Vikan

Tölublað

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 8

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 8
vltamln. En þrjár tegundir skepna hafa ekki þessa hæfi- leika, nefnilega apinn, mar- svlnið og sjálfur herra jarðar- innar, maðurinn. Við skulum ekkert vera að velta vöngum yfir skyldleikanum þarna á milli, aöeins slá þvi föstu, að mannskepnan verður að fá sitt C-vitamin úr fæðunni. Ávextir og ber innihalda C-vítamln, en þaö eyðileggst fljótt við áhrif lofts og vatns. öruggast er að borða það nýtt og hrátt og sem minnst sundurskorið. Þegar grænmeti er soðið, á að nota sem allra minnst vatn og láta það sjóða i nokkrar minútur, áður en grænmetið er sett út i, sjóða undir loki og I sem skemmstan tíma. Soðið græn- meti á að bera strax fram. Mikilvægasti C-vítamin- gjafinn okkar er kartaflan, og best og auðugust er hún ný- upptekin. Kartöflur á að sjóða meö hýðinu i sem minnstu vatni, eöa gufusjoða þær, og bera þær alltaf fram nýsoðn- ar. Kartöflur, sem soðnar eru án hýðis og stappaðar, eru að svo búnu eru orðnar snauðar af vitaminum. Hafið hugfast, að C-vftamin geymist ekki I likamanum, og þarf þvl að neyta þess hvern einasta dag. Vltamín i ávöxtum er góð fæða hvenær sólarhrings sem er. Það er góður vani að byrja daginn með glasi af nýpress- uöum appelslnusafa, sem rétt er að þynna með svolitlu vatni fyrir yngri börn, svo að bragð- ið verði ekki of sterkt. Annar góður siður er að gefa bömum hrátt grænmeti eða á- vexti, þegar þau fara að smkja kex eða „nammi”, þegar liða tekur á daginn. Það er óllkt hollai-a og betra fyrir tennurn- ar og alían kroppinn, og þaö á að sjálfsögðu einnig við um fullorðna. Yfir sumartimann þurfum við að nota eins mikið af nýju grænmeti og berjum og mögu- legt er, og mjög æskilegt er að djúpfrysta grænmeti til vetr- arins, og þó sérstaklega ber, ef þess er nokkur kostur. C- vítamín geymist vel I djúp- frystu grænmeti og berjum, og er þaö mjög rlkt af C-vItamin- um, þegar það er nýþiðnað. Grænmeti eins og steinselja, sólselja (dill), karsi, gras- laukur og fleira hefur ekki átt nægilega auðvelt u|)pdráttar hér, og er því miður farið, þvi þessar tegundir erumjög vita- mlnauðugar. Það er tilvalið að rækta sjálf til dæmis karsa i blómapotti og hafa hann alltaf ferskan við höndina. Það er lika góður siður að setja græn- meti af þessu tæi i búntum á boröiö og skæri með, svo að hver og einn geti klippt yfir sinn mat, eins og smekkur hans býður honum. Og börn- um finnst svo gaman að klippa, að þau láta sig frekar hafa það að borða þennan ágæta mat, sem þeim finnst þvi miður oft hreint ekkert sælgæti. Breytið til meö hið daglega grænmetissalat, annars er hætt við leiða á þvi. um, gjarna með eggjarauðu út i, er bærileg byrjun á degin- um. Góður siður er að klippa það græna yfir matinn til iystauka og hollustu ekki fyrr en mat- urinn er kominn á diskinn á borðinu. 8 VIKAN 32. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.