Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 09.10.1975, Qupperneq 10

Vikan - 09.10.1975, Qupperneq 10
i Flýttu þér að Ijúka gangstéttinni. Við þurfum að fara að rífa hana upp aftur til að gera við rafmagnið! / j. Heidi er ekki lengur viss um, hvort hún leggur bartialæknis fræði fyrir sig. HEIDI SCHULLER Stulkan, sem sór ólympíueiðinn í Miinchen 1972, var um skeið íþróttafréttaritari, en starfsbræðrum hennar þótti óviðeigandi, að kona fengist við slíkt starf, svo hún gafst upp við fréttamennskuna. Nú gefur hún sig að læknisfræðinni einni. Nýlega lauk Heidi Sehúller, stúlkan, sem sór olympíueiðinn á Ólympíuleikjunum í Múnchen árið 1972, almennu læknisfræði- prófi. Heidi er í hópi þeirra yngstu, sem lokið hafa læknis- fræðiprófi í V-Þýskalandi, en það hafði ekki slæm áhrif á einkunnir hennar, því að í þrettán greinum hlaut hún hæstu einkunn. Heidi sver ólympíueiðinn i Múnc- hen árið 1972. Heidi vakti fyrst verulega at- hygli almennings, þegar hún var valin úr hópi v-þýsku keppend- anna á Ólympíuleikjunum til þess að sverja ólympíueiðinn. Pó hafði hún getið sér gott orð fyrir árang- ur sinn í íþróttum áður, og á Ólympíuleikjunum komst hún í úrslit í langstökki og grindahlaupi. Nú hefur Heidi hins vegar sagt skilið við íþróttirnar. Um tíma annaðist Heidi íþrótta- fréttirnar í þýsku sjónvarpi, en kollegar hennar sumir voru því andvígir, að kona annaðist íþrótta- fréttir. Þó varð Heidi vinsæll sjónvarpsmaður, en vegna and- stöðu samstarfsmanna sinna hætti hún starfinu — þótti það ekkí þess virði að berjast fyrir það. Um þetta leyti sagði Heidi: „Kona fær aldrei jöfn tækifæri og karl- menn — og ekki síður kynsystra sinna.“ Heidi er ákveðin í að leggja stund á einhverja sérgrein innan læknisfræðinnar. Um tíma var hún ákveðin í að verða barna- læknir, en hún er ekki lengur viss um, hvort hún velur þá grein. „Ábyrgðin, sem þvf fylgir, er svo mikil." segir hún. 10 VIKAN 41.TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.