Vikan

Tölublað

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 5

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 5
TILBREYTING I SALATSKÁLINNI Tómatsalat Tómatsneiðar i lögum með fin- söxuðum lauk. Sósa úr 1 hluta ediks, 3 hlutum oliu, sinnepi, salti og pipar. Kálsalat Rifið kál eða skorið i fina strimla, Betra og hollara er að skera það. Bragöbætt með nýpressaðri sitrónu og skreytt méð eplabát- um. Gulrótasalat Grófrífið gulrætur og blandið með rúsinum og appelsinubitum, pressið sitrónu- eða appelsinu- safa yfir. Venjulegt blaðsalat Það blöndum við með agúrkuten- ingum, tómatbátum, selleri, an- anas og hnetum. Sósuna má búa til úr sitrónu eða ediki með oliu og kryddi. Hvitlaukur er góð til- breyting, og er jafnvel nóg að nudda salatskálina að innan með sundurskornum hvítlauk. Djúpfrystar baunir Næringarrikt og bragðgott græn- meti, og gott er að setja dill, steinselju eða finsaxaðan lauk saman viö. Frakkar gufusjóða baunirnar með blaðsalati, smálauk, steinselju og smjöri og nota sem sjálfstæðan rétt. Vel þess virði að reyna það, ekki satt? 32.TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.