Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 20

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 20
1 ► I í feria- fmirn Morguninn eftir, skaltu taka meö þér nauðsynlegustu fötin ferðast léttklyfjaður, Qg skilja afganginn eftir i Salzburg. Þú getur sótt það seini'.a eða sent tilLondonjParísar eða hvert sem þér hentar. Þú ættir að-leigja þér bíl i Salzburg og þegar þú kemur skaltu fara á hótel Sacher. Við munum panta herbergi handa þér á þínu nafni. Þá veit Jo hvar þig er að finna. Hún mun fylla út í myndina og láta þig vita um þau áform, sem við kunnum að hafa þá. Það verður sjálfsagt erfitt að koma þessu öllu heims og saman.“ McCulloch brá upp þessu óvænta brosi sínu og það kom glampi í augun við tilhugsunina. En svo varð framkoma hans aftur formleg. ,,Þú verður eina nótt á Hótel Sacher, reiðubúinn að fara næsta morgun." „Svo fljótt? Ertu viss?“ sagði David. Ef McCulloc þurfti átta daga, til þess að ganga frá áætlun sinni, þyrfti andspyrnuhreyfingin sem ætlaði að koma Irinu til Vínar áreiðanlega lengri tíma. Flótti þarfnaðist undirbúnings. Gera varð ráð fyrir >»uisum töfum. „Hún er þegar komin úr landi.“ sagði McCulloch. Irina komin út úr Tékkóslóvak- íu. David horfði stutta stund á hann á meðan hann var að jafna sig. Hvenær? „I gær.“ „Guð forði okkur,“ sagði David lágt. „Hún er óhult og bíður bara eftir okkur.“ „Sjáðu til. Ég get ekki hnikað neinu til þessa næstu viku. Eg verð að vera í Salzburg.“ Rödd Davids var lág en reiðileg. „Eg fer ekki fram á það.“ „Mér geðjast ekki að þeirri hugmynd, að hún verði að þvælast um í Vín 1 meira en heila viku.“ „Hún verður það ekki heldur. Hún verður í felum, innandyra. Hættu þessum vangaveltum út af hlutum, sem verður ekki breytt. Við höldum okkur við tíma- áætlunina.“ McCulloch ætlaði örugglega ekki að tala af sér. „Þeir gripu til skotvopna, var það ekki?“ sagði David beiskur. „Já, einhver lét sig hafa það. Bohn fékk fréttir af því í morgun, þegar hann sírnaði til þess að segja þeim að allt væri klappað og klárt.“ „Ég geri ráð fyrir, að það hafi fengið eitthvað á hann.“ „Já, það dró heldur úr sjálfs- álitinu. En hann jafnaði sig fljótt. Hann hefur töluvert þol.“ David fór að hugsa um annað atriði. Vinir Irinu hlutu að hafa verið þess fullvissir að við myndum taka þetta að okkur. En hvers vegga? Bohn hlaut aðjtafa verið mjög jákvæður, bjartsýnn og öruggur með sig. Hann var þannig gerður. „Guð forði okkur,“ sagði hann aftur og gerði sér nú fulla grein fyrir mikil- vægi þessara síðustu frétta. „En ef ég hefði neitað í gærkvöldi?" „Þá hefðum við þurft að leita dauðaleit að einhverjum i 20 VIKAN 31. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.