Vikan

Tölublað

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 18

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 18
 Á Vesturgötu 36A búa hjónin Sigrun Ragnarsdóttir og GIsli Arnason, deildarstjóri I forsætis- ráðuneytinu, ásamt tveimur börnum þeirra. Nú eru 15 ár liöin frá þvi að Sigrún var kjörin feg- uröardrottning fslands, þá aðeins 17ára gömul. Við hittum hana að máli og báðum hana að segja okkur örlitið frá þátttöku sinni I keppninni. — NU orðið Ht ég á þátttöku mlna I keppninni sem npkkurs konar bernskubrek. En f þá daga voru viðhorfin gagnvart þessu önnur en nii. Mér bauðst ljómandi tækifæri til ferðalaga og ævin- týra, sem þá voru ekki á hverju strái. Það var ekkert, sem mælti á móti þvl, að ég tæki þátt i keppninni, og ég vissi, að þarna var um einstakt tækifæri að ræða. — Ég vann við afgreiðslustörf i versluninni Reghboganum I Bankastræti um það leyti sem keppnin fór fram hér heima, en hætti þar, þegar ég fór til Banda- rlkjanna i alheimskeppnina. Haustið áður varð ég 18 ára og nógu gömul til að taka þátt I Evrópukeppninni I Llbanon, þar sem ég dvaldist I 10 daga. Ég hafði aldrei komið út fyrir land- steinana áður og varð yfir mig hrifin, enda tilganginum með þátttökunni náð. Ég kynntist mörgum stúlkum i ferðinni og sá margt nýtt og framandi. Til dæmis hafði ég aldrei séð sjón- varp áður. — Eftiraðégkomheim.héltég áfram að vinna I Regnboganum, þangað til ég hélt til Bandarikj- anna, þar sem ég ætlaði að dvelj- ast I 1 mánuð, en kom ekki heim fyrr en eftir 10 mánuði. — Keppnin á Langasandi var I senn erfið og spennandi. Við þurftum að fylgja ákveðinni dag- skrá frá morgni til kvölds, og m.a. þurfti ég að flytja ræðu á ensku um sögu tslands. En ég hafði mjög gaman af þessu, enda þotti meiri upphefð i' þvi fólgin að taka þátt I keppninni ytra en hér heima. — Eftir að ég hafði náð sæmi- legum árangri, þ.e. orðið I fimmta sæti, var ekki lengur um það að ræða að halda beint heim, þvi að mér var boðið að taka þátt i tlskusýningarferðalagi til Aust- urlanda, sem ég og þáði. Það var Mr. Charlie, sem þarna var staddur á vegum International keppninnar frá Tokyo,,sem valdi 6stúlkur til þessa af þeim 62, sem þátt tóku I keppninni. Við áttum heilmikið ferðalag fyrir höndum, og m.a. héldum við sýningar á Filippseyjum, i Kina og Tokyo. Ég hafði ágætan förunaut, frú Olive Swanson, sem er vesturis- lensk, og fyrir vikið var ferðin skemmtilegri. Góður andi var i hópnum, og allt gekk átakalaust fyrir sig, og ég iðraðist þess aldrei að hafa tekið þátt I þessu. Ferðirnar voru greiddar fyrir okkur, en auk þess fengum við eitthvað smávegis greitt fyrir sýningarnar. En peningarnir skiptu ekki megin máli, heldur ánægjan og það að fá tækifæri til að skoða sig um i heiminum og auka víðsýiýna. A heimleiðinni kom ég við á Hawaieyjum, þar sem ég átti dýrlega daga. — Þrátt fyrir freistandi tilboð, hvarflaði það aldrei að mér að setjast að úti, hugurinn stefndi alltaf heim. Ég á ánægjulegar minningar um ævintýralegt ár, sem aldrei hafa haft neikvæð áhrif á mig. Ariö 1960 var Sigrún Ragnars- dóttir kjörin UngfrU tsland. A þessari mynd sjást stúlkurnar fimm, sem þá komust I úrslit. Þær ertí, talið frá vinstri: Guð- laug Gunnarsdóttir, Sigrún Ragnarsdóttir, Svanhildur Jakobsdóttir, Inga Arnadóttir og Sigrún Sigurðardóttir. 18 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.