Vikan

Issue

Vikan - 18.12.1975, Page 26

Vikan - 18.12.1975, Page 26
— Kennari, er þetta ekki fallegt jólahjarta, sem ég er búinn að Flétta? — Jú, væni minn. Þaðer fallegt. Mjög fallegt. Ungfrú Abildgrá horfir annars íugar á þvælt og næstum ferkant- ið hjarta, sem ber merki heitra iarnshanda. Barnið horfir alvörugefið á íjartað: —. Það er ekki fléttað úns efst. — Nei, það er lika ekki eins fall- :gt efst. Sjáðu hvort þú getur ekki gert það betur... — Hvers vegna sagðirðu þá, að það væri fallegt? Börn geta verið svo einlæg i hreinskilni sinni — en i dag er ungfrú AbildgrS ekki i skapi til að ræða málin frekar. Hún hjálpar barninu að byrja á jólapoka og sökkvir sér á ný niður i bréfið, sem komið hafði um morguninn til hennar i leikskólann. Þetta bréf, sem hefur alveg svipt hana jólaskapinu, er frá Jó- hönnu gamalli vinkonu hennar, sem hefur lengi verið ráðskona á Ravnstrup-setrinu. Fyrir hálfum mánuði fannst húsbóndinn látinn i bókaherberginu, með riffil i fang- inu og bréf sér við hlið, þar sem hann gerði grein fyrir þvi, hvers vegna hann hefði kosið að svipta sig lífi. Það er ekki hægt aö segja, að nokkur syrgi hann, þvi hann var almennt illa Jiðinn og átti enga nána ættingja.En nú er hann sem sagt dáinn og friður sé með honum. .— Friður — já, ef þetta bréf hefði ekki komið. I þvi sagði vinkona hennar, að lögreglan væri farin að efast um, að þetta hefði verið sjálfsmorð og væri bú- in að handtaka Jakob Berg, ung- an listmálara, sem bjó og vann á setrinu. Ungfrú Abildgrá fussar og tek- ur limtúbu af stól og setur upp á borð, svo hún reki ekki piisið sitt I hana. Jakob, gamli uppáhalds- nemandinn hennar, sem einu sinni var hrokkinhærður og gekk í matrósafötum! Átti hann nú að fara i fangelsi? Af þvi veröur ekki, ef ég fæ nokkru ráðið, hugsar hún. En hvað getur roskin fóstra, með dá- læti á glæpasögum, gert gegn dómsvaldinu? Það fær hún ekki séð i fljótu bragöi. Hún rifur þó blað úr teikniblokkinni og byrjar aö skrifa: ,,Kæra Jóhanna. Þakka þér fyrir bréfið, — þokka- legt eða hitt þó heldur. Heldurðu að það sé pláss fyrir mig á Ravns- trup yfir jólin? Biddu Nielsen að sækja mig á stöðina þann 22. klukkan 16.10...”. Það er mikill troðningur á járn- brautarstöðinni, þar sem mót- tökunefndir — þar á meðal Niel- sen — taka á móti farþegunum. Meöan Nielsen er að koma far- angri ungfrú Abildgra fyrir I gamla bilnum, veitir hún þvi at- hygli, hvað Nielsen er orðinn hor- aður og ellilegur, skeggbroddarn- ir fara honum illa. Það er auðséð, að húsbóndans nýtur ekki lengur við, til aö sjá um, að Nielsen sé snyrtilegur. A leiöinni eftir regnvotum veg- MORI) Á JÓLAFÖSTU Húsbóndinn finnst myrtur i bókaher- berginu. Fyrst álitur lögreglan, að um sjálfsmorð sé að ræða, en kemst siðan á þá skoðun, að ungur listmálari sé valdur að morðinu. Gamla kennslukonan hans vill ekki trúa þvi, að uppáhaldsnemandi hennar sé sekur og ákveður að leiða hið sanna i ljós. inum segir hann henni undan og ofan af þvi, hvernig málin standa á Ravnstrup. Fjölskyldan, þ.e. þessi fáu systkinabörn, sem enn eru lifandi, ætla ekki að láta sjá sig á jólunum. En þau koma á- reiðanlega, þegar erfðaskráin verður kunngerð, segir Nielsen. — En Jóhanna heldur þó von- andi starfi sinu?, segir AbildgrS spyrjandi. — Ég á við að.... næsti eigandi hljóti að þurfa á hjálp að halda við heimilisreksturinn. Niels hlær vandræðalega. — Það getur enginn vitað. Og hvort manni sjálfum verður sparkað veit maður heldur ekkert um. Skröltandi billinn sveigir fram- hjá hestvagni, og Nielsen nær að- eins að rétta hann af, áður en þau hafna úti i skuröi. Ungfrú Abild- grS lokar augunum og sver, að næst skuli hún taka áætlunarbil- inn.Efhúnþááeftir að fara aftur til Ravnstrup... — Annars er útlitiö heldur svart hjá listmálaranum, segir