Vikan

Issue

Vikan - 09.10.1975, Page 8

Vikan - 09.10.1975, Page 8
ERTU ORUCCÍUR) I UMREROINNI ? Nýtt próf til að mæla viObragðsflýti Allir þekkja þetta: Mikil um- ferð er á aðalbraut ogfallt i einu hemlar næsti ökumaður á undan. Og þetta: Götuvitinn skiptir á grænt og allir ökumenn aka af stað — allt i einu hleypur maður yfir gatnamótin. Þetta tvennt og margt fleira hendir næstum hvern ökumann daglega. Sé ökumaðurinn með allan hugann við umferðina og nægilega viðbragðsfljótur, tekst honum að koma i veg fyrir árekstur og slys. Sé hann hins vegar „sofandi”, er hætta á ferð- um. Joseph Block, sálfræðingur i New York, hefur samið próf, ,,þar sem unnt er að greina milli athugulla og miður athugulla ökumanna”. Rannsóknir leiddu i ljós, að þetta próf reyndist mark- tækt við að greina milli þeirra, sem hætti við að lenda i umferðaróhöppum, og hinna, sem voru öruggari i umferðinni. Prófið er einfalt. Allt, sem til þarf, er tafla með tölunum frá 10 upp i 59 og úr með sekúnduvisi. Verkefnið er aðeins eitt: Að finna tölurnar á töflunni og nefna þær i réttri röð — byrja á 10 og enda á 59. Timavörður fylgist með tim- anum, sem það tekur þann, sem prófaður er, að finna hverja tölu. Dæmi: Frá 37 til 38 — 14 sekúndur. Block telur þann vera góðan ökumann, sem finnur tölurnar á bilinu frá 10 upp i 20 sekúndur. beim er einnig óhætt, sem eru að- eins fljótari og nokkru lengur — allt upp i minútu — að finna hverja tölu. Þeir, sem seinir eru — ef það tekur þá meira en minútu að finna hverja tölu — eru óliklegir til að vera nógu viðbragðsfljótir, þegar á riður i umferðinni. Hinir, sem eru afar fljótir, og hlaupa á örskotstundu yfir allar tölurnar, ofmeta gjarnan viðbragðsflýti sinn og ættu þvi að athuga sinn gang. Block getur þess sérstak- lega, að þeir, „seinu” hafi gjarn- an numið staðar við tölurnar til þess að vera vissir i sinni sök. t prófinu á að lesa tölurnar frá 10 til 59 i réttri töiuröð og nefna þær. Æskilegur timi til að finna hverja tölu er frá 10 upp i 20 sekúndur. 8 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.