Vikan

Tölublað

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 19

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 19
um þátttakendum frá Evrópu. Þar komum viö m.a. fram I sjón- varpinu i þætti Ed Sullivan, og einnig var okkur boðiö i fræga næturklúbba, þar sem viö kynnt- umst frægu fólki. Allt var þetta mjög framandi og spennandi og óvenjuleg reynsla fyrir 19 ára stúlku. — Okkar var gætt vel allan timann, og viö fengum aldrei aö fara einar út. Ég var fyrsta is- lenska stúlkaa, sem tók þátt i keppninni á Langasandi. Alls tóku 74 stúlkur þátt i keppninni, en ég og ungfrú Iowa vorum vald- ar til aö koma fram i sjónvarps- þættinum „Two for money”, þar sem okkur var ætlaö aö svara ýmsum spurningum. Fyrir fyrstu spurninguna fengum viö 5 doll- ara, þá næstu 25 og þannig koll af kolli. Alls fengum viö 360 dollara, og þótti þaö álitleg upphæö i þá daga. Viö vorum lika leystar út meö gjöfum i auglýsingaskyni, enda notuðu fyrirtæki bókstaflega hvert tækifæri til aö auglýsa vör- ur sinar i tengslum viö okkur. — Einn daginn var okkur ekiö hverri fyrir sig i dýrindis skraut- vagni, sem fyrirtæki höfbu tekiö aö sér aö skreyta. Það var hræöi- legur dagur, þvi aö viö þurftum að standa i 3 tima i nær 40 stiga hita, kófsveittar. Ég gleymi þeim degi seint. Fyrir utan hóteliö, sem viö bjuggum á, biðu venjulega múgur og margmenni eftir okkur á morgnana til þess aö fá eigin- handaráritanir, þvi aö blöðin auglýstu alltaf, hvenær viö mynd- um yfirgefa hóteliö. Mér fannst þetta hálf kjánalegt og átti bágt með að skilja, hvers vegna okkur var veitt svona mikil athygli, þar sem viö heföum nú ekki afrekaö nein ósköp. Viö fengum heldur aldrei friö fyrir blaðaljósmyndur- um, sem eltu okkur hvert sem viö fórum. Ég varö alveg steinhissa, þegar ég sá myndir af mér I blöö- unum dag eftir dag. — Eftir aö ég kom heim, fannst mér einum of mikiö hafa veriö gert úr þátttöku minni I keppn- inni, svo aö ég varö hálffeimin viö cð láta sjá mig. Ég gat ekki hugsaö mér aö fara aö vinna aftur i Ingólfsapóteki, og heilt ár leiö, par til ég haföi mig í aö ganga i \usturstrætinu. Núna llt ég á petta sem spennandi æskuævin- iýr, sagöi Guölaug aö lokum. Frá feguröarsamkeppninni IDCG. 'A þessari mynd má m.a. sjá Einar Jónsson framkvæmda- stjóra keppninnar og Thorolf Smith, blaöamann. Hiutskörpust i þessari keppni var Guölaug Guö- mundsdóttir sem er I rósóttum kjól, lengst til vinstri I fremstu röö. Guölaug Guömundsdóttir, sem varð fegurðardrottning Islands áriö 1956, var fyrsta islenska stúlkan, sem tók þátt i alheims- fegurðarsamkeppninni á Langa- sandi. Guðlaug var af þvi tilefni mikið i fréttum hér heima og fararstjóri hennar úti, Njáll Sim- onarson, sendi daglega fréttir heim frá keppninni. En siöan eru liöin 19 ár. Guð- laug er gift Rúnari Bjarnasyni, slökkviliðsstjóra og eiga þau tvö börn, 17 og 15 ára. Guölaug segir svo frá þátttöku sinni i keppninni: — Ég var aðeins 19 ára og af- skaplega feimin. Áður en ég tók þátt i keppninni hér heima, vann ég I Ingólfsapóteki. Mér fannst Amerikuferðin mjög freistandi og lét þess vegna tilleiðast aö taka þátt i keppninni. En ég var þó ekki hrifnari af þvi en svo, aö ég reyndi að halda þvi leyndu I lengstu lög. En eftir að opinber- lega var tilkynnt, að ég væri i hópi þátttakenda og haföi sigrab, var auövitaö engin leynd yfir þvi lengur. En allir voru mjög elsku- legir viö mig, og mér voru gefnar dýrindis gjafir. Til dæmis fékk ég þrjá ljómandi fallega sam- kvæmiskjóla frá Ragnari I Mark- aðinum. — Skömmu eftir keppnina hér heima hætti ég að vinna i Ingólfs- apóteki og hélt til Bandarikjanna. Feröir og uppihald var greitt fyrir mig, en auk þess fékk ég vasapeninga. Njáll Simonarson fór meö mér I ferðina, og viö fengum frábærar móttökur all- staðar, sem við komum. Þó verö ég aö viburkenna, aö ég varö hálf- hrædd þegar ég sá, hvað hinar stúlkurnar voru fallegar. Margar voru lika miklu betur undir ferð- ina búnar en ég og höföu mebferð- is fullkominn klæðnaö. Ég aftur á móti haföi litið veriö undirbúin og haföi óhentugan klæðnaö meö- ferðis. — Ég dvaldist 5 daga i New York til aö byrja meö ásamt öör- 34. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.