Vikan

Tölublað

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 6

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 6
Ársins 1974 verður lengi minnst um allan heim sem árs Watergate hneykslisins i Bandarikjunum. Siðla sumars gerðist þó atburður, sem um stundarsakir bolaði frásögnum af spillingunni i Hvita húsinu burt af forsiðum bandariskra dagblaða. Þetta var glæfrastökk Evels Knievel, sem hugðist stökkva á vélhjóli yfir Slönguárgljúfur. En var allt með felldu? Var stökkið sett á svið i auðgunarskyni af fjárglæframönnum? Evel Knievel hóf að keppa i vél- hjólakappakstri á sextánda ári. Hann var ágætis ökumaður, en árangurinn var ekki aö sama skapi. Hann keppti sleitulaust i eitt ár á Ascot Park brautinni, en honum tókst ekki að vinna eitt einasta stig, svo hann gat ekki tekið þátt i úrslitakeppninni. Þessar keppnir eru ætlaðar byrj- endum, og þar keppa þeir á hjól- um, sem mega ekki vera með stærri vél en 250 rúmsentimetra. Hinn ungi Robert Craig Knievel, sem nú hefur tekið sér nafnið Evel og ekur ekki minni hjólum en Harley Davidson 750 cc, er sumum, sem lengi hafa fylgst með byrjendakappakstrinum á Ascot, minnisstæður þrátt fyrir lélegan árangur. Einn þeirra, J.C. Agajanian, hefur þetta um kappann að segja: — Bob er mikilmenni, en á þessum litlu hjólum með smámennunum, — ja.hann hafði ekkert i þá að gera. Hjá þessum sama Agajanian hóf Knievel feril sinn sem glæfra- ökumaður. Hann segir svo frá: — Eitt sinn, er ég var að skipuleggja kappaksturskeppni, kom Knievel til mln og bauðst til þess að stökkva yfir nokkra bila á vél- hjólinu sinu fyrir áhorfendur. Ég átti von á, að keppnin yrði vel sótt, og þvi fannst mér ég ekki þúrfa á honum að halda. Þá kom hann með þá uppástungu, að ef aðsókn yrðimeiri en árið áður, þá fengi hann einn dollar á mann, sem umfram yröi, annars ekkert. NU, það var næstum upp- selt vikuna áður, og ég reikn- aöi meö aö minnsta kosti fimm til sex dollara hagnaði á áhorfanda, svo tilboö hans var vissulega freistandi. A keppnina kom um það bil 2300 áhorfendum fleira en áriö áður, svo ég skrifaði 3000 dollara ávisun stilaða á Knievel. Fjandinn hafi það, ég græddi vel og hafði efni á að vera rausnar- legur. Daginn eftir kom hann til min og sagði, að ég hefði mis- reiknað mig, þegar ég skrifaði á- vlsunina. Mér datt auðvitað fyrst ihug, að hann ætlaði að fara fram á meira, en hvað haldið þið aö hann hafi sagt? Hann sagði, að ég heföi greitt honum a.m.k. 600 dollurum of mikið og bauðst til að gefa mér til baka. Ég fullvissaði hann um, að þetta hefði verið með vilja gert, en þegar ég spurði hann, hvernig hann vissi, að ég hafði yfirborgað hann, sagði hann: — Þaö voru menn á mínum vegum við öll hlið og töldu. Ég heiti Evel Knievel, og ég ætla að stökkva yfir Miklagljúfur á vélhjóli. Evel Knievel, 1967 A köldum vordegi ruddist Evel Knievel inn á ritstjórnarskrifstof- ur Cycle Magazine i New York meö þessa yfirlýsingu á vörun- um. Ritstjórnin starði á hann gapandi og trUði ekki sinum eigin eyrum. Ekki varð undrunin minni, þegar hann lýsti áætlun sinni. UndirbUningur var vel á veg kominn, og hann sagðist mundu bæta hraðametið um tæp- ar 80 milur á klst. Knievel sagði þá, að fylkisstjórnin i Arizona ætlaði að fjármagna atburðinn að nokkru. Hann væri bUinn að fá leyfiö, sem til þurfti, en siðar kom i ljós, að það var ekki á rökum reist. Hann sagði sjálfur siðar, að leyfiö hefði verið afturkallað, en Stewart Udall, sem þá var innan- rikisráðherra segir, að leyfið hafi aldrei verið gefið, enda hafi eng- inn starfsmaður þjóðgarðsins nokkru sinni tekið Knievel alvar- lega. Þaö þarf varla aö taka það fram, að stökkið var aldrei stokk- ið þann 4. jUli 1968, eins og Knievel hafði ráðgert. Ég hefi brotið hvert einasta bein i skrokki minum — nema hálsinn — að minnsta kosti einu sinni. Evel Knievel, New Yorker Magazine, 24. jUli, 1971. Á nýársdag 1968, snerist gæfan i liömeðEvel Knievel. Þennan dag ætlaði hann að stökkva yfir gos- brunnana við Caesars Palace i Las Vegas. Vegalengdin var 108 löng hættuleg fet. Knievel stökk, en missti stjórn á hjóli sinu i lendingunni og þeyttist i götuna. öryggisjakkinn hans, sem var Ur leðri, var allur i tætlum, en samt var hann betur Utleikinn en Evel Knievel, að minnsta kosti sýndist mönnum svo. En óhappið við Caesars Palace varð ekki til þess eins að lemstra likama iþróttamannsins unga, þaö varð mjög umtalað i' blöðum og jók mjög áhuga manna fyrir glæfrastökkum hans, sem vel heppnuðum stökkum hafði aldrei tekist að glæða svo mjög. Fyrir slysið hafði Evel Knievel ekki verið talinn þess virði að eyða á hann forsiðufrétt, og nafn hans á auglýsingaspjaldi var ekki nóg til að hvetja fólk til að koma á sýn- ingar. En eftir slysið — sem var óhrekjandi sönnun þess, hve glæfrastökk eru hættuleg — mynduðust langar biðraðir við miöasölurnar vegna þess að fólk vildi nU sjá hannsýna og jafnvel slasast eða jafnvel ennþá verra. Hann var orðinn að stjörnu. Bob Knievel hafði alltaf haft

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.