Vikan

Tölublað

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 28

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 28
JETTAMNNAR — Þú ert falleg stúlka, vina min, mjög aðlaöandi. Hún snerti aðeins kinn mina með hendinni,. sem féll máttlaus i kjöltu hennar. — Svo þetta er dóttir hins hrausta hermanns, sem bjargaði syni minum á vigvellinum0 — Já, móðir min, sagði Bene- dict Trevallion. — Goodacre lið- þjálfi lést um leið og Saul á Jama- ica. Frú Trevallion lokaði augunum og kinkaði kolli. — Ég ætla þá að lofa ykkur að vera einum stund- arkorn, sagði hann og gekk i burtu, en gaut til min augunum um leið og hann fór. • — Fáðu þér sæti, vina min, og segðu mér eitthvað af sjálfri þér sagöi gamla frúin. — Ég hitti aldrei föður þinn, en að sjálfsögðu skrifaði ég honum þakkarbréf, þegar bardigan lávarður var bú- inn að færa mér þessar hræðilegu fréttir. Hann kom hingað, — já, Cardigan gerði það. Það er nú búið að gera hann að þjóðarhetju og Tennyson hefur ort um hann ljóð. En ef ég á að vera hreinskil- in, þá kunni ég aldrei reglulega vel við Cardigan lávarð, það var eitthvað héralegt við augnaráð hans,en hann talaði mjög hlýlega um Piers. Veslings drengurinn minn var fluttur af vígvellinum út á skip Cardigans og hann lét liflækni sinn stunda hann og um stund héldu allir að hann myndi ná sér. En þegar Cardigan lávarður kom heim til Englands, kom drengur- inn minn með honum...... Gamla konan beygði af og ég sá tárin renna niöur hrukkóttar kinnarnar. — Þú verður að fyrirgefa gam- alli konu, vina min, sárið i hjarta minu er ekki gróið ennþá. — Ö, þér megið ekki láta þetta fá svona á yður, sagði ég. — Reynið að taka þessu ró- lega! — Það leið skjótt að lokum, hélt hún áfram. Honum versnaði skyndilega. Cardigan láfcarður hélt i hönd hans og hann sofnaöi út af og vaknaði aldrei aftur. Honum var sökkt i sjó, á her- mannavisu og hann var klæddur bláa riddaraliðsbúningnumsinum. — Þetta var hörmulegt, sagði ég- — Það voru nú samt glæsileg endalok! Glæsileg! Hún sneri sér að mér og ég sá i svip glampann i augum Trevallionættarinnar. — Þó að drengurinn minn hefði lifað miklu lengur, hefði hann aldrei getað unnið meiri sigur fyrir fjöl- skyldu okkar, meiri heiður, bæði fyrir sjálfan sig og okkur, ætt- ingja hans.... — En að deyja svona ungur, sagði ég, — og undir þessum kringumstæðum. — Heyrðu nú, stúlka min, sagði gamla konan hneyksluð. — Þú misbýður minningu sonar mins! Ég sá það of seint, að þetta voru mistök. Ég mundi of seint eftir varnaðarorðum Benedicts um að ala á sorg móður hans. — Mér þykir það leitt, frú. — Ég hefði ekki kosið það ööru- visi! sagði hún. — Ég hefi syrgt blessaðan drenginn minn i sjö ár, þó hefi ég stolt borið sorg mina. Það rann hetjublóð i æðum sonar mins, besta blóð Trevallionættar- innar. Hann hlaut að deyja hetju- dauða. Ég starði hljóð á þessa konu. Það voru aðeins nokkrar klukku- stundir siðan hún frétti sorgleg endalok annars sonar sins, — en það var eins og hún myndi ekkert eftir þvi. En svo leit hún upp. — Ég verð að festa hugann við eitthvað ann- að. Viltu ekki lesa fyrir mig. — Það vil ég gjarnan gera, svaraði ég. — Hvað eigum við að lesa? — Prendergast var að lesa David Copperfield, sagði hún. Það var bókmerki þar sem frú Prendergast haföi verið að lesa siðast og það var ellefti kafli, sem ég byrjaði á. Ég var einmitt kom- inn að þvi atriöi, þegar David er kynntur fyrir herra Micawber, þegar gamla konan tók fram i fyrir mér og sagði: — Hann sagði — ég á við Cardi- gan lávárð, að siðustu orð sonar mins hefðu verið um mig. Mér datt ekki neitt i hug, sem gæti verið við hæfi, svo ég þagði stundarkorn og hélt svo áfram viö lesturinn. Hún tók aftur fram i fyrir mér. — Hann Piers minn tók kvölum sinum með stakri þolinmæði og hetjulund. Hann kvartaði aldrei. Ég fann þá, að hún hafði alls ekki verið að hlusta á lesturinn, hún fann sennilega einhverja fró- un i þvi að hafa áheyranda að minningum sinum. F'yrstu vikuna sem ég dvaldi á Mallion, komst ég i kynni við þægindi og munað i lifsvenjum. Ég fór alltaf snemma á fætur, bjó um rúmið mitt og lagaöi til i her- berginu, en ég hefði getað sparað mér það ómak, það var alltaf búið um rúmið á ný og allt gljáfægt inni hjá mér, meðan ég var úti. Máltiðir voru alltaf framreidd- ar i borðsalnum og ætið lagt á borð fyrir