Vikan

Tölublað

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 32

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 32
— Ég tek þaö, sagði ég. — >að veröur lika mánaðar- greiðsla fyrirfram, sagði frúin á- kveðin. — Mér skilst að þér séuð utan af landi? Ég kinkaði kolli. — Sennilega i atvinnuleit? — Já. — Jæja, þér greiðið þá fyrir- fram fyrir einn mánuð. Ég taldi fram tuttugu og fjóra shillinga og mér fannst þetta mjög sanngjarnt. Ég afþakkaði fæðiö, enda vissi ég að peningar mfnir myndu endast mér skammt. Frú Purvis taldi peningana. — Jæja, ég skal þá ekki tefja yður lengur, sagði hún. Ég kinkaði kolli. Mér var ljóst, að ég var með hita og ég hafði slæman hósta. Ég skreið upp i rúmið og féll í fastan svefn. Mér leiö ennþá verr daginn eft- ir. En ég lét ekki undan þeirri freistingu að liggja I rúminu, það var svo nauðsynlegt að reyna að finna einhverja vinnu. Ég klæddi mig, gekk niður stigann og út á götuna. Þá var klukkan sjö. Það var þokkaleg matstofa við endann á Kennington Common. Ég fór þangað inn og fékk mér kaffi og heita brauðkollu. Það átti að duga mér allan daginn, svo ég neyddi þessu öllu ofan i mig, þó að mér væri hálf flökurt. Það var eintak af The Times á afgreiðsluborðinu og ég fékk leyfi til að llta i blaðið. Ég fór yfir allar atvinnuauglýsingar meðan ég sötraði kaffið. Þar sem auglýst var eftir kennslukonum og barn- fóstrum, var alls staðar farið fram á meðmæli, en mér varð starsýnt á eina auglýsinguna: Herra Albert, tannlæknir I Lud- gate Hill 45, óskar eftir snyrti- legri stúlku til aðstoðar við tann- smiðar og móttöku sjúklinga. A- kjósanlegt að hún geti líka að- stoðað við bókhald og fleira. Um- sóknir aðeins teknar til greina ef viðkomandi kemur á staðinn miili klukkan niu að morgni til klukkan sex sfðdegis. Ég ætlaði svo sannarlega að at- huga málið. Ég óskaði þess að- eins, að ég væri svolitið hressari. Ég minnist ferðarinnar þangað eins og í martröð. Ég man að ég tók almenningsvagn yfir á norð- urbakka árinnar. Um hádegið var ég á leið eftir Trafalgar Square. Þar hrasaði ég og hefði eflaust dottið, ef éghefði ekki getað stutt mig við tré. Ég hallaði vanganum upp að köldum trjáberkinum og lokaði augunum. Mér fannst und- arlegur hjartsláttur minn og ég átti erfitt með að anda. Ég er veik, sagði ég við sjálfa mig. — Reglulega mikið veik. Ég fékk á- kaft hóstakast og stóð hreinlega á öndinni, en þá kom ég auga á manninn. Þetta var ósköp venjulegur maður, i gráum frakka með þvældan hatt á höföinu og hann var eins og fimmtíu skrefum frá mér. Ég varð óttaslegin, rétti úr mér og hraðaði mér áleiöis. Gatan fram undan var mannlaus, en einn og einn vagn ók framhjá mér. Það var mjög hljótt, ég heyrði aðeins mitt eigið fótatak og hjartslátt. Og svo llka... fóta- tak fyrir aftan mig. Ég herti gönguna, en maður- inngerðisllkthiösama. Hann var að elta mig. Skyndilega komst ég út úr skugganum og sá fyrir framan mig sólbjart torgið, fullt af fólki og það sem best var, almennings- vagninn, sem ég gat tekið alla leið að Ludgate-Hill. Ég var innilega þakklát, þegar ég gat sest I sætið. Ég laut höfði og lokaði augun- um. Flóttinn hafði dregið úr mér slðasta máttinn. Ég var ósköp vonlaus um að fá vinnuna, þar sem ég var svo illa á mig komin. Ég hrökk við, þegar einhver klappaði mér á öxlina. Það