skipinu undan. Stefna var nú tekin sunnan við Tálkna á opinn Patreksfjörð. Kútter Július óð nú á söxum undan storminum þvi ennþá var hvasst. Allir-skips- menn stóðu frammá skipinu nema þeir sem stýrðu. Skyndilega lygndi, og i sömu andrá hóf sig brot skammt fyrir aftan skipið, æddi að þvi og steyptist inn yfir hekkið. skiP- stjórinn kallaði og bað alla að halda sér. Þeir sem voru framá sáu félaga sina við stýrið hverfa inn i sjávarskaflinn, skipið sogast i kaf að aftan og brotsjóinn koma æðandi fram eftir. 1 sama bili rauk sjórinn i kring, og skörp vindhviða skall á skipinu, sem nú var við það að ganga undir. Stormhviðan fyllti seglin, skipið fékk framskrið og reif sig undan sjávarfarginu. Um leið rifnaði stórseglið, og messanseglið sviftist sundur. Sjórinn fossaði út af skipinu, sem nú hraktist undan veðrinu, brotið með rifin segl. Tvö brot fylgdu þvi fyrsta, en nú var skipið komið innfyrir boðann, og þau féllu rétt aftan við það. Brotsjórinn hafði brotið stýris- hjólið og kastað mönnunum báðum, öðrum undir það en hinum fram undir lifbátinn, þar sem hann náði hand festi. Átta- vitahúsið hafði brotnað og farið fyrir borö og fleira brotnaö og skemmst. Það reið baggamuninri, að káetukappinn hélt, þótt brotið skylli á honum. Allir voru skips- menn ómeiddir, nema þeir sem voru við stýrið. Þeir höfðu hlotiö skrámur. Þeir hagræddu seglum, og nokkrusiðar varakkerum varpaö á Patreksfirði. Þar var legið i tiu daga, meðan gert var við skipið. Smlðað nýtt áttavitahús, segl og falir bættir og endurnýjaðir. Arla morguns, tiu dögum eftir komu til Patreksfjarðar, var létt og haldið út á ný. Veður haföi veriösæmilegt þennan tima, en á útmánuðum er allra veðra von á Vestfjarðarmiðum. Það var bjart i lofti að morgni 8. april, þegar kútter Július sigldi fyrir fullum seglum norður með Kópa- nesi. Siðan var stefna sett norð- austur með fjörðum. Skipið hafði góðan framskrið, og niður sjávarins við súðina lét vel I eyrum. Þeim hafði gengið vel að fiska áður en óhöppin steðjuðu að: veikindi skipverja og siðan áfall. Ef allt gengi eftir yrði fullfermi skipað upp á Akureyri áður en langt um liði. Hann hafði lygnt, þegar kom undir kvöld, og um það leyti er þeir höfðu Barðann I fjórum strikum i stjór andaði af norð- austri. Þeir tóku slag útum og siðan uppum, og seint um kvöldið, er þeir voru fyrir opnum önundarfirði, skall bylurinn á. Hann var orðinn rokhvass, þegar Baldvin skipstjóri lét leggja skipinu til drifs. Þrátt fyrir hriðarsortann sáu þeir ljós á öðrum skipum, sem ýmist létu drifa eða voru á leið inn á önundarfjörð. Þegar skipstjóravaktin fór niður um miðnætti var dimm hrið. Ekkert sást út frá skipinu. Akveðið var að halda við þarna i landvari þar til birti. Það var seint á hundvaktinni, sem skipið tók niðri. Menn sem voru i koju, voru kallaðir á þilfar. Þótt ekki sæist til lands þótti vist, að skipið væri strandað við norðanverðan önundarfjörð. Nú var útfall, og þótt skipið stæði kjölrétt i fyrstu hallaðist það brátt á stjórnborða. Menn báru saman ráð sin, og ákveðið var að biða i skipinu, þar sem hætta virtistekki yfirvofandi. Yfirmenn gerðu ráð fyrir, að skipið losnaði á flóðinu. Skipsbáturinn stóð i ^ sketpar oryg&i fyrir þig og þina 4 Frægur sigur vannst í baráttunni við berklana. Nú gefst hvers konar öryrkjum kostur á að endurheimta heilsu og orku með þjálfun og störfum við hæfi á Reykjalundi og Múlalundi. Enn þurfa margir að bíða eftir vist og vinnu. En uppbyggingin heldur áfram. Með þinni aðstoð — þátttöku í happdrætti SIBS. Happdrætti SÍBS vinningur margra, ávinningur allra. 49. TBL. V1KAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.