Vikan

Tölublað

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 40

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 40
Andafundur i ganginum Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig að ráða eftirf arandi draum f yr- ir mig. Mér f annst ég vera að koma að húsinu heima, en þá gerði ég mér Ijóst, að það var einhvers konar anda- fundur í ganginum hjá mér, því að ég gægðist inn um bréfalúguna. Allt í einu var ég stödd í herbergi stráks, sem ég kannast við, og spurði hann, hvernig ég ætti að fara að því að komast heim til mín, þvi að ég þyrfti að gera eitthvað sérstakt þar. Strákurinn lá uppi í rúmi og las í rauðri bók, og sagðist ekki vita, hvernig ég ætti að komast heim. Allt í einu var ég komin á tröppurnar heima, og þá kom fólk út úr húsinu. Meðal þess var einn kunningi pabba, sem bauðmér sælgæti. Þar var líka arabi með einhvers konar hvítt hreinlegt höfuðfat. Þakka birtinguna. Edda Þessi draumur er fyrir einhvers konar átökum heima hjá þér. Þú heldur, að þú getir fundið lausnina á vandamálinu hjá kunningjum þínum, en kemst að því síðar, að þú ein getur ráðið við vandann, og finnur til þess heillavænlega leið. Hús í arf og annar draumur. Komdu sæll draumráðandi! Ég ætla að biðja þig að ráða f yrir mig tvo drauma. Annan dreymdi mig um páskana, en hinn rétt fyrir hvítasunnu. Ég ætla að taka það f ram, að ég er skyggn og dálítið berdreymin. Fyrri draumurinn var á þessa leið: Mér fannst ég hafa erft tveggja hæða gamalt timb- urhús, og einhver stelpa, sem ég þekki ekki, haf ði erft það hálft á móti. Við vorum búnar að skipta öllum húsgögnunum milli okkar og húsinu sjálf u skiptum við í tvennt, beint í miðju, nema einu rúmi. Það var hvítt, gamalt rúm með brúnu teppi. Það létum við á mitt gólf ið. Svo fórum við að sofa. Ég svaf uppi í rúminu, en stelpan undir því. Ég varð allt i einu svo þjóf hrædd, að ég fór að pakka öllu saman og læsa það niðri. Mér fannst líka, aðstelpan ætlaði að drepa mig, og vaknaði við það. Þess ber að geta, að stelpan var Ijóshærð, há og grönn. Hinn draumurinn var á þá leið, að við tvær og f leira fólk vorum að leita að f jársjóði einhvers staðar upp í f jalli á mjóum, malbikuðum stíg með runnum í kring. Ég og stelpan vorum svolítið á undan og mér fannst í draumnum, að ég væri skyggn og hún líka, og við viss- um báðar, þegar við komum að fjársjóðnum. Hann var grafinn niður í lítið moldarflag rétt við stíginn. Fjársjóðurinn var gullhnífur með demöntum og öðr- um fallegum steinum. Okkur tókst ekki að ná hnífn- um, en hún ætlaði að drepa mig til að ná hníf num. Ég vona, að þú ráðir þennan draum fyrir mig. Gudda. Drápsfyrirætlun stúlkunnar i draumnum er óbeinn- ar merkingar. Mundu, að þaö er hægt að deyja á ann- an hátt en líkamlegum dauða. mi§ dreymdi „Allavega" samllh^ Kæri draumráðandi: Mig dreymdi draum um daginn, sem ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig. Mig dreymdi, að strákur, sem ég var einu sinni með, ætti að velja sér stelpu að vera með, og vorum ég og fyrrverandi vinkona mín meðal þeirra, sem hann átti að velja um. Þegar hann kemur þar að röðinni, sem ég var, fannst mér sem hann ætti eftir að fara til fyrr- verandi vinkonu minnar, og ég, sem er dálítið hrifin af stráknum, gat ekki hugsað mér hann vera með henni, svo ég sagði við hann: Kysstu mig einn lítinn! Hann gerði það og mér f annst nú sem ég væri búin að tryggja mér hann. Svo vorum við „allavega" saman í draumnum. Mér f annst mömmu hans vera eitthvað illa við mig, en ég vissi ekki hvers vegna, en ákvað að reyna að vinna traust hennar. Einu sinni fannst mér ég vera að hlaupa heim til hans. Þá var svolítil rigning og blautt um, og þegar ég var að fara yfir götu, kom bíll akandi. Ég stökk yfir götuna og slapp naumlega, en bíllinn, sem var hvítur, snarhemlaði, rann út á vegarkantinn, svo að brettið beyglaðist. Mér fannst þetta vera mér að kenna, og eins og ég ætti að borga viðgerðina, og eitthvað meira vesen var í kringum þetta. Jæja, kæri draumráðandi. Geturðu séð nokkra merkingu í þessu rugli? Ég les alltaf Vikuna, enda er ég áskrifandi, og ætti því að sjá ráðninguna, ef af henni verður. Þakka fyrirfram birtinguna. Lóla. P.S. Geturðu sagt mér, hvað nafnið Edda þýðir í draumi, og sömuleiðis hvað það merkir að vera með marga gull- og silfurhringi á fingrum sér. Sama Það hefur löngum verið hald draumspekinga, að það væri karlmönnum fyrir heldur slæmu, ef konur létu vel að þeim í draumi — þ.e.a.s. væru „allavega" með þeim. A þessari kvenréttindabaráttuöld hlýtur það því eins að vera konum fyrir slæmu, ef karlmenn eru „allavega" með þeim ídraumi. Semsé: Draumur- inn þinn er ekki fyrir góðu, heldur fyrir einhverri pest eða öðru fári, sem á þér hrinur. Erfitt er að segja til um, hvað nafnið Edda merkir í draumi eitt sér. Til þess að um slíkt megi dæma, er nauðsynlegt að heyra drauminn allan í samhengi. Að vera með gull- og silf- urhringi á fingrum er hins vegar talið vera fyrir upp- hefð og mannvirðingum. Svar til Esterar. Hollt er að íhuga tvennt í sambandi við þennan draum, sálarástand þitt, áður en þig dreymdi hann og endi hans. Þegar tekiðer tillittil þess, hve illa þú varst á þig komin, áður en þú lagðist til svefns, er ekki að undra, þótt draumfarir þínar yrðu martraðarkennd- ar, og endir draumsins bendir til þess, að ótrúlega vel rætist úr þessu fyrir kunningja þínum — jafnvel betur en hann á skilið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.