var bara vagnstjórinn, sem var að rukka mig um fargjaldið. Ég náði Ipeningana og fékk farseðil. Með- an ég var að þvi, leit ég niður eftir sætunum og mér fannst sem hár- in risu bókstaflega á höfði mér. Þrem bekkjum fyrir framan mig sat maðurinn í gráa frakkanum! Hvað gat ég gert? Hvert gat ég farið? Ég varð að komast undan þessum manni. Ef ég stæði upp og krefðist þess að verða sett af, þá myndi hann eingöngu gera það sama. Nei, eina leiðin var að fara á leiðarenda, viö slðasta spölinn I Ludgate-Hill og leita á náðir tannlæknisins, sem ég vonaði að tæki vel á móti mér. — Farringdon Street hjá Fleet fangelsinu! Endinn á Ludgate- Hill! Vagninn skrölti á steinlagðri götunni en var svo stöðvaður. Ég klöngraðist á fætur og út á gang- stéttarbrúnina. Áður en ég kom aö þrepunum, hélt ég mér sem snöggvast i handriðið, til að ná jafnvægi. Ég fann hve máttlaus ég var og varð að taka á öllu sem ég átti til, svo ég ylti ekki um koll. Ég var alveg á horninu. Ég rétti út höndina og studdi mig við hornið andartak. Eftir að ég hafði gengið framhjá opnum dyrum á tóbaksbúð, sá ég, til allrar ham- ingju: Herra Albert Tannlæknir — tannsmiður. Ég drap á dyr og hallaði mér svo upp að þeim, dauðhrædd um aö ég fyndi hönd mannsins I gráu fötunum. En þá sá ég hvltan miða á hurð- inni: Skrapp frá, kem fljótlega aftur. Gjörið svo vel að biða. Svo fann ég höndina... Ég rak upp vein, en svo fékk ég ákafthóstakast. Óttinn bættist við máttleysið, en ég gat rifið mig lausa frá manninum I gráu fötun- um, sneri mér við, hrasaði á brúninni og datt fram yfir mig á götuna. Ég varð óttaslegin. Þarna var mjógata, svo mjó, að ég varð aö vefja pilsinu að mér. Þefurinn var hræöilegur úr ræsinu og dags- ljósiö náði varla aö lýsa upp göt- una. Nú missti ég alveg tlma- og staðarskyn. Einhvern veginn komst ég samt út úr þessu mjóa sundi og út á götuna, sem var full af fólki og háreystin ærandi. Ein- hver æpti af hlátri. — Vantar þig eitthvað, elskan, ertu aö leita að einhverju? Dlsku- legur náungi með svartan lepp fyrir auganu varnaði mér vegar. Ég æpti. Fólkið var ábyggilega allt að hlæja að mér, andlitin á götunni og önnur andlit I gluggunum. Ég rétti fram höndina til að finna einhvern stuöning, en greip I tómt. A næsta augnabliki lá ég á götunni og horfði upp I himininn. Ég sá undrandi andlitin yfir mér, svo sá ég hann, manninn I gráu fötunum. — Það er best að snerta hana ekki, hún getur verið með smit- andi sjúkdóm, kannski kóleru. Maðurinn I gráu fötunum urr- aði: — Hvort sem það er kólera eða ekki, þá er ég búinn að ná þvi sem ég ætlaði mér, sagði hann. Og áður en skuggi meðvitundar- leysisins greip mig alveg, fann ég að hann náði i budduna mina með einu skildingunum, sem stóöu á milli mín og sultardauða. Þegar ég opnaði augun, sá ég stjörnurnar. Mér fannst einhver ægilegur þungi liggja ofan á brjóstinu á mér, og erfiðið við að draga andann orsakaði ofsalegan hjartslátt. Ég leit til beggja hliða á skugg- sýnu torginu, en sá ekki nokkurn mann. Ég gat einhvern veginn velt mér á hlið og staulast á fæt- ur, með þvi að styðja mig við næsta vegg. Veggurinn varð mér til bjargar og ég þrýsti höndunum upp að honum og fetaði mig áfram. Svo helltist máttleysið aftur yf- ir mig og fæturnir báru mig varla, þegar ég kom út á götuna. Ég komst samt einhvern