Vikan

Issue

Vikan - 09.10.1975, Page 35

Vikan - 09.10.1975, Page 35
sem helst er að gerast hjá þeim þessa dagana er, að þeir eru að vinna í stúdiói við gerð sjón- varpsauglýsinga fyrir nokkra að- ila, m.a. Dagblaðið og Karna- bse. Þá er þetta yenjulega dansi- ballaspilirí og svo auðvitað æft af fullum krafti á daginn. En nú voru rótararnir búnir að stilla upp, svo hægt var að fara að tjakka á sándinu og sið- an að spila af fullum krafti. Þeir pelicanar voru svo elskulegir að setja upp byrjunarprógramm fyrir Babbl, sem eingöngu var með frumsömdum lögum, og nú skulum við sjá: Fyrsta lagið, sem þeir lofuðu okkur að heyra, heitír Músastig- inn og er eftir Björgvin G. Þetta er mjög fallegt og gott instru- mental hjá Bjögga, og hann fer á kostum á hljómborðunum, en þau eru þrjú talsins, moog, rapsodi og píanó. Geiri tromm- ari er alltaf að verða betri og betri, jaðrar við jassánd hjá hon- um i þessum frasa. Þá var Ómar Óskars næstur á ferðinni ,með lag, sem heitir So Hard To Tell The Truth. Ómar er heldur betur að sækja sig sem sólóleikari á gítarinn, kom með skemmtilega kafla. Bjöggi góður að vanda og nýtur sín vel í þessu lagi. Mig skortir bókstaflega orð yfir hann Geira, ég veit bara ekki, hvernig þetta endar með drenginn þann. Mér fannst áberandi i þessu lagi, hvað raddanirnar eru farnar að lagast mikið hjá þeim, komin meiri fjölbreytni. Þetta er fall- egt og hugljúft lag, sem Herbert syngur vel, samt finnst mér enn- þá vanta einhverja dýpt í rödd- ina hjá honum i þessu lagi. Þá var röðin komin að Jóni Ólafssyni, bassaleikara með lag- ið sitt I Feel A Change. Ég er reyndar áður búinn að segja álit mit.t á þessu lagi hér i þættinum og hef litlu við það að bæta. Enn finnst mér eins og vanti einhverja dýpt í sönginn, get bara ekki að því gert. Það er kannski vissum erfiðleikum háð að vera með þetta lag, sem var á plötunni og þá við aðrar að- stæður. Samt er ég ekki sáttur við þetta lag í núverandi flutn- ingi miðað við plötuna. Næsta lag, sem þeir pelicanar spiluðu fyrir Babbl, var eftir Ómar óskars og heitir Didn't I. Þarna kemur Ómar með lag, sem er gersneytt þessu margum- talaða pelicansándi, rólegt og fallegt lag. Herbert nýtur sín til fullnustu, þetta er sannarlega lag við hans hæfi. Ég er ekki í nokkrum vafa um, að þeir eiga tvímælalaust erindi út fyrir land- steinana. Bjöggi skemmtilegur og hress á rapsodíið og Jonni þéttur að vanda á bassann. Al- veg gullfallegt lag hjá þeim köppum. Þá var næst lag eftirjón ólafs- son, Simple Song. Hressilegt og þrumandi rokklag. Jón er heldur betur að hressa sig í laga- smíðinni og er ekki ónýtt fyrir hljómsveitina að hafa svona lagasmiði á sínum snærum. Ef mér skjátlast ekki, þá er þarna á ferðinni reggý sánd hjá þeim. Og enn skortir mig orð yfir hann Geira á trommunum. Herbert syngur þessa þrumu alveg stór- vel. Gott hjá þeim gaurum. Þá var það Bjöggi G. með eitt lagið enn. Einhvernveginn virð- ist mér Björgvin njóta sín betur á grtar, fái meira útúr því að spila á hann, heldur en hljóm- borðið. Samt kann ég nú alltaf betur við hann á píanói eða moog. Þetta er þrælgott lag hjá Bjögga, og ég tel hann hik- laust besta lagasmið hljómsveit- arinnar. Síðasta lagið, sem Babbl fékk að heyra hjá þeim k'umpánum, er eftir ómar Óskarsson. Það heitir Herman, Jonesy And Lizzy. Þarna fékk Babbl að heyra þetta vlðfræga ekta peli- cansánd. Meira að segja milli- kaflinn I laginu, þar sem þeir Ómar og Bjöggi