Vikan

Útgáva

Vikan - 18.12.1975, Síða 28

Vikan - 18.12.1975, Síða 28
svolltið af smákökum, sem ég ætla að gefa honum, svo að hann hafi eitthvað annað en vatn og brauð um jólin... Um ellefuleytið ganga |llir til náða, og ungfrú Abildgra á að sofa i einu af gestaherbergjunum á efri hæöinni. Þegar hún er kom- in upp 1, liggur hún um stund kyrr og hugsar um viðburði liðins dags. Það hefur margt gerst, svo margt, að meira að segja hún er oröin þreytt. Blessuð kyrrðin á bænum hefur góð áhrif á fólk eins og hana, sem daglega er 1 ys og þys borgarinnar, umkringt frísk- um háværum krökkum. Það llða ekki nema þrjár mln- útur, þar til hún er farin að hrjóta. Það siðasta, sem hún hugsar um, áður en hún sofnar, er að hún er beint yfir bókaherberg- inu. Hún vaknar klukkan hálf tvö um nóttina við megna reykjar- lykt, hendist fram úr rúminu, út að glugga og dregur upp rúllu- gardlnuna. Hún sér eldglampana og heldur fyrst, að eldurinn sé 1 fjósinu, hinum megin við húsa- garðinn. En svo áttar hún sig á þvl að eldurinn er i aðalbygging- unni, beint fyrir neðan hana. Rúðurnar eru allar brotnar og hvorki tangur né tetur eftir af gluggakarminum. Eldtungurnar teygja sig út á milli glóandi bjálk- anna og neistarnir fjúka i allar áttir. Hvers vegna hefur enginn hringt neyðarbjöllunni? Eru allir steinsofandi? Hún flýtir sér I skóna og fer i frakkann yfir flúnelsnáttkjólinn. Leiðin fram eftir ganginum aö herbergi Jóhönnu, sem er fyrir endanum, er greið. Hún lemur á dyrnar, en fær ekkert svar. Hún þrifur i hurðarhúninn. Dyrnar eru læstar. Hún hrópar, orgar og ber þar til blæðir úr hnúunum — en hugsar um leið stöðugt um, að á stundum sem þessari, sé um að gera að vera rólegur og missa ekki stjórn á sér. Hún er við að gefast upp þegar hún heyrir fótatak vinkonu sinnar. Lykli er snúið i skránni og i gætinni birtist óttaslegið andlit. — Það er að brenna. Stofurnar standa i björtu báli. Hvernig get- um við gert slökkviliðinu viðvart? Slminn er i bókaherberginu og.... Hún gerir sér ekki grein fyrir þvi, sem gerist næst. Nielsen er kominn af stað með exi i hend- inni, Bernhardt reynir að bjarga mikilvægum skjölum, og ein- hvern veginn er slökkviliðið kom- ið á staðinn. — Ég varaði vinkonu yðar við að láta aðventukransinn brenna alveg niður, segir Bernhardt og andvarpar, þar sem hann stendur úti 1 húsagarðinum. — Hann hefur annað hvort kveikt I gluggatjöld- unum eða dottið niður á gólfið. — Aðventukrans? Ungfrú AbildgrS er ekki alveg með á nót- unum. — Já, það logaði á öllum kert- unum, þegar ég fór að hátta. Bjánalegur siður þessir aðventu- kransar. Sannkallaðar bruna- gildrur. Ungfrú Abildgra er honum ekki sammála um, að þetta sé bjána- legur siður — en hverjum gat dottið I hug að kveikja á öllum kertunum á venjulegum miðviku- degi? Um fjögurleytið um morguninn hefur tekist að ráða níðurlögum eldsins. Helmingur af aðalbygg- ingunni er rjúkandi rúst. t hinum sitja yfirvöld staðarins, með Madsen lögreglustjóra i forsæti, drekka kaffi og skrifa skýrslu um það, sem gerst hefur. Það skrýtnasta er, að enginn minnist þess að hafa kveikt á að- ventukransinum. Er ráðskonan of huglitil til að viðurkenna mistök sin? Eða hefur Nielsen farið inn I bókaherbergið um miðja nótt? Eða lögfræðingurinn? Eða hefur ungfrú AbildgrS gengið þangað i svefni með eldspýtustokk i hend- inni? Madsen skrifar niöur, að upp- tök eldsins liggi ljós fyrir og að rannsókn verði haldið áfram. Bernhardt tottar vindil sinn I mestu makindum og býst til brottfarar, þegar ungfrú Abild- gra ber fram spurningu: — Hver stjórnar rannsókn morðmálsins? Madsen ræskir sig og er undr- andi á svip: — Lögreglufulltrúi frá höfuðborginni. En... hvers vegna? Hún deplar augunum og veröur vandræðaleg, þegar allir lita á hana: — Jú... ef bruninn skyldi vera tengdur dauða húsbóndans. Ég á við... það sem gerðist I nótt hreinsar Jakob Berg af öllum grun. Hann situr i fangelsi... Madsen klórar sér I eyranu. — Ætti þetta þá að vera sönnun þess, aö Ravn hafi framið sjálfs- morð? Hún hristir höfuðið: — Nei. En að það hafi einhver annar en Jak- ob myrt hann. Hinir vita ekki alveg, hvort þessi litla hvithærða kona er að gera aö gamni sinu, eða hvort slegið hefur út 1 fyrir henni. En hún er svo ákveðin á svip, að það er ekki annaö hægt en veita at- hygli þvi, sem hún hefur að segja. cvae elrMHfiK - Hc|&W&&UÍ Frægur sigur vannst í .baráttunni við berklana. Nú gefsi hvers konar öryrkjum II kostur á að endurheimta heilsu og orku með þjálfun og störfum við hæfi á Reykjalundi og Mulalundk Enn þurfa margír að bíða eftir vist og vínnu, En uppbyggingín hefdur áfram. Með þinni aðstoð — þátttöku í happdrætti SÍ8S. Jk Happdrætti SÍBS vinningur margra, ávinningur ailra. 28 VIKAN 51. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.