Vikan

Tölublað

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 34

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 34
RUBY BABY Nýtt frá Magga og Jóa. Þá eru þeir i Change loksins búnir aB koma frá sér langþráöri plötu. Þaö er ekki svo litiö búiö aö skrafa um þá félaga undanfarna mánuöi, bæöi satt og logiö. Nú, um þessar mundir dvelja þeir hjá andanum og hamast viö aö gera honum til hæfis á dans- leikjum viöa um land. Allir, sem á þá hlusta, ljúka miklu lofsorði á bandiö, og er þaö aö veröleikum. Þaö sannar þes'Si plata, sem ekki veröur um villst. Platan hefur aö geyma tvö lög eftir þá félaga, Magnús og Jó- hann, RUBY BABY og IF I. Hvort tveggja eru þetta hressi- leg lög og erfitt að gera upp á milli þeirra, gætu allt eins bæöi oröiö á toppnum. 1 fyrrnefnda laginu ber mikiö á háum bakröddum, og eftir að hafa hlustað á lagiö getur maöur vel skiliö hvers vegna þeir eru oft kallaðir ,,the girls from Iceland” meöal session manna á Bretlandi. V, N. \Æ wM [ 1 ^ ? 1 Kd. „ jt wL) Raddanir eru mjög skemmtilegar og minna stundum dálitiö á Beach Boys. Bjöggi Halldórs syngur þetta lag og gerir þvi góð skil, sem hans er vandi til. Hitt lagið, IF I, er mjög skemmtilegt, og I þvl fer Jói á kostum i söngnum, kemur þarna fram með sérstæðan stil og meló- diskan. Bakraddir eru mjög góö- ar og undirspil lika. Siggi skemmtilega áberandi miðað við fyrri plötur og aö ógleymdum Tomma á bassanum, sem er þétt- ur aö vanda. Sum sé góö plata I alla staöi, og ósjálfrátt veröur manni á aö hugsa meö sér, eftir aö hafa hlustaö á hana, aö nú hljóti þeir aö fara aö meika þaö á heims- mælikvaröa. Paradís þrumar plötu Ég tek enn einu sinni undir þaö sem Omi Vald sagöi um Pétur Kristjánsson I Paradis: Honum Pétri er ekki fisjað saman. Nú um þessar mundir, eru þeir Paradisarmenn aö senda frá sér sina fyrstu plötu. Þar er um aö ræöa litla plötu. Er babblari var að pikka þetta, sem hér er skrif- að, voru þeir Pétur og Gústi yfir- rótari i U.S.A., þar sem þeir voru meöal annars aö ganga frá vinnslu plötunnar. Mér vannst þó timi til, aö veröa mér úti um kópiu af plötunni hjá þeim, áöur en þeir héidu utan. Platan hefur aö geyma tvö lög: Just Half of You og Superman. Þaö fyrrnefnda er eftir hinn bráö efnilega hljómborösleikara Paradisar, Pétur Kristjánsson (kaptein). Þar er á feröinni mjög athyglisveröur lagasmiöur og á hann eflausteftir aö láta meira aö sér kveöa I framtíöinni. Melódfan er þrælgóö og grípandi. Pétur syngur mjög melódiskt og skemmtilega. Þá vekur athygli þrumugott bassasánd hjá Gunna, þétt og fast. Seinna lagiö er, eftir þvi sem ég best veit, er tekið aö láni frá Búlgarskri grúppu. Þaö ber nafn- iö Súperman. Þrumugott stuölag, eins og reyndar þaö fyrrnefnda. Þaö er óhætt aö segja þaö, aö Pétur getur sannarlega veriö ánægöur meö þessa frumraun grúppunnar í bransanum. Upptakan er sérlega vel heppnuö, en hún fór fram hjá Hljóöritun i Hafnarfiröi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.