Vikan - 18.12.1975, Qupperneq 13
verða áskrifendur að Viku-blaðinu.
Ég þekki marga, sem alltaf eru að
reyna að verða áskrifendur en fá
aldrei nein blöð send. T.d. ég
sjálf er margbúin að skrifa og
hringja í Vikuna og biðja um að
verða áskrifandi. Ég fékk eftir
langan tíma tvær sendingar, fyrri
gamalt blað, síðari tvö eins blöð.
Mér finnst þetta fjandi hart og
ómerkilegt. Það virðist allt vera í
órciðu og vitleysu hjá ykkur, ekki
rétt? Ég er reglulega móðguð og
ég veit um þó nokkuð marga, sem
hafa beðið um það sama og aldrei
fengið neitt blað sent. Þarf ekki
að fara að gera heilaþvott á þessum
skvísum og gxjum, sem vinna
þarna hjá ykkur? Ef ég væri
vinnandi þarna, þá myndi ég bara
segja hreint út við fólk, að ég
nennti bara ekki að hafa fyrir að
senda þvi blaðið. Það þýðir víst
lítið fyrir blessaða Vikuna að ráð-
leggja fólki að gerast áskrifendur að
öðrum blöðum t.d. Samúel. Ég
ætlaði að fara að hafa það reglulega
þægilegt heima, og fá blaðið sent
upp i hendurnar á mér, en þvi
miður virðist það ekki hægt (frá
ykkar hendi). Ykkur er óhætt að
spara ykkur þessa áskriftarauglýs-
ingu.
Ætli það þýði nokkuð fyrir mig
að biðja ykkur um að lesa úr minni
fögru skrift? Og hvernig samband
er milli nautskonu og fiskamanns?
Reyndu nú Póstur góður, að vera
ekki svona skrambi grobbinn og
ánægður með sjálfan þig. Má ég
spyrja: Hver eru þin vandamál,
eða hefur þú engin vandamál?
Ein spurning enn: Er hægt fyrir
stúlku (svona á kvennaárinu) að
biðja strák að giftast sér, ef hrifn-
ing er fyrir hendi.
Stjörnukveðjur frá einni harð-
spældri.
Okkur hér á Vikunni þykir leitt
að þú skulir hafa lent t erfiðleikum
með að gerast áskrifandi. Við
kunnum enga skýringu á þessu, en
höfum þó tölvuna okkar sterklega
grunaða. Hún er fremur ný hér
í starfsliðinu, jafnvel yngst, og
hefur verið að fremja ýmis barna-
brek öðru hverju. Fyrir nokkru
tók. hún uþþ á þeim ósóma, ef
einhver vildi hætta að vera áskrif
andi, að taka áskriftina af mann-
inum í næstu línu fyrir neðan.
Hins vegar fékk sá, sem hætta
vildi, blaðið sitt áfram eins og
ekkert hefði t skorist. Skýringin
í þínu tilfelli gæti verið eitthvað
svipuð. Skrifaðu bréf til okkar þar
sem þú getur um nafn, heimilis-
fang og frá hvaða tíma þú vilt ger-
ast áskrifandi. Sendu okkur bréfið
í ábyrgðarþósti og þá ættir þú að
verða orðin einn af okkar föstu
áskrifendum. Nafnið þitt finnst ]
hér hvergi á áskriftarlista svo ein-
hver misskilningur hlýtur að hafa
átt sér stað, hvort sem það er þín
sök eða okkar. Þetta með heila-
þvottinn á starfsliðinu tel ég mjög I
vafasama uþþástungu. En þér að
segja hefur tölvan okkar verið send í
,,tölvuheilaþvott" eftir nokkur af \
hennar alvarlegustu bernskubrek-
um og hefur komið hress og end-
urnærð til baka. Nú virðist hún
sem betur fer, vaxin upp úr þessum
brekum sínum og jafnfús og aðnr
starfsmenn Vikunnar að vinna les-
endum blaðsins fljótt og vel.
Or skriftinni les Pðsturinn fljót-
færni, glaðlyndi og hrekkvísi.
Nautskonu er ráðlagt að láta
fiskamanninn í friði með dag-
drauma sína annað veifið, þá mun
hamingjan öruggari til lengdar.
Að síðustu færir þú fram harð-
vítuga gagnrýni á Póstinn. Samt
virðist þú ekki telja hann með t
þeim hðpi starfsliðsins, sem að þínu
áliti þarf á heilaþvotti að halda
og ef til vill ætti að færa fram
þakkir fyrir það? Pósturinn hefur
alveg nóg að gera við að leysa
vandamál lesenda Vikunnar, þðtt
hann leyfi sér ekki þann munað að \
hafa persónuleg vandamál sjálfur.
1 huga Póstsins ganga lesendur Vik-
unnarfyrir öllu.
Pósturinn telur stúlku alveg
óhætt að biðja sér manns, jafnvel
þðtt ekki sé kvennaár. Árangur
bónorðsins hlýtur samt að fara eftir
því hvort hrifning er fyrir hendi á
báða vegu.
Þakka þér svo fyrir bréfið, þótt
harðort hafi verið. Vonandi hefur
mitt vingjarnlega svar mildað hug
þinn í okkar garð.
Pennavinir.
Mr. og Mrs. M Douglas-Stuart,
Cladwell House, 3 Ne/son Road,
Hastings, E. Sussex, England óska
eftir pennavinum. Hann er 34 ára,
en hún er 29 ára. Þau hafa mörg
áhugamál. Öllum bréfum svarað.
Mrs. M. Taylor, 221 Cowley Drive,
Woodingdean, Brighton BN. 2 -
6TG, Sussex, England óskar eftir
bréfaskiptum við íslendinga. Hún
svararöllum bréfum.
Mrs. Bess Doneyhoo, 2110 Mock-
ingbird Lane, Garland, Texas
73042, U.S.A. óskar eftir penna-
vinum af báðum kynjum. Hún
skrifar skemmtileg bréf.
BIPREIÐA EIGEÍIDUIt!
Látiö okkur framkvæma VETRARSTILLINGUNA á biln-
Eftirfarandi atriði eru innifalin i vetrarstiliingu:
1. Vélarstiliing.
2. Skipt um kerti og platinur.
2. IVlæld þjappa.
4. Athuguö og stillt viftureim.
5. Athuguö eöa skipt um loftsiu.
6. Stilltur blöndungur og kveikja.
7. Mældur startari, hleösia og geymir.
8. Mæid nýtni á bensini.
9. Mældir kertaþræöir.
10. Stilltir ventlar.
11. Hreinsuö geymasambönd.
12. llreinsaöur öndunarventiil.
13. Hreinsuö, eöa skipt um bensinsíu^
14. Þrýstiprófað vatnskerfi.
15. Stillt kúpling.
16. öll ljós athuguð. ,
17. Stillt Ijós. ^
18. Athugaöur stýrisgangur.
VERÐ MEÐ SÖLUSKATTI + VARAHLUTIR EFTIR
ÞÖRFUM:
AN VENTLASTILLINGAR: MEÐ VENTLASTILLINGU:
4cyl.kr. 5.900.- 4 cyl. kr. 7.100.-
6 cyl. kr. 6.200.- 6 cyl. kr. 7.500,-
8 cyl. kr. 6.900.- 8 cyl. kr. 8.700,-
Vélastilling sf.
Stilli- og vélaverkstæði
Auðbrekku 51 K. simi 43140
51.TBL. VIKAN 13