veginn yfir götuna og sá byggingu með skilti og þar eygði ég hjálp. Á dyr- unum stóð: Herra Albert Tannlæknir — tannsmiður. Ég snerti skiltið með dofnum fingrum en hné svo niður á dyra- þrepiö. Það fyrsta sem ég skynjaöi, þegar ég kom til meðvitundar, voru mjúk lök og ilmur af þurrk- uðum lavendlum. — Hættan er liðin hjá, herra Rowley, sagði ókunn rödd. — Guði sé lof, herra Albert, svaraði önnur. — Þetta hefur ver- ið erfiö barátta. — Ég held hún ætli að segja eitthvaö, sagöi herra Albert, mið- aldra maöur. — Hvernig llöur þér núna, vina min? spurði hann. — Miklu betur, þakka yður fyr- ir. — Þú hefur verið mikið veik I viku, sagði hann. — Og þér hafiö hjúkrað mér? sagði ég. — Þér eruð mjög góður maöur. Herra Albert benti félaga sln- um, hávöxnum manni I svörtum frakka, aökomatil mln. —Það er allt að þakka þessum vini mínum, sagði hann. — Ungfrú Goodacre, þetta er herra Rowley læknir. — Komið þér sælar ungfrú Goodacre. — Hvemig vitið þið hvað ég heiti? spurði ég undrandi. Herra Albert brosti glettnis- lega. — Ó, við vitum heilmikið um yður. — En hvernig? — Ja, það var svo sem ekki erf- itt að komast að þvi, sagði hann. — Við höfðum strax samband við lögreglustöðina I Fleet Street og sögðum frá því að unga stúlku hefði rekið á fjörur hjá okkur og það var ekki lengi verið að kom- ast að þvl, að þér hétuð Joanna Goodacre, og að yðar hafði verið saknað frá leiguherbergi I Kenn- ington siðan á þriðjudag. En núna ætla ég að leyfa konunni minni og einhverri dóttur minni að sjá um næringu handa yður. Tannlæknirinn átti elskulega konu og fimm dætur, frá fjórtán til tuttugu ára. Það var Nellie, yngsta dóttirin, sem var yfir mér mestallan fyrsta daginn eftir að ég komst til meðvitundar. Augu hennar urðu ennþá stærri, þegar ég sagði henni frá flótta minum undan gráklædda mann- inum. — Og gekkstu niður Creed Lane? hrópaði hún upp yfir sig. Annan daginn var ég orðin það hress, að ég gat setið uppi meðan ég boröaði, enda var hlaðið kodd- um i kringum mig. Þá sagði ég herra Albert frá erindinu, sem ég átti við hann. — Herra Albert, segið mér nú sannleikann, eruð þér búinn að ráða I stöðuna? — Nei, svo er nú ekki, ungfrú Goodacre, svaraði tannlæknirinn. — Og það er ekki sennilegt að þaö verði fyrsta kastið. Það komu þrlr umsækjendur og það stein- leið yfir þær allar, þegar þær sáu áhöld min! Við fórum bæði að hlæja. Ég sagði: — Herra Albert, þið hafið öll verið svo undursamlega góð við mig, en nú langar mig til aö biðja yður einnar bónar i við- bót. Viljið þér ekki reyna mig sem aöstoðarmanneskju? Hann þagnaði andartak. — Við • getum hugsað um það, ungfrú Goodacre, svaraði hann. — En mig grunar að þér hafið nú samt eitthvað annað I huga. Slödegis komu allar systurnar fimm og létu spurningarnar dynja á mér, þær vildu vita allt um mina hagi. Það virtist svo, að þær hefðu sérstakan áhuga á einkallfi minu, sérstaklega þeim stutta tlma, sem ég haföi dvalið I Mallions kastala. • — Var herra Trevallion ánægð- ur með brottför þlna? spurði Nellie. — Égheldekki. Égbrosti. — Að minnsta kosti beið ég ekki eftir að heyra álit hans. — Attu við að þú hafir hreinlega strokið, án þess að kveðja? spurði Janey. — Ég skildi eftir bréf, sagði ég og ég var eiginlega komin I varn- arstööu. 32 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.