Vikan

Tölublað

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 3

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 3
La Digue er litil eyja i Seychelle-eyja- klasanum og er næstum þvi ómenguð af túrisma. Blaðamaður ætlaði að dvelja þar i fjóra klukkutima, en svo fann hann andrúmsloftið bak við pálmana og gat ekki slitið sig þaðan i þrjá daga. Okkur rekur upp að strönd, sem virðist vera frá öldinni sem leið. Við heyrum bókstaflega þögnina. Svo brakar i uxakerru. Barkað seglið hangir niður i léttri golunni. Sólin er hátt á himni. Við vöðum bókstaflega inn i paradis, smaragðinn meðal hinna niutiu eyja i Seychelle- eyjaklasanum, sem skreytir Ind- landshaf, mitt á milli Indlands og Afriku, óraveg i burtu frá allri menningu — þetta er La Digue. Hér búa aðeins um tvö þúsund manns, og hér er aðeins einn bill. Það er lokað fyrir rafmagnið klukkan tiu á kvöldin. Hér er það uxakerran, sem ræður hraðanum. Það er alþjóðlegur flugvöllur á Mahé, sem er aðaleyjan, en hótel, leigubilar og vaxandi ferða- mannastraumur er viðsfjarri Ég finn það fyrst nú, hve þreytandi sá ys er. Pálmablöðin kasta skugga vfir veiðimennina; þeir eru búnir að selja helming aflans, en það er nú heldur ekki langt liðið á morgun- inn. Við troðum okkur inn i þessa kyrrð með ismeygilegum augum ljósmyndarans. Ungar stúlkur sitja flissandi á múrveggsbroti. Gamalt fólk heilsar okkur brosandi. Fólkið hópast ekki saman. Enginn ónáð- ar okkur með þvi að reyna að troða upp á okkur einhverju skrani. Uxarnir beygja hausana, og sandurinn rýkur um klaufir þeirra. Við hossumst upp og niður og virðum fyrir okkur umhverfið og njótum andrúmsloftsins. Kreolamatur er framreiddur rjúkandi heitur undir pálmaþaki, það eru engir veggir á veit- ingahúsinu. Vinið glitrar i glösun- um, og hláturinn i kringum okkur er tær. Notalegur unaður liður um mann. Bátasmiðurinn við hliðina á okkur er að hvila sig, það er siesta. Hjá kaupmanninum gulna póstkortin i hillunum, og ódag- settar filmur i nothæfum stærðum rvkfalla á borðinu. Maður fer fram hjá með fiskspyrðu. I fjarska heyrist skvaldur i börn- um, það eru sennilega friminútur i skólanum. Kaffi fáum við á barnum og kannski einhverja hressandi lögg með, svo gengur maður berfættur á alauðri strönd, — þar eru engar sólhlifar. Hressandi að fá sér sundsprett, en þá er ráðlegt að vera ekki berfættur, þvi að skelj- arnar eru dálitið sárar viðkomu. Bestu baðstrendurnar eru hinum megin á eynni. Mundu svo: Það verður farið klukkan tvö. Er þetta allt og sumt? Maður hefur á tilfinningunni, að eitthvað óvænt sé á bak við pálmana. Eitthvert ljóð eða lag, sem þú nærð ekki að skynja. Þegar báturinn setur upp segl fyrir utan granítklettinn við litla vitann, stend ég einn á ströndinni. Ég veifa ekki einu sinni. Ég verð að leigja mér kofa með loftræstingu og taka hana úr sam- bandi. Það eru til staðir, sem koma taugunum til að titra i einhvers konar minningum, sem maður hefur i sjálfum sér, án þess að vita hvaðan þær koma; myndir, sem eiginlega framkallast ekki. fyrr en maður stendur andsþænis þeim og skilur samhengið. Smá atvik, sem festast i minni og verða alltaf kærir förunautar Út úr lágu, rauðu múrsteihs- húsi kemur maður og tvö litil börn hoppa og skoppa i kringum hann. I rjóðri milli pálmanna er svolitill moldarskiki, og upp úr svartri moldinni gægjast örsmáar grænar spirur. Hann hefur þennan skika á leigu og greiðir fyrir það sem svarar þrjú hundruð og fimmtiu krónum á mánuði. Þarna ræktar hann tómata og ýmsar græn- metistegundir, sem hann svo sel- ur á markaðinum á Mahé. Stund- um fær hann sér aukaskilding með þvi að safna kókoshnotum. Hann fær eina krónu og fimmtiu fyrir hverja hnot. Stundum fær hann eitt til tvö hundruð stykki á dag. Hann gripur i handlegginn á mér: — Hlustaðu, vertu alveg kyrr. Ég fylgist með honum inn á milli trjánna. Hann bendir, og ég sé ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég heyri angurværa flaututóna og sé loks litinn svartan fugl hátt uppi i tré. Mér finnst þetta ósköp venjulegur svartur fugl. Hann hvíslar eins og i andakt: — Þetta er svarti paradisarflugu- veiðarinn. Þetta er sjaldgæfur fugl, og La Digue er siðasti griðastaður hans. Fyrir nokkrum árum voru aðeins eftir fimmtán til tuttugu fuglar. Þeir voru i hættu, voru að verða aldauða. Það voru ekki sist smá- strákar með teygjubyssur, sem áttu sinn þátt i að útrýma þeim. Eyjakkeggjar kalla þessa fugla- tegund „ekkjur”. En svo komu tveir enskir fuglafræðingar og sögðu þeim, að það boðaði sjö ára ógæfu að brjóta spegil, en það boðaði sjö sinnum sjö ára ógæfu að drepa „ekkju”. En ef þeir tækju sig saman um að hlúa að þessum fugli og sjá til þess að hann gæti ungað út eggjum sin- um, þá myndi það boða sjö sinn- r 34. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.