spiluðu sóló saman, allt með Pelican sándi. Herbert syngur þetta lag af stakri prýði, og Jonni er pott- þéttur bassaleikari. Einhvern- veginn finnst mér settið hans Geira alltaf vera að stækka, en það er kannski einhver ofskynj- un. Sem sé lag I ekta pelican stíl. Þá var Babbl ekki til setuhnar boðið lengur, því ætlunin var að kíkja aðeins við á Hótel Sögu og skoða menningarstarfsemina, sem þeir Demants kappar reka þar á sunnudagskvöldum. Babbl þakkar Pelican fyrir ánægjulega kvöldstund og árnar þeim heilla með nýtt prógramm. Þá lá leið Babbls og fylginauta á Hótel Sögu. Þar hefur undan- farin sunnudagskvöld verið rek- in allmerk menningarstarfsemi af hálfu umboðsfyrirtækisins Demant. Þetta kvöld var boðið uppá tvær hljómsveitir, Dögg og Change, að ógleymdum hinum frábæru Hálfbræðrum. Babbl smaug lipurlega inn ásamt konunni sinni og ljós- myndaranum, honum Hall- grími. Er við gengum x salinn, voru þeir gaurar í Dögg I óða önn að fremja músík. Eftir nokkra leit voru góðviljaðir koll- egar svo elskulegir að bjóða okkur sæti við borð hjá sér. Með- al annarra var við borðið mesta kyntákn poppbransans I dag: Áslákur Eyrnalangur (Gísli Sveinn Loftsson stórplötusnúð- ur) og fagnaði hann Babbli og hans liði innilega. Ekki náðum við að hlusta á nema tvö-þrjú lög með Dögg- inni, áður en þeir hurfu af svið- inu, en satt að segja kvaddi ég þá félaga ekki með neinum söknuði. Nóg um það, við ger- um þeim betri skil hér í þætt- inum seinna. Eftir nokkurt hlé voru hinir frábæru Hálfbræður kynntir og tróðu svo upp við mikinn fögn- uð og kátínu viðstaddra. Þess- ir bræður samanstanda af fjórum ungum og hressum mönnum, og einhver fræddi mig á því, að þeir kumpánar væru allir I stjórn einhvers nemendafélags I einum af menntaskólum borgar- innar (huggulegur skóli það). Hvað um það, þeir kappar hlutu afburðagóðar viðtökur fólks, og menn veltust um af hlátri. Þeir nota svipað system og þeir Halli & Laddi, nema íslenskt efni er svo til allsráðandi hjá þeim og er það vel. Mesta hrifningu vakti s’á þeirra, sem er stærstur og þreknastur, er hann llkti eftir Engilbert Jensen á háu nót- unum. Frábært hjá þeim gaur- um. Við fáum svo að sjá við- tal við þá Hálfbræður einhvern- tíma á næstunni. Næstir voru þeir kumpánar I Change, sólbrúnir og hressileg- ir eftir sumarfríið á Kanarleyj- um. Þeir hafa aðeins stutt stopp hér heima að þessu sinni og munu fara til Englands upp úr mánaðamótunum næstu. Sem sagt hressilegt kvöld hjá þeim Demants gaurum. Sumir voru að kvarta yfír þvl, að þetta væri dýrt spaug, kostaði sex hundruð krónur inn. Það mætti kannski benda mönnum á, að ef þeir bregða sér á sveitaball, er eins gott að þeir hafi meira I pyngjunni. Algengt er nú orðið, að miði á sveitaball kosti allt að 1.500,- krónur. Þá cr eftir að reikna rútuferð, ef menn eru ekki akandi á sínum einka- bíl. Nóg um þetta að sinni. Babbl vill aðeins lýsa yfír ánægju sinni með þessa menningarstarf- semi Demant og hvetja þá kappa til frekari dáða á þessu sviði I framtíðinni. * ÍVAR ORÐSPAKIJR. F.g u-k fyrir' orðatihækið: Að fara xil deildar. Þeita orðatiltæki er mjög niikið notað al popp- tirttnt og kemur t stað þcss að segia. ettts og sagt var t mínu ungdæmi. að sota hjá kvenmamti. Nú er bara sagi, að menti séu að fara til deildar með píu, ef þeir popparar hyggja á slíkt. Næst mun ég taka fyrir orðið Bömmer. Veriðisæl. HálfbrœÖur 41. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.