Vikan

Tölublað

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 31

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 31
Og þá — sá ég Benedict Tre- vallion. Hann var i gulum lafafrakka með snjóhvita knipplinga um háls og úlnliði og i gljáfægðum stigvél- um. Hann sveif út úr hópnum með ljóshærða fegurðardis i örmum sér. Það hliðruðu allir til, svo þau fengju nægilegt pláss. Ég vissi ekki hver stúlkan var, en hún dansaði eins og engill og ég hafði imugust á henni þess vegna. Þau klæddu vel hvort annaðj Benedict Trevallion dökkur á brún og brá og hún gullinhærð. Að lokum hættu allir að dansa, til að horfa á þau. Hraðinn jókst. Pils- faldur stúlkunnar sveiflaðist fram og aftur. — Nú er nóg komið, Trevallion. Þú drepur stúlkuna! — Allt i lagi, dansaðu hana bara i hel, Trevallion! Svo var draumurinn á enda. Hann skellti saman hælunum og stúlkunni lá við falli og hún hefði eflaust dottið, ef hann hefði ekki haldið henni uppi með styrkum örmum. Hann lyfti henni hátt á loft, bar hana svo i örmum sér út aö öðrum gosbrunninum og stökk út i skál- ina i mittisdjúpt vatniö, með byrði sina. Gleðióp laust upp meðal áhorf- enda, þegar unga stúlkan vaföi mjúkum örmum sinum um háls hans. Hann sleppti takinu og svo stóðu þau bæöi i vatninu upp að mitti i faðmlögum. Ég veit ekki hve lengi þau stóðu þarna undir vatnsúðanum og kysstust; — ég man aðeins eftir þvi, að ég varö vör við einhverja jireyfingu við hlið mér og þegar ég leit við, sá ég að það var May- ana. Hún hélt sig i skugga við runnana og ég hefi aldrei séð ann- að eins hatur gneista úr mannleg- um augum- og vona að ég eigi heldur ekki eftir aö upplifa það. Og hún beindi þessum hatursfuilu augum að Benedict Trevallion. En svo breyttist allt á svip- stundu. Benedict hjálpaði stúlk- unni upp úr skálinni, snerist á hæli og strunsaði inn i húsið. Það var engu likara en að hann hafi skyndilega orðiö leiður á þessu öllu saman. Stúlkan stóð þarna flissandi, þangað til einhver al- varleg matróna, sem vel heföi getað verið móðir hennar, gekk til stúlkunnar og leiddi hana inn. Hljómsveitin tók sér hlé og gest- irnir gengu að matborðunum. Mayana var lika horfin. Það fyrsta sem vakti með mér ótta, var þegar veiðihornin voru þeytt af miklum móði og svo glumdi við hlátur og drykkjulæti. — Tally — hó! Tally hó! Ég leit út á flötina og sá hvað um var að vera. Kattargrey hafði flækst út á miðja flötina og ætlaöi aö leita skjóls milli runnanna, þar sem ég stóð i felum. En hann komst ekki undan. Veiðihundur réðist að kettinum með opinn skoltinn, ákveöinn i að ná i þessa bráð. Ég sá hvað hafði skeö: Saul Trevallion var dauðadrukkinn og einhverjir drykkjufélagar hans höföu sótt tvo veiðihunda úr búr- um sinum ogslepptþeim lausum. Þeir voru nú aö sækja að kettin- um og hinir drukknu menn spör- uðu ekki eggjunaroröin. — Griptu hann, Leiftur! Dreptu hann, Sjóli! Andartaki siöar stökk ég fram á flötina, án þess að hugsa um af- leiðingarnar og kötturinn flaug i fangið á mér. Vesalings skepnan var titrandi af ótta. — Fjandinn hafi það, hver er þessi strákur? Látið hann ekki sleppa, hann á fyrir þvi að finna fyrir svipunni! Skartklæddir mennirnir hópuðust nú utan um mig. Einhver greip i öxl mina, svo ég missti köttinn, sem stökk inn i runnana. Hundarnir sinntu þvi ekki. — Hvaöa hvolpur er þetta! hrópaði Saul Trevallion. — Snúiö honum upp i birtuna! Einhver greip i höfuöið á mér og ég rak upp vein og gat skotist undan honum. En klúturinn haföi losnað af höfði mér, svo hárið féll niður á axlir. — Þetta er ekki strákur, þetta er stelpa! Saul þreif um axlir mér og sneri mér að sér. Ég fann súran romm- þefinn úr vitum hans. — Þetta er Goodacrestelpan. — Það er alveg sama hver hún er, sagði einhver. Við skulum svei mér hita henni, finnst ykkur það ekki piltar? — Látið hana vera! Trevallion gaut augunum glettnislega til mln. — Þessi litli sykurmoli heyrir mér til. Ég hefi fett hana og klætt, er það ekki rétt? Og hún Megrunar Fæst í öllum apótekum ■' : ’ .:V V • -r ; i'..'Á y \ Trimetts sovouries i B»«fbur0<w ftiwour btotcuH» Trimetts ■crwcii .cretm : VanW» fiavour bi&cufts lUmmtts B nur W AAEGRUN ÁN SULTAR SUÐURLANDSBRAUT 30 P. O. BOX 5182 reykjavIk - iceland Vogar- merkið 24. sept. — 25. okt. Ekki er laust við að fólki finnist þú eitt- hvað annars hugar þessa dagana. Þú átt á hættu að gera skyssur I vinnunni, ef þú gætir þin ekki. Einhver á- kveðin persóna veldur þér sárindum og óánægju. Reyndu að láta sem minnst á þvi bera. Dreka- merkið 24. okt. — 22. nóv. Þér býðst óvenju gott tækifæri.sem þú getur ómögulega neitað. Þó er liklegt, aö einhverj- ir setji sig upp á móti þvi, en þú skalt um- fram allt reyna að fara eftir þinni eigin samvisku. Bogmanns- merkið 23. nóv. — 21. des. Undanfarna daga hef- ur þu verið að brjóta heilann um ákveðið mál, sem þú hefur tek- ið að þér. Ef það skyldi hvarfla að þér að hætta viö það, skaltu fyrir engan mun gera það. Illu er best af lokið. ■lerkið 22. des. — 20. jan. Allter bestihófi, segir máltækið, og skaltu reyna að hafa þaö i huga þessa vikuna. Það litur Ut fyrir, að þú þurfir að fara eink- ar varlega i peninga- málum nú þessadag- ana. merkið 21. jan. — 19. febr. Nýr kunningi þinn gæti valdið þér von- brigðum þessa vik- una. Láttu það i léttu rúmi liggja og sýndú kæruleysi. Mikið reynir á dugnað þinn oghæfileika i vinnunni eða heima fyrir. merkið 20. febr. — 20. marz Ekki er lifið allt dans á rósum. Þú verður lika áþreifanlega var við það og hætt er við, aö þér finnist þér nóg boðið. En erfiðleik- arnir eru til að sigrast á þeim, mundu það. 32. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.