Vikan - 18.12.1975, Qupperneq 5
lái umMmuN
á okkarvegum, sömuleiðis upplýsingar um hótel
og fleira, og bókað jafnframt beint á skerminn
og fengið staðfestingu um leið til baka. Þetta
kerfi er tengt tölvu niðri í Atlanta, sem fleiri
félög eru aðilar að, og nú höfum við tengt
fleiri stöðvar inn á þetta, Frankfurt, París, Lond-
on og Kaupmannahöfn.
— Og hvenær megura við eiga von á slíkri
fullkomnun hér á landi?
— Strax og unnt er að koma því við.
Línurnar milli íslands og Evrópu eru einfald-
lega ekki nógu sterkar til þess að geta flutt þessar
orðsendingar nógu hratt, en Landsíminn segir
okkur, að úrbætur séu á nxsta leyti.
Fyrst og fremst
hefur sameiningin
sparað báðum
taprekstur
— Ekki mikið ennþá. En við höfum vissulega
hug á því að vekja athygli íslenskra ferðamanna
á fegurð eyjanna, þótt ekki geti þær keppt við
Kanaríeyjar I bráð, bæði vegna meiri fjarlægð-
ar, og auk þess er verðlag eitthvað hærra þar.
— Nei, slður en svo. Ég tel sámeininguna
hafa tekist vel I öllum meginatriðum og lofa
góðu I framtíðinni. Hún hefði þó gjarna rríátt
verða fyrr.
— Geturðu nefnt nokkrar tölur yfir það, sem
þið kunnið að hafa sparað við sameininguna.
— Fyrst og fremst hefur þetta sparað báðum
félögunum taprekstur. Þau áttu I harðri sam-
keppni á ýmsum flugleiðum, og sá taprekstur,
sem af því leiddi, er nú úr sögunni. í öðru
lagi hefur sameiningin gefið möguleika á betri
nýtingu og hvers konar hagræðingu 1 rekstri.
Félögin höfðu bæði skrifstofur á nokkrum stöð-
um erlendis, sem hægt var að sameina, til
V- !|i |.1 ) 11* /fjjiyí - willflB Sg &
i 3
íji IHi 1' jjp. Jw Wi MMÍ m
Sigurður Helgason og eiginkona hans Unnur
Einarsdóttir Kristjánssonar skiþstjóra.
— Hvað er að frétta af Air Bahama? Er
það ekki eiginlega þitt mál, Sigurður?
— Ja, ég hef verið við það riðinn frá
byrjun. Af rekstri Air Bahama er allt gott að
frétta. Það er ennþá að öllu leyti eign Flug-
leiða, en við hyggjum á breytingar I þvl efni.
Bahamaeyjar hafa nú fengið sjálfstæði, og það er
ekki ólíklegt, að óánægju taki að gæta með það,
að erlendir aðilar reki þarna flugfélag með sæmi-
legum árangri algjörlega á eigin vegum. Það
eru þarna einstaklingar og félög, sem hafa
áhuga á eígnaraðild, og að þvl er unnið núna.
— Hafa þessi tengsl ykkar við Bahamaeyjar
ekki orðið til þess að auka áhuga Islendinga á
ferðum þangað?
-— Hafa Flugleiðir fjárhagslegan hagnað af
Kanaríeyjaferðunum?
— Þær eru nálægt þvl að standa fjárhagslega
undir sér. Megintilgangurinn með þeim var að
skapa vélum og starfsfólki verkefni yfir vetrar-
tímann og svo náttúrlega að gefa íslendingum
færi á sumarauka I skammdeginu, og þeim til-
gangi höfum við náð. Kanarleyjaferðirnar njóta
slvaxandi vinsælda, og við höfum fjölgað ferðum
eins og við getum I vetur. Nú, við höfum aðeins
litið á hugsanlega aðra staði, en þau mál eru
of skammt á veg komin til að skýra frekar frá
þeim að sinni.
— Ef ég man rétt, Sigurður, þá varst þú
mjög fylgjandi sameiningu Islensku flugfélag-
anna. Hefurðu orðið fyrir vonbrigðum með,
hvernig til hefur tekist?
dæmis I London, Glasgow, Frankfurt og á
norðurlöndunurp. Þetta hafði náttúrlega I för
með sér, að við þurftum að fækka nokkuð
fólki, en það gekk allt tiltölulega sársaukalaust
fyrir sig. Nei, það er erfitt að meta I beirytm
tölum þann hagnað, sem sameiningin hefur leitt
af sér, en hann er umtalsverður.
— Eru Flugleiðir reknar með tapi?
— Nei, ekki I dag. Flugrekstur hefur um
nokkurt skeið átt við érfiðleika að etja, enda
ber afkoma flugfélaganna þess vitni. Við höfum
ekki farið varhluta af þessum erfiðleikum, en
ég held að við séum á réttri leið núna. Við
gerðum viðeigandi ráðstafanir, sem önnur flug-
félög gerðu ekki að neinu marki. Við sáum
fram á áframhaldandi samdrátt I fluginu, og
þess vegna fækkuðum við um eina flugvél. Við
51. TBL. VIKAN 5