Vikan

Tölublað

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 23

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 23
t)r myndinni Stiletto, sem Hafnarbió sýndi fyrir nokkrum árum og mun væntaniega endur- sýna á næstunni. Myndin er af Barböru McNair, en kvikmyndin er gerö eftir sögu Harolds Robb- ins, Rýtingurinn. HUn brosti. „Fyrir þetta áttu skiliö annan koss, áöur en ég set á mig varalitinn.” Hann beygði sig yfir hlið bilsins ogkyssti hana. Varir hennar voru nú hlýrri en áður og þær iöuöu viö varir hans. „Cesare,” hvislaöi hún. „Ég er hrædd um aö ég sé farin aö elska þig svo mikið, aö þaö skipti mig engu hvort þú drapst þessa menn eöa ekki.” Hann rétti úr bakinu og hún sneri sér að þvi aö lita á sér var- irnar. Hann leit niöur. Við honum blasti hvitur hálsinn, rétt neðan viö þar sem stutt háriö liöaöist i lokka. Hann lyfti hægri hendinni, lófinn var flatur og fingurnir teygöir. Hann gat ekki gert neitt annaö. Hún haföi þegar komiö auga á of margt. Dauöi leiddi til dauða og morö voru eins og gárur á sléttu vatni sem breiddust út eins og steini heföi veriö kast- aö i þaö, þar til þau náöu lengra og lengra frá moröingjanum og hinum myrta. Haijn sló hendirini snöggt niður i grimmdarlegu júdó-höggi. Varaliturinn skaust úr hendi hennareins og byssukúla, small á mælaboröinu og féll siöan með dynk á bflgólfiö. Hann staröi niður á hana, og hjartaö baröist i brjósti hans. Hún lá eins og slytti fram á stýriö, önnur höndin hélt enn um þaö og höfuöiö á henni var i und- arlegri stöðu. Hann var feginn aö hann sá ekki i augun á henni. Hann leit fljótt I kring um sig. Það voru engir bilar aö koma. Hann hljóp aftur i kring um bilinn og settist inn við hliðina á henni. Hann teygöi sig yfir hana, sneri lyklinum og ræsti vélina. Hún tók aö snúast meö öskri miklu. Hann leit aftur i kring um sig. Vegurinn var enn auöur. Hann seildist inn i ermina, tók fram rýtinginn og sliöur hans. Með snöggri sveiflu handarinnar þeytti hann honum langt út i myrkrið og heyröi hann lenda i mýrinni hinum megin hæðar- brúnarinnar. Hann setti bilinn I gir og með þvi að teygja sig I stýrishjólið stýrði hann honum út á veginn. Hann tróö á bensingjöfinni. Brúin ætti aö vera innan við eina milu I burtu. Eftir örskamma stund var bfllinn kominn á áttatiu milna hraða. Hann rýndi I gegn um þokuna. Barbara slengdist upp aö honum. Þarna var brúin. Hann tautaöi blótsyröi fyrir munni sér og ýtti henni aftur undir stýriö. Hann lyfti fætinum af berisingjöfinni og dró báða fæturna upp undir höku. Hann hélt stýrinu stööugu og ók bilnum rakleiðis á steinsteyptan stólpann viö brúarsporðinn. Hann þeyttist i boga upp i loftið á sama augnabliki og áreksturinn varð. Hraöi bilsins henti honum áfram og hann veltist fáránlega i gegn um loftið i átt aö vatninu. Brakiö og brestirnir af árekstr- inum náðu eyrum hans næstum á sömu stundu og hann lenti i vatninu. Þaö var kalt, svart og dimmt og hann saup hveljur. Hann sökk dýpra og dýpra og lungu hans voru að bresta. Hann kæmi aldrei upp aftur. Hann sveiflaði höndunum eins og óður væri. Reyrinn hékk á honum og reyndi að halda honum niðri. Svo sá hann loks himininn fyrir ofan sig. Hann dróst i átt að landi. Sárs- aukinn innra með honum fór eins og eldur I sinu um likama hans allan. Hann fann er fætur hans náöu botni og hann féll niöur á hnén. Hann skreiö upp úr vatninu hægt og sigandi og féll siðan flat- ur á jöröina. Honum fannst munnurinn fullur af drullu og andlit hans rifiö og brennandi. Jöröin var rök og slepjuleg og kuldi hennar hrislaðist um hann allan. Hann fór aö skjálfa krampakenndum skjálfta, gróf fingurna i jöröina og þrýsti sér aö henni. Svo lokaði hann augunum og nóttin kom og steypti sér yfir hann. Winther vinsælustu og bestu bríhjólin HÚSEIGENDUR — ATHUGID Smíðum staðlaða hringstiga við allra hæfi Vélsmiðja Guðjóns Olafssonar Sími 3-12-80 32.TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.