Vikan

Eksemplar

Vikan - 29.07.1976, Side 28

Vikan - 29.07.1976, Side 28
Á ÓTRÚLEGA HAGSTÆÐU VERÐI Já, nýja ódýra kassettusegulbandstækið frá Philips verður aðalferðafélaginn í sumar. Þetta nýja tæki, N 2208 hefur alla kosti dýrari tækja, t.d. innbyggðan hljóðnema, sjálfvirka upptöku, aflmikinn magnara og er auðvitað bæði fyrir rafhlöður og 220 volt. Líttu við sem fyrst, það borgar sig. N 2208 er aðeins eitt af 20 gerðum segulbandstækja frá Philips Fullkomin varahluta-og viðgerðarþjónusta. heimilistœki sf Haf narstræti 3—Sætúni 8 Einmitt þess vegna spurði ég yður, hvort yður geðjaðist vel að karlmönnum. Ef þér hafi<5 fleiri en einn f takinu, þá er vald þeirra yfir yður þeim mun minna. Ég fyrir mitt leyti vil frekar gera tvo menn hamingjusama en einn ðhamingjusaman." „Elska fleiri en einn mann?“ sagði Marianne hneyksluð. „Það gæti ég aldrei!“ Fortunée reis á fætur og teygði úr sveigjanlegum likama sínum. Brps hennar var bæði vingjarn- legt og hæðið. „Þér eruð of ungar til þess að skilja þetta. Við skulum ræða þetta seinna. Skrifið nú fáeinar lfnur til ameríkanans og bjóðið honum að koma hingað. Hvar er hann til húsa?“ „Að Hotel de l’Empire við Rue Cerutti." „Það er stutt héðan. Ég ætla að senda mann þangað. Þarna á borðinu eru skriffæri." Fáeinum mínútum sfðar lok- aðist hliðið á hæla sendiboðans og Marianne tðk að snyrta sig betur en hún hafði haft tækifæri til að Tuileries. Þótt hún vildi ekki viðurkenna það til fulls, þá hlakkaði hún til að sjá Jason aftur ásamt þeim Jolival og Gracchusi, en hún vissi að þeir myndu vera á hótelinu hjá honum einmitt núna. Allir þrír áttu þeir hug hennar og hjarta, enda höfðui þeir sýnt henni sanna vináttu. Er hún hafði lokið við að skrifa bréfið og þjónninn var farinn hafði Fuortunée allt f einu spurt hana, hvort Jason elskaði hana og Marianne hafði svarað henni í einlægni. „Nei, f raun og veru ekki. Hann telur sig standa f þakkaskuld við m(>g og þetta er heiðarlegur maður. Nú vil hann fá mér aftur það sem hann hafði út úr mér. Hann verður vonsvikinn, að ég skuli ekki fara með honum, en meira ekki.“ „Hefur hann aldrei farið fram á að þeir greidduð þann hluta veðmálsins, sem snerti yður per- sónulega?" „Nei, nei. Ég held að honum finnist ég geðfelld en ekkert fram yfir það. Hann er dálftið sér- stæður náungi. Meira en nokkuð annað elskar hann sjóinn, skip sitt og áhöfn. Það er ekki mikið svigrúm fyrir raunverulega ást f lífi hans.“ Fortunée hafði ekki gengið frekar á hana. Hún hafði einungis yppt öxlum og brosað blftt. En klukkutfma seinna, þegar hringt var dyrabjöllunni og gestur boðaði komu sfna, þá birtist hún alklædd i viðhafnarstofunni. Ameríkaninn hafði greinilega vakið forvitni hennar. En komu- maður var ekki Jason. Er konurnar tvær gengu inn um dyrnar kom Arcadius de Jolival inn um aðrar. Hann var klæddur 28 VIKAN 31. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.