Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 25

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 25
aldrei dýrum. Hvolpgrey yrðu ekki lengur bestu vinir barnanna heldur gaeru þeir reynst verstu óvinir þeirra. Helgarferðir upp í sveit yrðu hreinasta martröðforeldrum af ótta við óða hunda. Hættan er mikil. Alþjóða heil- brigðismálastofnuninni berast ár- lega skýrslur um 600 —700 manns- lát af völdum hundaæðis, en samkvæmt áreiðanlegum heimild- um læknaertaliðaðdauðsföllin séu nærþvíaðvera 15000áári, einkum í asíulöndum. Það eru ekki háar dauðsfallatölur sem valda skelfingunni við hunda- æðið heldur óhugnanleg veikin og hryllilegur dauðdaginn sem hún hefur í för með sér. Ef einhver er bitinn eða jafnvel sleiktur af dýri, sem sjúkt er af hundaæði, verður hann að leita læknishjálpar tafarlaust. Frá því sjúklingur smitast til þess að fyrstu einkenni hundaæðisins koma í Ijós geta liðið allt frá níu dögum til tveggja ára — og þegar þeirra verður vart þá er nánast undan- tekningalaust orðið of seint að leita læknis. Fyrstu einkenni hundaæðis eru þreyta, höfuðverkur, krampar, ógleðiogsótthiti. Nokkrumdögum seinna fær sjúklingurinn tök og sér ofsjónir, hann fær krampaflog og ■reynirað bíta fólk. Röddin breytist og verður einna líkust gelti og sjúklingurinn tekur að froðufella. Svo miklar kvalir fylgja því að drekka vatn að það eitt að sjá glas fullt af vatni fær hann til að æpa a( ótta. Loks lamast sjúklingurinn, fellur í dá og deyr. Læknar geta ekkert gert fyrir sjúklinginn annað en gefið honum kvalastillandi lyf og þv( um Kkt til aögera honum dauðastríðið bæri- legra, og það fær jafnan mikiö á jafnvel reyndustu lækna að sjá mann deyja af hundaæði. Refir eru skæðir smitberar. Veröa farnar herferðir gegn fs/enska refnum á næstunni? Frakkar kalla það ,,La Rage" og bretar ,,rabies" dregið af latneska orðinu ,,Rabidus"sem merkiræöi. Hér er það kallaö hundaæði. Á síðastliðnum þrjátfu árum hefur hundaæði veriö aö þokast yfir þvera og endilanga Evrópu. Út- breiðslan hófst í seinna stríði þegar þúsundirúlfaflýðu Rússlandundan leifturárásumnasista. Núerhunda- æði oröiö daglegt brauö f allri norðanveröri Evrópu og er á leið suður Frakkland með hraða sem svarar fimmtíu kílómetrum á ári. Það er komið í Pas de Calais og Ermarsundið er eina hindrunin á vegi þess inn í Bretland. Atlants- hafið breitt er vörn okkar, en engin vörn er órjúfanleg. Lítill gullhamstur gæti borið smitið, köttur eða hundur, sem ferða- menn luma á í pússi sfnu, en talið er að allar skepnur með heitt blóö geti tekið veikina. Helstu smitber- ar eru hundar, kettir, úlfar, refir, skúnkar, íkornar og minkar. Menn hafa þá sérstöðu að þeir geta ekki smitað aðra. Breskyfirvöldteljaenga leið til að komast hjá því að hundaæöis verði vart í landinu, en þau reyna að nota allar hugsanlegar leiöir til aö verjast þvf að smitberi komist inn í landið. Ef svo yröi þrátt fyrir allar ráðstafanir er eina ráðið aö reyna að komast fyrir sýkinguna strax og hennar verður vart. Jafnvel bjart- sýnustu bretar telja árið 1980 ár hundaæöisins. DAUÐASVEITIR. Árið 1980 gæti orðið daglegt brauðaðsjáþar: — „Dauðasyeitir" vopnaðra manna umkringja svæði þar sem sýkingar hefur órðið vart ogskjótaalltkvikt. — Hundamýlda og í bandi. Ketti í sfofufangelsi. — Flökkudýrum smalað saman og lógað. — Réfaveiðar bannaðar á sýktum sváéðum. Náttúruverndar- mönnum þættu ekki slæmar fréttir að refaveiðar væru bannaðar enda nauðsynlegt til að koma f veg fyrir að sjúkir refir bíti heilbrigöa veiöi- hunda, en þvf má ekki gleyma aö refaveiöar halda fjölda refanna f skefjum. Einna verstur fylgikvilli hunda- æðisinsersamtsáaöforeldraryrðu aö kema börnum sínum að klappa Síöasta tilfellið sem vitað er um í breska heimsveldinu var nýsjálend- ingurinn Val Ingham. Hann dó í júlí 1975 þremur mánuöum eftir að hann var bitinn af hvolpi^em reikaði inn í garðinn hans. Læknirinn, sem stundaði hann, dr. John Rollard hefði þetta um dauðastríð Inghams að segja:,, Ég hef aldrei séð nokkuð þessu líkt. Það var bæði hryllilegt og ógnvekjandi." Skömmu áður dó 22ja ára stúdent frá Surrey, Robert Apps, sem fengið hafði hundaæði er hann var að hjúkra sjúkum hundi í Indlandi. Hann dó eftir mánaðar- langt dauðastríð. Bresk yfirvöld þurftu ekki þessi tvödauðsföll til aðranka við sér, þvf að skömmu áður höfðu þau orðið dauðskelkuð vegna framsóknar æðisinsíEvrópu. Lög um lengingu sóttkvíar höfðu tekið gildi í byrjun árs 1975, og í þeim er kveðið á um strangar refsingar við brotum á löggjöfinni. Samt geta sumir aldrei látið víti annarra verða sér til varnaðar. Það þarf ekki nema eitt sjúkt dýr til að kveikja bálið, aðeins eitt. Þó eiga breskir löggæslumenn sífellt í basli viðhunda- og dýravini, sem sí og æ reynaað smygla gæludýrum sínum fram hjá tollvörðum. Ekki er allt fengið með því að lengja sóttkvína. Árið 1969 kom hundurinn Fritz úr sex mánaða sóttkví eftir að hafa verið um tíma í hundaóðu Vesturþýskalandi með eiganda sínum frú Suzönnu Hemsley. Samkvæmtöllumkokka- bókum hefði mátt reiða sig á að Fritz væri laus við hundaæði. Samt sem áður varö Fritz óður skömmu eftir að hann losnaði úr kvínni og beit tvo vegfarendur. Frú Hemsley tókst að handsama hann í strætisvagni fullum af skólabörnum en það kostaði hana sjálfa bit. Samstundis var eins og lýst hefði yfir stríðsástandi í Camber- ley í Surrey þar sem Fritz bjó. Frú Hemsey var samstundis lögð inn á spítala ásamt þrjátíu og einum öðrum í sársaukafulla tveggja vikan langa læknismeðferð og hundrað öðrum hundaeigendum var gert að skyldu að mýla hunda sína, og hafa þá f tjóðri í sex mánuði. Á meöan frú Hemsley var á sjúkrahúsinu var Camberley og svæðið umhverfis þaulkannað af hundrað sextíu og sex mönnum, þar af sjötíu með alvæpni, sem drápu allt kvikt. Samtals voru sextíu og fjórir fuglar, refir og íkornar drepnir af dauðasveitinni og ótaldar eru þær skepnur sem létu Iffið í ræsum og holum sem voru svældar með blásýrugasi. 31. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.