Nielsen. Það var Jakob, sem kom að hús- bóndanum.... hann hafði læðst inn og Jóhanna hvorki heyrt hann banka né koma inn. Hann stóð þarna bara um morguninn og spuröi lymskulega, hvort Ravn væri inni i bókaherberginu. Dyrn- ar voru læstar innanfrá, og þegar ég ætlaöi að kikja inn um glugg- ann utanfrá, komst ég ekki hjá þvi að sjá gatiö i rúðunni. i milli- tiðinni hafði Jakob sprengt upp dyrnar... og þarna lá Ravn, með skot gegnum höfuðið. — Hvaða erindi átti Jakob Berg? Minntist hann eitthvað á þaö? — Þaö er nú einmitt það, sem lögreglan vill fá að vita, segir Nielsen ibygginn. — Hann segir, að hann hafi komið til að borga 5 þúsund króna veöbréf, sem var falliði gjalddaga. En hann virðist ekki geta gert grein fyrir þvi hvernig hann fékk þessa peninga svo skyndilega... og hvernig hann gat borgað þetta strax og hús- bóndinn var látinn... Jóhanna stendur i dyrunum til að taka á móti gestunum, þegar gamli billinn ekur i hlað og snar- hemlar þannig aö farþegarnir hendast til. Ungfrú Abildgra veit- ir þvi athygli, að þrátt fyrir það, sem gerst hefur, er húsið skreytt með greni, og i stofunum eru aö- ventukransar. En það verður skrýtið að halda jólahátið á öðru heimili, þar sem húsbóndinn er dáinn og hjúin vita ekki, hvaö um þau veröur. — Annars get ég ekki sagt, aö ég sakni hans, segir ráöskonan, þegar þau eru sest niður yfir kaffibolla. —■ Hann var orðinn svo hatursfullur og illur viðskiptis upp á siðkastið. En lögreglan er farin að halda, að hann hafi ekki svipt sig lifi... — Þú heldur þó varla, að Jakob hafi skotiö hann?, spyr ungfrú AbildgrS hranalega. — Ha? Nei, við höfum báðar þekkt hann, frá þvi hann var smástrákur, segir Jóhanna, rétt eins og það sanni sakleysi hans. — En óneitanlega er þetta dularfullt. — Hvaö stóð eiginlega I skiln- aðarbréfinu? — Að hann gæti ekki haldið ein- veruna út lengur og að nú væru að koma jól og allt þaö. Svo var það skrifaö á ritvél. Lögreglan held- ur, að Jakob hafi skrifað það. — Vitleysa. Var lykillinn virki- lega I skránni, bókaherbergis- megin? Jóhanna hellir meira kaffi i bollana og sækir smávindla. Eld- urinn snarkar I ofninum, en úti dynur desemberrigningin á rúð- unni. Grunur um morð er á vissan hátt heillandi. Bara ef Jakob ætti ekki i hlut... — Þú með allar þinar glæpa- sögur, segir hún. — Já, dyrnar voru læstar innanfrá, og glugg- arnir voru kræktir aftur. En lög- reglan heldur, að Jakob hafi læst, þegar hann var búinn að skjóta húsbóndann, og siðan sett lykilinn I innanfrá morguninn eftir. Þvi það var hann sjálfur, sem sprengdi upp dyrnar. Ungfrú AbildgrS litur hvöss á vinkonu sina. — Þú ert ekki ögn betri en lögreglan. Hvers vegna hleyptir þú sjálf ekki Jakob inn um morguninn? Og heyrðiröu skotiö um nóttina? Jóhanna ypptir öxlum. — Ég heyrði ekkert, enda er ekki sér- lega hljóðbært hér, segir hún i varnarskyni. — Og þú hefur verið að missa heyrnina eftir að ellin færðist yf- ir, segir fóstran svo lágt, að vin- kona hennnar heyrir ekki, hvað hún segir og getur ekki mótmælt þvi. Þeim liggur ekkert á að borða, þvi Nielsen er önnum kafinn i fjósinu, svo ungfrú AbildgrS get- ur i rólegheitum litast um I bóka- herberginu. — Þarna lá hann, útskýrir Jó- hanna, og það fer hrollur um hana. — Þú getur séð kritarstrik- in á gólfteppinu. Lögreglan bann- ar mér að ryksuga... og þarna er gatið i gardlnunni og á veggnum eftir fyrsta skotið... og gatið I rúö- unni eftir annað skotið. Ungfrú AbildgrS trltlar nær. Rúðan er heil, ef frá er skilinn stjörnulaga hringur með mjalla- hvitum köntum. — Hvers vegna var skotið þremur skotum? segir hún spyrjandi eins og við sjálfa sig. — Hann hefur kannski viljað at- huga, hvort riffillinn væri i lagi... eða kannski hefur hann ekki hitt. 26 VIKAN 51. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.