Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 18.12.1975, Qupperneq 43

Vikan - 18.12.1975, Qupperneq 43
-m. RVÞMI James Last við upptöku; með gullplötu; með kven- aðdáanda; í bí/ á hljóm- leikaferða/agi; í fríi; þar sem hljóðfæraleikarar hans og fjölskyldur þeirra voru gestir hans. Sagt frá partíkóTiginum James Last. HONDJH ■ MILLJONUM Hann hefur verið sæmdur meira en hundrað „gullplötum", hann fer í hljómleikaferðalög um allan heiminn, og hvarvetna er honum fagnað. James Last, þessi skeggj aði partíkóngur frá Bremen, er einn vinsælasti hljómsveitarstjóri, útsetjari og tónskáld í heiminum. Ferill hans er einn sá athyglisverð- asti í gervallri tónlistarsögunni. Hljómplötur hans eru eins frægar og tónleikarnir, sem hann og hljómsveit hans hafa haldið í Norður- og Suður-Ameríku, Ástr- alíu, Sovétríkjunum, Kanada og austurlöndum. James Last leikur tónlist fyrir milljónir manna á hverjum degi. Hljómurinn er vörumerki hans, stíll hans hrífur alla, og takturinn er slíkur, að alla langar til að stappa og klappa með — fjörið og bjartsýnin einkenna tónlistar- flutning James Last. Og tónlist hans nær til allra, hvar sem er í heiminum. James Last er snill- ingur í að útsetja næstum hvaða tónlist sem er fyrir hljómsveit sína, svo hún fái hinn sérstaka jameslastblæ, hvort sem um er að ræða músík eftir Bach, Bítlana eða einfalt þjóðlag. Last var eitt sinn spurður, hvernig hann hefði uppgötvað þennan sérstaka hljóm og þá svaraði hann, ,,að hann byggðist fyrst og fremst á tilfinn- ingunni". Hljómsveit James Last varð fyrst fræg af hljómplötum, og hann leggur mikla .áherslu á, að nákvæmlega sami hljómur náist á hljómleikunum og á plötunum. Last heldur reglulega fundi með hljóðfæraleikurum sínum, þar sem rætt er um tónlistina og hvernig hana skuli flytja. Hann segir meQ nokkru stolti: ,,Ég hef á að skipa bestu stórhljómsveit I heimi, hvað viðkemur heiðarleika og einlægni meðlimanna hvers til annars, and- anum í hljómsveitinni og trúnni á það, sem við erum að gera." Hljómleikar hljómsveitar James Last krefjast mikils undirbúnings, einkum tæknilegs, en áheyrendur geta líka treyst því, að þeir munu heyra nákvæmlega sömu tónlist- ina og á hljómplötunum. Last semur raunar ekki tónlist aðeins fyrir hljómsveit sína, held- ur fjölmarga aðra. Meðal þekktra laga eftir hann má nefna söng Elvis Presleys Fool, Irgendwo in fremden Strassen, sem Karel Gott hefur gert frægt, Games that Lov- ers play, sem Nino Rossi syngur, og kynningarlag Radio Luxem- burg. Þegar Last hvílir sig frá hljómsveitarstjórninni og tón- samningunni, dvelst hann á heim- James Last ber þess greinileg merki, að hann er hamingjusamur maður, og hið sama er að segja um tónlist hans, hvort sem hún er flutt á tónleik- um eða af hljómplötum. Hverjir hljómleikar krefj- ast mikils tæknilegs undir- búnings. ili sínu I Hamborg ásamt Waltraud konu sinni og börnunum Kather- ine og Ronald. Last fór snemma að iðka tón- listina. Hann fékk einkakennslu í píanóleik mjög ungur, og fjórtán ára hóf hann nám í bassaleik í tónlistarskólanum í Bremen. Hann þótti svo efnilegur bassaleikari, að hann hóf að leika með útvarps- hljómsveitinni í Bremen sautján ára að aldri. Árið 1955 hóf hann að leika með hljómsveit norður- þýska útvarpsins í Hamborg, og fyrir hana gerði hann fyrstu út- setningar sínar. James Last og hljómsveit hans urðu þekkt strax fyrir fyrstu hljóm- plötur sínar, bæði í Þýskalandi og utan þess. Árið 1968 var hljómsveit hans kosin „besta hljómsveit ársins". Og árið eftir fór hann í sína fyrstu hljómleika- ferð — um Kanada. Margir hafa reynt að líkja eftir James Last, en engum hefur tek- ist að ná eins langt og hann, enda er James Last þekktur og dáður frá Montreal til Mannheim, frá Melbourne til Montevideo og frá Manchester til Madrid. Orðið „happy" kemur fyrir í mörgum heitum á hljómplötum hans, og það er á margan hátt einkenn- andi fyrir James Last. „Ég verð hamingjusamur af að sjá ham- ingjusöm og ánægð andlit kring- um mig," segir hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.