Vikan

Eksemplar

Vikan - 07.08.1975, Side 38

Vikan - 07.08.1975, Side 38
SKOÐ- UNAR- STÖÐ Staögreiöslu- kerfi sekta F.l.B. hefur nú samið við Véla- stillingu E. Andersen um að félagsmönnum veröi veitt sérstök þjónusta, gegn allmiklu lægra gjaldi en öðrum. Hér er um að ræða allsherjarskoðun og yfirferð á bifreiðinni, alls eru 25 atriði athuguð, stillt, lagfærð eða gerð við þau athugasemd, þannig að eftir slika grandskoðun ætti aö liggja fyrir allt, sem hægt er að vita um ástand bilsins almennt. Niðurstöður þessarar athugunar eru siðan færöar á sérstakt kort bileigandanum til hægöarauka, auk þess er fært á spjald bllsins dagsetning athugunarinnar og kólómetrastaða bllsins, þegar athugun fer fram. Við sölu er spjald þetta llklegt til þess að auka verðgildi bllsins, auk þess sem kaupandi getur þá gert sér ljósari grein fyrir þvl, að hverju hann gengur. En burtséð frá kaupum og sölu er slik skoðun nauösynleg þeim, sem vilja fylgjast vel með þvl/ sem er að gerast I gangverki bllsins. Látið ekki bilanirnar koma ykkur á óvart, verið viöbúin og geriö við áður en bilar. Aukið það öryggi og þá ánægju, sem billinti hefur uppá að bjóða, Iátið yfirfara bllinn i skoöunarstöðinni að Reykjavikurvegi 54, Hafnarfirði, kortiö visar ykkur leiöina. F.Í.B. Eins og margir hafa eflaust orðiö varir við hefur erfiðlega gengið að hafa reiðu á þeim sektum, sem lögreglan leggur mönnum á heröar aö greiöa. Lög- reglan hefur litlum mannskap á aö skipa, og sektirnar, sem inn- heimta á, eru sífellt aö aukast, sektir upp á litlar fjárhæðir, eins og fyrir ógreiddar stöðumæla- sektir, eru þvi látnar sitja á hakanum og berast mönnum ekki fyrr en seint og um síðir. Auðveldast og einfaldast væri að tató upp staögreiðslukerfi sekta, þvi að það mundi spara óhemju fyrirhöfn hjá löggæslunni. Ástæðan fyrir þvi, að þetta er ekki gert, er sjálfsagt sú, að lög- regluyfirvöld treysta ekki mönnum slnum fyrir meðferð peninga, en það er I sjálfu sér óhæft, aö lögregluþjónum sé ekki treystandi fyrir sllku, ailavega er aðkallandi mál, aö gefinn verði út opinberlega einskonar sektataxti, til þess að menn geti gert sér grein fyrir, hverju þeir mega eiga von á. Taxti yfir sektir væri einnig vls til að vera ökumönnum vlti til varnaðar. 1 Danmörku hefur sllkur taxti verið geröur, og var hann birtur nýlega I blaði danska blleigenda- sambandsins, og mig langar til gamans að taka úr honum nokkur dæmi um sektir þær, sem frændur vorir danir fá fyrir aö misbjóöa lögum og velsæmi, en þær eru ekkert smáræði. ökutæki ekki I lagi Útslitin dekk 150 kr. (4000 kr Isl). Nagladekk á sumum hjólum, en ekki öörum, 150 kr. (4000). Nagladekk á þeim árstlma, sem þau eru ekki leyfö, 150 kr. (4000). Handhemill ekki I lagi 150 kr. (4000). Flauta ekki I lagi 200 kr. (5500). Margtóna flauta 300 kr. (8000). Útblásturskerfi (púst) ekki i lagi 200 kr. (5500). Alvarlegir gallar, sem varða númeraklippingu 600 kr. (16000). ökuréttindi og ökuskirteini Sklrteini ekki meö 50 kr. (1400 kr isl). Skirteini komið fram yfir endur- nýjun 300 kr. (8000) Neitaö að sýna sklrteini 150 kr. (4000!). BIl lagt BIl lagt ólöglega 300 kr. (8000 kr. Isl.). BIl ekki læst, eða gengið frá honum eins og vera ber, 150 kr. (4000). Umferðarljós eða bendingar lög- reglu. Ekki sinnt (án óhapps) 500 kr. (13500 kr. isl). Ekki sinnt (veldur óhappi) 800 kr. (21600). Umferðarréttur Biðskylda við aðalbraut ekki virt 700 kr. (18.900 kr. Isl). Biðskylda viö aðalbraut ekki virt — árfekstur 1000 kr. (27.000). Hægri regla ekki virt 600 kr. (16000). Framúrakstur á gangbraut 700 kr. (18900). Framúrakstur á gangbraut veldur óhappi 1200 kr. (32500). Að beygja Beygja veldur hættu fyrir aðra umferð 500 kr. (13500 kr. Isl). Vitlaus staðsetning ökutækis i beygju 250 kr. (6500). Svinaö á bil, sem kemur á móti, 600 kr. (16000). Of hraður akstur Ekið of hratt miðað við almenna hraðatakmörkun eða gerð öku- tækis: Undir 20 km of hratt 300 kr. (8000 kr. isl) 20 km of hratt eða meira 450 kr. (12500). 25 km og hratt eða meira 600 kr. (16000). 30 km of hratt eða meira 750 kr. (20000). 35 km og hratt eða meira 900 kr. (24000). Geigvænlegur hraði 900+150 (24000 + 4000 jafnvel ökuleyfis- svipting). Merkjagjöf Merkiekki gefin (stefnuljós o.fl.) 250 kr. (6500 kr. Isl.). Merkjagjöf að óþörfu eða til óþæginda, þar meðtalin mis- notkun neyöarljósa 250 kr. (6500). Viö umferðaróhöpp Ekki stöðvað til aö veita aðstoð, eöa neitað að segja til nafns og heimilisfangs 700 kr. (18900). Ohapp ekki tilkynnt lögreglu 700 kr. (18900). 38 VIKAN 32. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.