Vikan

Tölublað

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 2

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 2
Fjöldi manns er viðhvern drátthjá H.i., og hver og einn hefur ákveðnu hlutverki að gegna — Ennþá snýst verðbólguhjólið, segja menn svona við og við með mæðusvip. En það snúast lika önnur hjól. Það er kominn 10., og hjá Happdrætti Háskóla Islands i Tjarnargötunni snýst happdrætt- ishjólið — lukkuhjólið margum- talaða. Viö læöumst inn og fylgjumst* með, þvi öllum, sem eiga miða i happdrætti háskólans er auðvitað frjálst að fylgjast með drætti. Ekki virðast þó margir nota sér þaö tækifæri, þvi auk okkar er að- eins einn maður ásamt dóttur sinni þar kominn til að fylgjast með framvindu mála. Innan við púltiö á skrifstofunni er saman kominn fjöldi manns, þar á meöal þrir prófessorar úr háskólanum, sem eiga sæti i stjórn happdrættisins. Framan við geysistórt hjól, sem auðvitaö snýst án afláts, stendur kona og dregur miða, sem hún afhendir siðan annarri konu, sem loks af- hendir hann konunni, sem les upp miðanUmerið. Þessi sama kona les lfka upp vinningsupphæðina, sem hlýst á viökomandi nUmer, en miðar með vinningsupphæöun- um koma Ur litlu hjóli, sem er við hlið stóra hjólsins. Miðarnir I stóra hjólinu eru hvitir, en bleikir i þvi litla. Við hliö konun'nar, sem les upp, situr maður, sem þræðir tvo og tvo miða saman. Þrir menn færa tölurnar i bækur, og nokkrir standa bara og fylgjast með. Einhver hvislar að mér, að I dag sé veriö að draga um 9.450 vinninga að verömæti 90 milljón krónur, svo það er ekki litið um að vera. Hver talan á fætur annarri er lesin upp, og vinningsupphæöin 1 milljón kemur upp á miöa - - menn hika viö og biða spenntir. Slöan er brosað, og lesturinn heldur áfram, þar til öll nUmerin hafa verið lesin upp. Páll H. Pálsson framkvæmda- stjóri happdrættisins, sagði okkur eftir á, að I þetta skiptið hefðu hvorki meira né minna en 7 mill- jónir lent til Hólmavikur, þ.e á 3 miöa, 1 fimmfaldan og tvo ein- falda. Páll kvaðst ánægður með, aö svo litill staður sem Hólmavik hlyti svo dágóöa fUlgu á einu bretti, þar sem sannarlega væri þörf fyrir peningana. Þær tvær milljónirnar, sem eftir voru, lentu i Keflavik og Hafnarfiröi. Já, þaö má nU segja, að lifið er lotteri, og I þetta sinn lék lifið við landsbyggðina. Viö báðum Pál að segja okkur litillega frá rekstri happdrættis- ins. Ariö 1974 voru hreinar tekjur af rekstrinum 80.4 milljónir. ósóttir vinningar voru að upphæð 1.6 milljón, og hagnaður af rekstri eigin umboðs 3.3 milljónir. Vaxtatekjur voru 25 milljónir. Alls fóru 119 milljónir i byggingu háskólans, en auk þess borgar 2 VIKAN 32. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.