Vikan

Tölublað

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 23

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 23
Alex Cord i ham i myndinni Stiletto, sem gerö er eftir sögu Harolds Robbins, Rýtingurinn. Myridin hefur verið sýnd i Hafnarbiói og mun væntanlega verða endursýnd þar á næstunni. treysti þvi að þeir verði lika var- kárir þvi það er þeim sjálfum fyrir bestu.” ,,Ég skal koma skilaboðum til þeirra,” sagði Emilio. Cesare kinkaði kolli. „Gott. Og hvenær mun ég svo heyra frá þér?” „1 næsta mánuði,” svaraði Emilio. ,,Ég mun koma til þin skilaboðum um niðurstöðu ráðs- ins i Gran Mexico kappakstrin- um. Skráðu þig til keppni i Ferraribilnum þinum. Bifvéla- virkinn þinn tefst á ttaliu og þegar þú kemur til Mexicoborgar daginn áður en keppnin á að fara fram, þá færðu skeyti þess efnis að hann sé veikur. Ráddu þann, sem ég sendi þér. Siðan muntu fá frekari fyrirmæli.” Cesare kinkaði kolli. ,,Ef fyrir- ætlanir minar breytast eitthvað, þá mun ég skilja eftir skilaboð til þin á veitingahúsinu Quarter Moon i Harlem eins og um dag- inn.” Emilio brosti. ,,Ég skil” Hann vafði Cesare aftur örmum og tók siðan i hönd hans. „Ég legg lifið i sölurnar fyrir þig,” sagði hann. Cesare starði á hann eitt augnablik en svaraði siðan. „Ég legg lifið i sölurnar fyrir þig.” Hann snerist á hæli og smeygði sér út um dyrnar. Emilio heyrði smella i lásnum. Hann sneri lyklinum sin megin og lét hann aftur inn i baðskápinn. Þá skrúfaði hann fyrir vatnið og lagði af stað inn i herbergi sitt. Hann hristi höfuðið. Cesare hafði kveðið upp sinn eigin dauðadóm með því að neita frekara sam- bandi við Bræðralagið. Það, sem honum þótti verst var að hafa ekki tima til að láta hina vita um sinnaskipti sin. A Manhattan er gatan Lexing- ton Avenue. Við hana stendur veitingastaður og sagt er að þar fáist steikur, sem séu þær bestu, sem völ er á i öllum heiminum,.og að spaghetti sé þar jafnvel betra en i gamla landinu. Það er aðeins á slfkum veitingahúsum að eðli- legt er talið að allt sé svo dýrt, að kæmi einhver inn af götunni þá gæti hann varla haft efni á að fá sér brauðsnúð með sméri til að seðja hungur sitt. Það þykir einnig ósköp eðlilegt að þeir einu, sem ráð hafa á að snæða á þvilik- um matsölustað, fái allt upp á krit eða þá að þeir hafi skotsilfur i svo rikum mæli, að þeir gætu notað brakandi nýja seðlana, sem þeir unna svo heitt, i salötin, sem bor- in eru á borð fyrir þá með góm- sætum sósum. Framhald i næsta blaði * r 34.TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.