Vikan - 05.12.1974, Blaðsíða 21
....og maður er orðinn svo góðu
vanur, að mér finnst ekkert
gaman að fara i leikhús, nema
sitja sem fremst f slanum".
tekur allar ákvarðanir. Svo er
það i verkahring leikhússtjóra að
vera fulltrúi og talsmaður leik-
hússins á þeim mannamótum og
stefnum, sem leikhúsið tekur þátt
i. Hann þarf að fylgjast sæmilega
vel með þvi, sem er að gerast, og
skreppa til útlanda öðru hverju og
sjá, hv^ð.er að gerast i helstu
ingu, þvi það er erfitt að sitja
heima við skrifborðið sitt og vera
að fást við eitthvað, sem enginn
hefur tima til að 'sinna. Þess
vegna reyni ég að vera sem mest
við á venjulegum skrifstofutima.
En þegar heim kemur er oft eftir
önnur eins vinna við að lesa og
reyna að gæta þess að dragast
ekki aftur úr i neinu, sem við
kemur leikhúsmálum almennt i
heiminum. Við erum komin í svo
nána snertingu við alþjóðlega
menningu og farin að taka þátt i
henni sem virkir aðilar, bæði
þiggjendur og veitendur.
Utan leikhússins og skólastof-
unnar hefur Vigdis um margra
ára skeið gert sitt besta til að
kynna erlendum ferðamönnum
Island og islenska menningu,
beint og óbeint, þvi hún hefur
bæði verið leiðsögumaðui: sjálf og
kennt verðandi leiðsögumönnum.
Hvernig fór hún inn á þá braut?
— Störf min að ferðamálum
komu sem mjög eðlilegt framhald
af þvi að vinna við leikhús og
kennslu, þvi hvort tveggja liggur
niðri á sumrin, meðan túrisminn
blómstrar. Það liggur i augum
uppi, að manneskja, sem er kenn-
ari og vön að koma ákveðnum
upplýsingum til skila og er þar að
auki frönskumælandi, getur kom-
ið að liði við landkynningu. Ég
var drifin i þetta fyrir tilviljun
eitt sumar, meðan ég var hér
„En aftur á móti held ég, að allir
kennarar, sem ná einhverjum
árangri I starfi, séu að einhverju
leyti leikarar”.
heima i sumarfrii frá námi minu i
Frakklandi. Þá kom hingað
franskt skemmtiferðaskip,og
hringt var út um allan bæ til aö
reyna að grafa upp frönskumæl-
andi fólk til að fara með farþeg-
unum i ferðir hér. Ég fór með
hluta hópsins að Gullfossi og
Geysi, stóð I miðjum bil og reyndi
að hropa einhvern fróðleik yfir
farþegana, þvi þetta var fyrir
daga hátalaranna, sem nú þykja
algjört frumskilyrði þess að
leiðsögumaðurinn geti unnið sitt
starf. Síðan æxlaðist þetta þann-
ig, að ég fór að vera i þessu sum-
arlangt, og tvö sumur kom ég
varla út úr bil. Ég kynntist smám
saman skipulagningu ferðamála
og fór að vinna á Ferðaskrifstofu
Rikisins á sumrin og endaöi þar
sem eins konar landkynningar-
stjori, þ.e. sá um móttöku er-
lendra blaðamanna og annarra,
sem vildu fá upplýsingar um
landiö. Siöustu 6 vetur hef ég svo
ásamt Birni Þorsteinssyni sagn-
fræðingi séð um að skipuleggja
leiösögumannanámskeið Ferða-
skrifstofu rikisins.
— 1 þessu upplýsingastarfi
hefur það komið mér til góða, að
ég hef alltaf haft feikilegan áhuga
á sögu. Sagan tengist lika leik-
bókmenntunum, þvi lesi maður
leikbokmenntir verður maður
jafnhliða að kynna sér söguna
svolitið, þvi leikritin eru eins kon-
ar bergmál af þvi, sem er að ger-
ast i þjóðfélaginu. — En þetta
var útúrdúr, þvi við vorum að
tala um Islandskynningu. Ég hef
mikið yndi af öllu sem islenskt er.
Ég er að visu ekki aðdáandi alls
þess, sem hér hefur gerst, en mér
finnst það mikið umhugsunarefni.
Og mér finnst ákaflega gaman að
reyna að gefa erlendum manni
hlutdeild i þessu: reyna að gefa
honum mynd af þvl, hvers vegna
við erum hér og hvernig við höf-
um lifaö af þessa eílifu baráttu
leikhúsborgum. Svo þarf leikhús-
stjóri umfram allt aö reyna að
vera manneskja og tilbúinn að
taka á móti fólki og spjalla við
það. Þaö fer mikill timi i að tala
við fólk. Það eru svo margir að
skrifa leikrit, og það þarf að lesa
þau og fjalla um þau, reyna aö
gefa ábendingar og styðja þá,
sem manni finnst eiga að fá
hvatningu. Þaö þurfa reyndar all-
ir, sem eru að skrifa, að fá hvatn-
Fékkst þú þér
49. TBL. VIKAN 21