Vikan

Tölublað

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 12
Linguapho Þú getur lært nýtt tungumál á enz LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir ísl< Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hef ur meófædd- an hæfileika til aó læra aó tala á þennan hátt. A ótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RÉTT og ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió ákvöróun, — sendum vió þér linguapho í því tungumáli, sem þú ætlar aö læra. I CUU±obuS KUXM2VO 5(±' s' LINGUAPHONE tungumá á hljómplötum og Hljóófærahús Reykjavíkur- Laugav. ----------------------------1 * Læknistræði Kæri Póstur! Mig langar til aó þakka þér allt gamalt og gott, en ég má til að setja pinu út á þig. Mér finnst þú einblina um of á stjörnumerki. Helmingurinn af lesefni Póstsins eru spurningar um: „Hvernig passar þetta stjörnumerki viö hitt?” Hvernig væri að demba greinaflokki um stjörnufræöileg efni á eina opnu i Vikunni viö tækifæri, og segja svo skiliö viö þetta? Jæja, mig langar til aö spyrja þig um: 1. a. Hvaöa menntun þarf skurö- læknir að hafa? lb. Hvaöa menntun þarf dýra- læknir aö hafa? 2. Er nauösynlegt að fara út til aö afla sér háskólamenntunar i þessum greinum eftir mennta- skólanám og þá hvert og hve lengi? 3. Er ekki best aö fara i stærö- fræöideild og svo i náttúrufræöi- deild i menntaskóla? 4. Eru einhverjir kvenmenn skurö- eöa dýralæknar á Islandi? 5. Aö siöustu til aö svala hégóma- girndinni, hverning er skriftin? Þökk fyrir birtinguna ef úr verð- ur. Pascoina. Pósturinn var á báðum áttum hvort hann ætti aö svara þessu bréfi eöa ekki. Þaö varö úr aö hann svaraöi þó svo aö bréfiö væri nafnlaust. Bæöi var þaö vegna þess aö honum þótti þaö vissulega svara vert fyrir efnis- ins sakir, og eins vegna þess aö 'honum þótti þaö einkar snyrtilegt og vel skrifaö. Pósturinn er nú eiginlega á sama máli og þú, Pascoina, hvaö varöar stjörnu- fræöina. Þar er þó úr vöndu aö ráöa vegna þess aö lang flest bréf til Póstsins innihalda spurningar af þessu tæi. 1 46 tölublaöi áriö 1970 birtist opna um þessi fræöi, þar sem fólk gat lesiö hvernig stjörnumerkin fóru saman. Okkur á Vikunni hefur oröiö tiörætt um aö birta þessa opnu aftur, en enn hefur ekki oröiö úr þvi. Þar fyrir utan birtust áriö 1968 annaö slagiö greinar um hin einstöku stjörnumerki og eigin- leika þeirra, sem I þeim eru fædd- ir. Okkur finnst þvi aö fólk velji heldur kelduna en krókinn þegar þaö spyr siendurtekinna spurn- inga af þessu tæi,þegar ekki þarf annaö aö gera en fletta upp 1 gömlum Vikum. Til þess aö veröa skurölæknir þarft þú fyrst aö Ijúka mennta- skóla. Þaö er varla hægt aö gera upp á milli náttúru- og eölisfræöi- deilda þegar því er velt fyrir sér hvor þeirra sé liklegri til aö létta róöurinn I læknadeild. Ég ætla ekkert aö fjölyröa um þetta, báö- ar hafa deildirnar margt til sins ágætis. Máladeildarstúdent á híns vegar i talsveröum erfiöleik- um og veröur aö sækja námskeiö bæöi i eölis- og efnafræöi, til aö fá inngöngu I læknadeild. Aö stúdentsprófi loknu liggur leiöin sem sagt i læknadeild þar sem þú veröur aö Ijúka prófi í almennri læknisfræöi. Þaö er 6—7 ára nám. Sföan tekur sérmenntun viö, en hún getur tekiö mislangan tima eftir þvi hvers konar skurölækn-' ingar þú hyggst stunda, allt frá 3 upp i 6 ár. Þaö er sömu sögu aö segja um dýralæknisfræöi hvaö varöar menntaskólanám. Siöan liggur leiöin út I lönd, þvi hana er ekki hægt aö læra hérlendis. Flestir islenskri dýralæknar hafa lært á noröurlöndunum eöa i Þýska- landi. Þaö er 6 ára nám. Pósturinn getur ekkert fullyrt um þaö hvort hér séu einhverjar konur, sem stunda þessi störf, en sé ekki, þá er vissulega timi til kominn, og þú skalt sist af öllu láta þaö hindra þig. Mér list svo á, aö þú munir siöur en svo standa aö baki karlmönnum. Er Island að klofna? Komdu sæll og blessaöur kæri þáttur, og þakka þér innilega fyrir mjög gott efni i blaðinu. Ég ætla nú að spyrja þig nokk- urra spurninga, sem ég vona að þú svarir, og hér koma þær: Hvað er Bessi Bjarnason gam- all? Hve margir eru ibúar Þórshafnar i Færeyjum? Erþaðsatt, aö það sé sprunga á miðju landinu, og það verði aldrei langt þangaö til landiö klofnar og verði þannig aö tveim- ur eyjum, ég hefi nefnilega heyrt einhvern ávæning af þessu? Er það ekki rétt, aö hjónaefni eigi aö vera með likar skoöanir á hlutunum og eigi aö vera sam- stillt i verkum? Mér finnst aö svo ætti að vera. Segir þú, aö Berufjöröur sé lengsti f jöröurinn hér á austf jörö- um? Hvernig eiga tvær steingeitur saman?. Jæja, ég spyr nú ekki meira aö sinni, meö kærri kveöju, 1x2 2945-8006 ' Pósturinn þakkar hóliö fyrir hönd Vikunnar. Bessi Bjarnason leikari er 45 ára gamall. 1 Þórshöfn í Færeyjum búa um þessar mundir um 12480 manns. Nú seturöu mig i nokkurn vanda. Vist er sprunga á miöju landinu, en ómögulegt er aö segja nokkurn hlut um hvort landiö muni klofna eöa ekki. Þaö er mjög ósennilegt aö svo veröi nokkurn tima, en i jaröfræöi ætti maöur aldrei aö segja aldrei. Mun sennilegra er aö landiö haldi áfram aö stækka og stækka eins og þaö hefur gert undanfarin ár um þessa sprungu, þvi aö á henni eru eldgosin tiöust. Máltækiö segir: Ástar hugir 12 VIKAN 34.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.