fjóra, en Mayana og drengurinn komu sjaldan til borðs. Benedict Trevallion kom alltaf til morgunverðar, en hann var venjulega önnum kafinn i við- skiptaerindum um miðjan dag- inn, svo hann kom sjaldan til há- degisverðar og svo var hann lika oftast siðbúinn til kvöldverðar. Ég fór venjulega um tiuleytið til ekkjuhússins, þar sem ég hélt áfram við lesturinn á David Copperfield, stundum i dagstof- unni en þegar veður var sérlega gott, þá fór ég með gömlu konuna út i garð. Það var alltaf sama sagan, hún tók ekki eftir efni bók- arinnar og greip oft fram i fyrir mér. Siðdegis eyddi ég timanum oft- ast i gönguferðir um nágrennið, enda var veðrið alveg dásamlegt. Og þannig leið fyrsta vikan min á Mallion. Svo var það einu sinni, rétt eftir morgunverð, að við heyrðum i léttikerru á mölinni fyrir utan. Þegarég kom út á veröndina, var Feyella Mapollion að stiga út úr vagninum. Hún var i hvitum mússulinskjól með mjög fallega brjóstnál, alsetta dýrum steinum, við hálsmálið og hárið sett upp undir hattinn. Hún brosti vingjarnlega til min, þegar hún sá mig. Það var eins og okkar fyrstu kynni hefðu verið með allt öðru móti. — Sæl vertu og góðan dag, sagði hún. — Er Benedict heima? — Herra Benedict er i einhverj- um viðskiptaerindum i dag, sagöi ég. Ég hafði einhverja vanmátt- artilfinningu gagnvart þessari stúlku og ég skammaðist min fyr- ir það. Ég haföi séð Benedict riða i burtu siðasta fimmtudag, senni- lega i teboðið hjá henni, og mér varð svo undarlega innanbrjósts við það, rétt eins og ég væri út- undan. — Það skiptir ekki máli, sagði hún. — Ég er að hugsa um aö fara hérna niður að ströndinni og mála Mallion þaðan. Málar þú, Jo- anna? — Nei, sagði.ég. — Ég get ekki dregið beint strik, þótt ég væri öll af vilja gerð. Við drukkum saman kaffi og sátum andspænis hvor annarri við matborðið. Hún fór að spyrja mig um fyrra lif mitt á Jamaica áöur og hún var svo vingjarn- leg, að mér fór að verða hlýtt til hennar. Ég talaði um allt mögu- legt, — sagði henni frá þvi, þegar ég stóð i skugganum og horföi á fólkið dansa og skemmta sér á ballinu forðum á Roswithiel. Feyella skemmti sér vel yfir þessu og svo sagði hún rriér frá sinu lifi, sem greinilega var lif i munaði og að hún hafði hóp af þjónustufólki, sem hlýddi öllum skipunum hennar. Þegar klukkan var að verða tiu, þurfti ég að fara til frú Trevallion, og ég var hálf leið yfir þvi, vegna þess að mér fannst svo skemmtilegt að tala við þessa nýju vinkonu mina. Við skildum svo á hlaðinu, hún fór niður að ströndinni en ég flýtti mér til gömlu konunnar. Ég sá ekki þegar Feyella fór. Frú Trevallion var i leiðu skapi þennan morgun og hafði allt á hornum sér. Ég las ekki mikið, en klukkan var að verða eitt, þegar ég sneri heim að húsinu aftur. Þá var enginn vagn á hlaðinu. Siðdegis rigndi. Ég lá i leti minni i stóru stofunni, þar sem útsýnið yfir hafið var fegurst. Ég var þarna þangað til farið var að skyggja, en þá fór ég upp til min, til að hafa fataskipti, ef ske kynni að Benedict kæmi til kvöldverðar. Ég fann fyrir einhverjum ónot- um, áður en ég opnaði dyrnar á herberginu minu, eins og eitthvað illt biði fyrir innan dyrnar. Það var bleksvart myrkur i herberginu og mér fannst það undarlegt, aðeinhver hefði fundið sig knúðan til að draga glugga- tjöldin fyrir, þar sem ennþá var nokkur dagsbirta. Ég flýtti mér inn i herbergið, til að draga frá gluggunum. Það marraði i hurðinni og hún skall aftur að baki mér. Ég hikaði augnablik, til að jafna mig. Svo gekk ég nokkur skref á- fram, en rakst þá á eitthvað, sem alls ekki átti að vera þar á miðju gólfi. Svo flaug eitthvað rétt hjá eyr- anu á mér. Ég heyrði greinilega vængjahljóð! Ópið i sjálfri mér jók á óttann. Ég greip fyrir munninn, til að kæfa hljóðið. Nú kom þetta, sem hlaut að vera eitthvert kvikindi, yfir höf- uðið á mér og mér fannst ég heyra dauft tist! Einhvers staðar frá heyrði ég óp i einhverri veru, sem hlaut að vera i sárri neyð. Ég vissi að þetta óp kom frá mér sjálfri. Og svo, slettist eitthvað blautt og kalt á handarbakið á mér! Ég veit ekki hve lengi ég lá þarna i hnipri, með hendurnar fyrir andlitinu. En allt i einu varö bjart i herberginu og ég leit út á milli fingranna og sá þá andlitin á tveim eldhússtúlkum, skelfingu lostin. 28 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.